Formúla 1

Antonelli sló 18 ára gamalt stiga­met Lewis Hamilton

Siggeir Ævarsson skrifar
Antonelli var eins árs þegar Lewis Hamilton setti fyrra metið árið 2007
Antonelli var eins árs þegar Lewis Hamilton setti fyrra metið árið 2007 Vísir/Getty

Hinn 19 ára gamli Kimi Antonelli varð í 2. sæti í Brasilíukappakstrinum í Formúlu 1 í gær og sló þar með 18 ára gamalt stigamet nýliða í Formúlu 1 en fyrra metið átti Lewis Hamilton.

Þetta var besti árangur Antonelli á þessu keppnistímabili en hann hafði einu sinni áður náð á verðlaunapall. Antonelli ekur fyrir Mercedes og er sjöundi í keppni ökumanna með 122 stig.

Lewis Hamilton nældi í 109 stig á sínu nýliðatímabili og varð svo heimsmeistari strax árið eftir það. Alls hefur Hamilton orðið heimsmeistari sjö sinnum sem er met sem hann deilir með Michael Schumacher.

Hamilton er enn að og keyrir í dag fyrir Ferrari en hann varð síðast heimsmeistari árið 2020. Hann náði ekki að ljúka keppni í kappakstrinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×