„Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2025 12:32 Julio De Assis fékk á baukinn í Bónus Körfuboltakvöldi. vísir/anton Í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn hélt Teitur Örlygsson langa tölu um annmarka Julio De Assis, leikmanns Njarðvíkur. Hann verður seint talinn mikill aðdáandi leikmannsins. Julio átti ekki sinn besta leik þegar Njarðvík laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni, 101-105, á heimavelli í 6. umferð Bónus deildar karla á föstudaginn. Teitur var ekki hrifinn af því sem hann sá til Julios í leiknum gegn Stjörnunni, hvorki í vörn né sókn. „Hann var gjörsamlega hörmulegur. Þegar ég fylgist með honum er ég ekki alveg viss hvar hann hefur lært körfubolta. Því mér finnst þessi körfuboltagreind vera hörmuleg,“ sagði Teitur. „Það sem fer meira í taugarnar á mér er hvað hann er ofboðslega linur. Það er eins og hann sé hræddur við alla snertingu og þótt hann sé jafnvel að dekka minni menn komast allir með hann þangað sem þeir vilja. Ég er alls ekki hrifinn af þessum leikmanni og vil að Njarðvík taki ákvörðun, helst sem fyrst. Það kæmi mér ekkert á óvart að Njarðvík væri að skoða aðra leikmenn því hann passar engan veginn inn í þetta lið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um Julio De Assis Benedikt Guðmundsson var á sama máli og Teitur varðandi spilamennsku Julios gegn Stjörnunni. „Þessi frammistaða hans var með því lakara sem maður hefur séð á þessu tímabili. Það hefði verið hægt að sýna miklu fleiri klippur af honum varnarlega. Ef þú myndir spyrja mig persónulega, hvað ert þú að fara að gera Benni, myndi ég segja að ég væri að fara að skipta honum,“ sagði Benedikt. Ekki góður í neinu „Ég veit ekki almennilega hverjir hans styrkleikar eru. Hann er íþróttamaður,“ bætti Benedikt við. „Hann er ekki góður í neinu. Ég skal bara segja þér það,“ skaut Teitur inn í. „Hann kann leikinn ekki vel. Hann er ekki að mata menn og gera þá betri. Hann treður og hann getur sett opna þrista og eitthvað svona,“ sagði Benedikt. Umræðuna úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Julio átti ekki sinn besta leik þegar Njarðvík laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni, 101-105, á heimavelli í 6. umferð Bónus deildar karla á föstudaginn. Teitur var ekki hrifinn af því sem hann sá til Julios í leiknum gegn Stjörnunni, hvorki í vörn né sókn. „Hann var gjörsamlega hörmulegur. Þegar ég fylgist með honum er ég ekki alveg viss hvar hann hefur lært körfubolta. Því mér finnst þessi körfuboltagreind vera hörmuleg,“ sagði Teitur. „Það sem fer meira í taugarnar á mér er hvað hann er ofboðslega linur. Það er eins og hann sé hræddur við alla snertingu og þótt hann sé jafnvel að dekka minni menn komast allir með hann þangað sem þeir vilja. Ég er alls ekki hrifinn af þessum leikmanni og vil að Njarðvík taki ákvörðun, helst sem fyrst. Það kæmi mér ekkert á óvart að Njarðvík væri að skoða aðra leikmenn því hann passar engan veginn inn í þetta lið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um Julio De Assis Benedikt Guðmundsson var á sama máli og Teitur varðandi spilamennsku Julios gegn Stjörnunni. „Þessi frammistaða hans var með því lakara sem maður hefur séð á þessu tímabili. Það hefði verið hægt að sýna miklu fleiri klippur af honum varnarlega. Ef þú myndir spyrja mig persónulega, hvað ert þú að fara að gera Benni, myndi ég segja að ég væri að fara að skipta honum,“ sagði Benedikt. Ekki góður í neinu „Ég veit ekki almennilega hverjir hans styrkleikar eru. Hann er íþróttamaður,“ bætti Benedikt við. „Hann er ekki góður í neinu. Ég skal bara segja þér það,“ skaut Teitur inn í. „Hann kann leikinn ekki vel. Hann er ekki að mata menn og gera þá betri. Hann treður og hann getur sett opna þrista og eitthvað svona,“ sagði Benedikt. Umræðuna úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29