Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Eygló Fanndal Sturludóttir vann sögulegan Evrópumeistaratitil í vor en árið hefur ekki endað vel hjá henni. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir stendur frammi fyrir nýrri áskorun og krefjandi kringumstæðum sem munu án efa gera Evrópumeistaranum erfitt fyrir að halda sér í hópi þeirra bestu í sinni grein. Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira