María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:32 María Ólafsdóttir Grós hefur staðið sig vel í sænsku deildinni í ár og vann sér sæti í íslenska landsliðinu. @linkopingfootballclub Íslenska landsliðskonan María Ólafsdóttir Grós var verðlaunuð fyrir leik Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub) Sænski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Sjá meira
María var valin nýliði ársins í ár og fékk að launum tíu þúsund sænskar krónur frá Svensk Fastighetsförmedling sem er styrktaraðili liðsins. Það jafngildir 133 þúsund íslenskum krónum. María hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi fallið úr deildinni. Hún skoraði sitt sjöunda deildarmark í leiknum á móti Kristianstad í gær. Linköping sagði frá verðlaunum Maríu á miðlum sínum og fór aðeins yfir hennar feril. „María er óslípaður demantur sem tók skrefið upp í efstu deild á Íslandi aðeins fjórtán ára gömul. Síðan þá hefur fótboltaferill hennar leitt hana bæði til Skotlands, þar sem hún spilaði með Celtic, og Hollands, þar sem hún lék með Fortuna Sittard. Sumarið 2024 samdi hún við Linköpting og síðan þá hefur þróun hennar aðeins stefnt í eina átt: upp á við,“ segir í umfjöllunni um íslensku landsliðskonuna. „Fyrir Maríu skiptir það ekki öllu máli hvort hún spilar á vinstri eða hægri kantinum. Þessi kraftmikli, hraði og hugmyndaríki kantframherji er jafn óútreiknanlegur fyrir andstæðinga sína og eldfjallið Eyjafjallajökull er fyrir flugumferð yfir Íslandi og Norðurlöndunum,“ segir í umfjöllunni. Þar kemur fram að hún eigi íslenskan föður og sænska móður og sé því með rætur í báðum löndum. Hún var valin í fyrsta sinn í A-landslið Íslands í október. „Það er engin tilviljun að einmitt María fái þessa viðurkenningu. Hún er ávöxtur erfiðisvinnu hennar á hverjum degi, óbilandi vilja hennar til að sigra og staðfasts drifkrafts hennar til að verða sífellt betri. Hún gerir miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og umhverfis síns, og með markvissri hugsun sinni hefur María alla burði til að ná á toppinn,“ segir í umfjöllunni. „Framtíðin er björt fyrir þennan hæfileikaríka leikmann sem mun án efa stuðla að velgengni, bæði með félagsliði og á landsliðsvettvangi – óháð því hvaða landsliðslit hún velur að klæðast,“ segir í umfjölluninni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by 𝗟𝗶𝗻𝗸𝗼̈𝗽𝗶𝗻𝗴 𝗙𝗼𝗼𝘁𝗯𝗮𝗹𝗹 𝗖𝗹𝘂𝗯 (@linkopingfootballclub)
Sænski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Sjá meira