„Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Langt og strangt bataferli liggur fyrir Eygló sem fagnar því þó að niðurstaða fékkst í það sem var að hrjá hana. Vísir/Sigurjón Ein fremsta íþróttakona landsins verður frá keppni næstu mánuðina vegna brjóskloss. Meiðslin hafa strítt henni um hríð og vanda verk var að finna út úr því hvað amaði að. Síðustu vikur hafa því tekið á og ljóst að næstu mánuðir verða einnig strembnir. Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur risið hratt upp metorðastigann síðustu misseri. Hún varð Evrópumeistari ungmenna árið 2023, bætti Norðurlandamet fullorðinna í leiðinni og var valin þriðja í kjöri íþróttamanns ársins um áramótin. Í apríl bætti hún um betur og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Stefnan eftir það var sett á HM í sumar og Norðurlandamót nú í vetur en ekkert varð af því. Eygló hefur glímt við eymsli í baki um hríð og hafði verið sárþjáð vikum saman þegar sérfræðingur í Bretlandi fann loks út úr því að um væri að ræða brjósklos í baki. Tólf vikur af óvissu Þessar tólf vikur á undan glímdi hún við mikla verki en þó var það óvissan sem var hvað erfiðust viðureignar. „Ég ætla ekkert að ljúga því. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Miklu erfiðara en ég hafði búist við. Kannski að einhverju leyti vegna þess að það tók svo langan tíma að finna út úr því hvað var að,“ segir Eygló í Sportpakkanum á Sýn. „Ég var alltaf að halda í vonina að ég myndi vakna og vera góð og gæti farið að byrja að æfa aftur. En þetta voru tólf vikur af mikilli óvissu, sem var mjög erfitt. Það voru margir erfiðir dagar. En ég er smá búin að taka þetta í sátt og tilbúin að vinna að því sem þarf að gera og koma mér til baka. Það er bara ekkert annað í boði,“ segir ákveðin Eygló. Félagslífið og hreyfingin út um gluggann Óvissan var því erfið og tók á andlegu hliðina, samhliða miklum verkjum. Hún þakkar fyrir að hafa fundið út úr því hvað vandamálið er og reynir að láta meiðslin raska sem minnstu í daglegu lífi. „Um leið og maður veit hvað er að veit maður hvað má og hvað má ekki gera. Svo er þetta rútínan mín, ég er vön að vera hérna að lyfta þrjá tíma á dag. Þetta er félagslífið mitt, hreyfingin mín en allt í einu er það allt farið. Það var vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem mig langar til að gera,“ segir Eygló. Hundleiðinlegt að geta ekki varið titilinn Þó að komið sé á hreint hvað ami að er ljóst að meiðslin eru ekkert minna alvarleg. Margra mánaða vinna er fram undan áður en Eygló getur snúið aftur til keppni á stóra sviðinu. „Ég geri ráð fyrir einhverjum mánuðum þar sem ég má ekkert lyfta. Vonandi má ég eftir áramót fara að lyfta, en ekkert þungt. Sérfræðingurinn úti segir ólíklegt að ég geti keppt í vor,“ segir Eygló sem hefur þegar misst af fjölda móta og segir bagalegt að fá ekki tækifæri til að verja Evróputitilinn. „Ég missti af HM í haust og ég missi af NM í næstu viku. Ég mun líklegast missa af Íslandsmótinu og Evrópumótinu í vor. Ég er ekki sátt við það, ég vildi mjög fara og verja titilinn. Það er eins og það er. Ég get ekkert gert í þessu, ég hef bara stjórn á mínu og því sem ég get gert. Vonandi kemst ég af stað sem fyrst.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Klippa: Sárþjáð vikum saman, leiðinlegar æfingar og langt bataferli
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira