Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 07:32 Florian Wirtz hefur upplifað erfiða tíma hjá Liverpool það sem af er á hans fyrsta tímabili á Anfield. Getty/Shaun Brooks Liverpool eyddi metupphæð í þýska leikmanninn Florian Wirtz í sumar en það hefur ekki gengið vel hjá þeim þýska hingað til í enska boltanum. Nú er hann kominn til móts við þýska landsliðið og landsliðsþjálfarinn hefur tjáð sig um stöðuna sem er komin upp hjá Liverpool. Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, gaf það í skyn í viðtali að sökin liggi líka hjá hinum leikmönnum Liverpool. Florian Wirtz hefur spilað ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni, samtals í 693 mínútur, án þess að skora eða leggja upp mark. „Það er ljóst að Liverpool-liðið hefur ekki sama stöðugleika og í fyrra. Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum með því að nýta eitthvað af þessum færum sem hann er að búa til fyrir þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Ekki búinn að gefa stoðsendingu Wirtz á vissulega eftir að gefa stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni en hefur búið til sextán marktækifæri fyrir liðið í þessum ellefu leikjum. Liverpool vann fimm fyrstu leiki sína en síðan hafa fimm af síðustu sex leikjum tapast. Wirtz var fastamaður framan af en hefur verið inn og út úr liðinu í síðustu leikjum. „Staðan í heild sinni gerir Florian ekki auðvelt fyrir heldur. Það er mun erfiðara að komast inn í liðið núna. Að lokum er heildarstaðan sú að hann þarf bara aðeins meiri tíma, sem er eðlilegt,“ sagði Nagelsmann. Wirtz hefur reynt tólf skot og er með 1,30 xG, meintum mörkum án þess að finna leiðina í netið. Hreinsað hugann hér Wirtz á líka enn eftir að skora fyrir Liverpool í öllum keppnum en gaf tvær stoðsendingar í Meistaradeildinni og eina stoðsendingu í leiknum um Samfélagskjöldinn. „Við vitum öll hvers hann er megnugur og það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður á hans aldri gangi í gegnum smá lægð í formi. Við getum ekki búist við því að hann spili á sama getustigi í þrjú ár í röð. Þess í stað þurfum við að styðja hann svo hann geti hreinsað hugann hér,“ sagði Nagelsmann. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, gaf það í skyn í viðtali að sökin liggi líka hjá hinum leikmönnum Liverpool. Florian Wirtz hefur spilað ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni, samtals í 693 mínútur, án þess að skora eða leggja upp mark. „Það er ljóst að Liverpool-liðið hefur ekki sama stöðugleika og í fyrra. Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum með því að nýta eitthvað af þessum færum sem hann er að búa til fyrir þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Ekki búinn að gefa stoðsendingu Wirtz á vissulega eftir að gefa stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni en hefur búið til sextán marktækifæri fyrir liðið í þessum ellefu leikjum. Liverpool vann fimm fyrstu leiki sína en síðan hafa fimm af síðustu sex leikjum tapast. Wirtz var fastamaður framan af en hefur verið inn og út úr liðinu í síðustu leikjum. „Staðan í heild sinni gerir Florian ekki auðvelt fyrir heldur. Það er mun erfiðara að komast inn í liðið núna. Að lokum er heildarstaðan sú að hann þarf bara aðeins meiri tíma, sem er eðlilegt,“ sagði Nagelsmann. Wirtz hefur reynt tólf skot og er með 1,30 xG, meintum mörkum án þess að finna leiðina í netið. Hreinsað hugann hér Wirtz á líka enn eftir að skora fyrir Liverpool í öllum keppnum en gaf tvær stoðsendingar í Meistaradeildinni og eina stoðsendingu í leiknum um Samfélagskjöldinn. „Við vitum öll hvers hann er megnugur og það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður á hans aldri gangi í gegnum smá lægð í formi. Við getum ekki búist við því að hann spili á sama getustigi í þrjú ár í röð. Þess í stað þurfum við að styðja hann svo hann geti hreinsað hugann hér,“ sagði Nagelsmann. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira