Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 16:01 Elena Rybakina kyssir Billie Jean King bikarinn eftir sigur sinn um helgina. Getty/Clicks Images Elena Rybakina fagnaði sigri á lokamóti WTA tennismótaraðarinnar um helgina þegar hún sigraði efstu konu heimslistans. Hún kom sér þó í fréttirnar fyrir það sem hún gerði ekki í verðlaunaafhendingunni. Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025 Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025
Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum