Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2025 16:04 Eftir slæma byrjun á tímabilinu hefur landið heldur betur risið hjá Aston Villa. getty/Barrington Coombs Gott gengi Aston Villa heldur áfram en í dag vann liðið Bournemouth, 4-0, í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Villa hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Á 28. mínútu skoraði Emiliano Bundeía með skoti beint úr aukaspyrnu og fimm mínútum fyrir hálfleik jók Amadou Onana muninn í 2-0 eftir góðan undirbúning Morgans Rogers. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Bournemouth upplagt tækifæri til að minnka muninn þegar vítaspyrna var dæmd á Rogers eftir að hann handlék boltann inni í vítateig. Antoine Semenyo fór á punktinn en Emiliano Martínez varði vel. Á 77. mínútu skoraði Ross Barkley með skalla eftir hornspyrnu Lucas Digne og fimm mínútum síðar gerði Donyell Malen fjórða mark Villa sem er komið upp í 7. sæti deildarinnar. Bournemouth er í 9. sætinu en bæði lið eru með átján stig. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk.getty/Rob Newell Igor Thiago tryggði Brentford sigur á Newcastle United, 3-1, með tveimur mörkum undir lokin. Newcastle náði forystunni með marki Harveys Barnes á 27. mínútu en Kevin Schade jafnaði á 56. mínútu. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka kom Thiago svo heimamönnum yfir af vítapunktinum. Vítið var dæmt á Dan Burn sem fékk um leið að líta rauða spjaldið. Thiago bætti öðru marki við í uppbótartíma og Brentford fór með 3-1 sigur af hólmi. Þetta var þriðji sigur Brentford í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 12. sæti deildarinnar með tólf stig. Newcastle, sem hefur aðeins unnið þrjá af ellefu deildarleikjum sínum, er í 14. sætinu með tólf stig. Með sigrinum jafnaði Villa Bournemouth að stigum en liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar. Morgan Gibbs-White skoraði í fyrsta deildarsigri Nottingham Forest í tíu leikjum.getty/Neal Simpson Nottingham Forest vann sinn fyrsta deildarsigur undir stjórn Seans Dyche þegar liðið lagði Leeds United að velli, 3-1. Morgan Gibbs-White, Ibrahim Sangaré og Elliot Anderson (víti) skoruðu mörk Forest sem er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig. Lukas Nmecha skoraði fyrir Leeds sem er með ellefu stig í 16. sæti. Nýliðarnir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Þá gerðu Crystal Palace og Brighton markalaust jafntefli á Selhurst Park. Palace, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum, er í 10. sætinu með sautján stig, með einu stigi meira og einu sæti ofar en Brighton. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Á 28. mínútu skoraði Emiliano Bundeía með skoti beint úr aukaspyrnu og fimm mínútum fyrir hálfleik jók Amadou Onana muninn í 2-0 eftir góðan undirbúning Morgans Rogers. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Bournemouth upplagt tækifæri til að minnka muninn þegar vítaspyrna var dæmd á Rogers eftir að hann handlék boltann inni í vítateig. Antoine Semenyo fór á punktinn en Emiliano Martínez varði vel. Á 77. mínútu skoraði Ross Barkley með skalla eftir hornspyrnu Lucas Digne og fimm mínútum síðar gerði Donyell Malen fjórða mark Villa sem er komið upp í 7. sæti deildarinnar. Bournemouth er í 9. sætinu en bæði lið eru með átján stig. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með átta mörk.getty/Rob Newell Igor Thiago tryggði Brentford sigur á Newcastle United, 3-1, með tveimur mörkum undir lokin. Newcastle náði forystunni með marki Harveys Barnes á 27. mínútu en Kevin Schade jafnaði á 56. mínútu. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka kom Thiago svo heimamönnum yfir af vítapunktinum. Vítið var dæmt á Dan Burn sem fékk um leið að líta rauða spjaldið. Thiago bætti öðru marki við í uppbótartíma og Brentford fór með 3-1 sigur af hólmi. Þetta var þriðji sigur Brentford í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 12. sæti deildarinnar með tólf stig. Newcastle, sem hefur aðeins unnið þrjá af ellefu deildarleikjum sínum, er í 14. sætinu með tólf stig. Með sigrinum jafnaði Villa Bournemouth að stigum en liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar. Morgan Gibbs-White skoraði í fyrsta deildarsigri Nottingham Forest í tíu leikjum.getty/Neal Simpson Nottingham Forest vann sinn fyrsta deildarsigur undir stjórn Seans Dyche þegar liðið lagði Leeds United að velli, 3-1. Morgan Gibbs-White, Ibrahim Sangaré og Elliot Anderson (víti) skoruðu mörk Forest sem er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig. Lukas Nmecha skoraði fyrir Leeds sem er með ellefu stig í 16. sæti. Nýliðarnir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Þá gerðu Crystal Palace og Brighton markalaust jafntefli á Selhurst Park. Palace, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum, er í 10. sætinu með sautján stig, með einu stigi meira og einu sæti ofar en Brighton.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira