Handbolti

Þungt Evrópu­kvöld á Ásvöllum

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik Hauka síðasta vor
Úr leik Hauka síðasta vor Vísir/Pawel

Bikarmeistarar Hauka tóku á móti liðið Málaga frá Spáni í kvöld í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Haukar eiga ærið verkefni fyrir höndum í seinni leik liðanna eftir úrslit kvöldsins.

Gestirnir frá Spáni tóku snemma völdin á vellinum en staðan var 2-10 eftir tíu mínútur og leiddi 9-19 í hálfleik.

Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn svo kominn upp í 15 mörk, staðan 10-25 og fátt sem gekk upp hjá bikarmeisturunum gegn spænska liðinu.

Ebba Guðríður Ægisdóttir átti síðasta orðið í kvöld þegar hún skoraði 18 mark Hauka en lokatölur leiksins urðu 18-36 Málaga í vil.

Markahæst Hauka var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir með fimm mörk og Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði fjögur. Isabelle Medeiros skoraði tíu fyrir gestina.

Liðin mætast aftur á Spáni að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×