Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 11. nóvember 2025 13:32 Áróðursmaðurinn Stefán Einar Stefánsson (SES) skrifaði grein í Morgunblaðið þ. 7. nóvember sl. Fyrirsögn greinarinnar, „Er hætta á annarri helför“ segir mikið og margt um Stefán Einar. Helför er í hans augum eingöngu tengd morðum og ofsóknum gegn gyðingum. Sem gegnheill síonisti styður SES Ísrael gegnum þykkt og þunnt og ber greinin þess merki. Grein SES á að vera umfjöllun um nýútkomna bók, „Helförin“ eftir breska sagnfræðinginn Laurence Rees í þýðingu Jóns Þ. Þórs. En sem trúfastur síonisti reynir SES ekki að draga lærdóma af sögunni og fjalla um grundvöll ofsókna gegn gyðingum og mörgum öðrum trúflokkum og hópum. SES beinir athygli sinni og andúð að fólkinu sem andmælir þeirri helför sem er á fullu á Gazaströndinni. Þar framkvæmir síoniskur her helför í beinni útsendingu. Það er þjóðarmorð gegn Palestínumönnum sem heimurinn horfir uppá. Rætur hatursins Í bók sinni greinir Laurence Rees frá uppgangi nasismans. Hann fjallar um hvernig hópar Þjóðverja beindu reiði sinni yfir lökum lífskjörum að gyðingum og kenndu þeim um allt sem miður fór. Það var ekki svo langsótt að gera gyðinga að blórabögglum, gyðingahatur og ofsóknir gegn þeim áttu sér aldalanga sögu í Evrópu. Áróður nasista gegn gyðingum og meintan þátt þeirra í niðurlægingu Þýskalands átti því sterkan hljómgrunn meðal almennings. Í fyrsta kafla bókarinnar um Helförina, Rætur hatursins, segir Rees frá uppgangi þjóðernishyggjunnar, upphafningu þess að vera „völkisch“ - þjóðlegur. Og í því mengi voru engir gyðingar, það voru hinir hreinu, „alvöru Þjóðverjar“, sem var kennt að hata þá sem féllu ekki í þjóðlega hópinn; der volk. Nasistar sögðu gyðinga vera kynþátt sem ógnaði hinum hreina kynstofni Aría og líktu þeim við rottur sem nöguðu undirstöður ríkisins. Við lestur þessara lýsinga á framferði nasista leitar hugur þeirra sem hafa kynnt sér síonismann til ástandsins í Ísrael. Þar hafa Palestínumenn fengið hlutverk gyðinganna ofsóttu. Hermennirnir sem drepa börn á Gaza eru skilgetin afkvæmi síoniskrar yfirburðahyggju sem endurspeglast í orðum valdhafanna í Ísrael um að Palestínumenn séu skepnur í mannsmynd. Hlutskipti Palestínumanna í ljósi sögunnar Í bók Laurence Rees, sem Stefán Einar notar ranglega sem útgangspunkt síoniskrar áróðurshrinu, eru lýsandi dæmi sem segja okkur hver staðan er í dag; að síonistar feta í fótspor nasistanna sem stóðu fyrir helförinni. Á blaðsíðu 14 í bókinni segir um hlutskipti gyðinga í Evrópu í árahundruð: „Í mörgum löndum var gyðingum bannað að eiga land, að stunda ákveðnar atvinnugreinar og að búa þar sem þeir helst vildu. Í ýmsum evrópskum borgum voru gyðingar á ýmsum tímum neyddir til að búa í sérstökum hverfum, gettóum, og til þess að bera sérstök merki á fötum sínum.“ Færum þennan texta til nútímans og setjum þá sem búa við þessi kjör í dag, þ.e. Palestínumenn sem búa við ofurvald síonistanna, í staðin fyrir lýsinguna á aðstæðum gyðinga sem voru ofsóttir um aldir. Frásögnin verður þá svona: Í Ísrael er Palestínumönnum bannað að eiga land, að stunda ákveðnar atvinnugreinar og að búa þar sem þeir helst vildu. Í Ísrael eru Palestínumenn neyddir til að búa í sérstökum hverfum, gettóum, og til þess að bera sérstök skilríki hvert sem þeir fara. Skoðum þetta nánar: Í Ísrael eru Palestínumenn sviptir landareignum sínum. Í Ísrael er öðrum en gyðingum og afkomendum þeirra bannað að búa í um 93% landsins. Á Vesturbakkanum búa Palestínumenn á afmörkuðum svæðum umkringdir herstöðvum og innilokaðir með 8 metra háum múr. Á Gaza eru tvær milljónir Gazabúa á bakvið múra, engin fær að yfirgefa Gaza eða fara þangað nema með leyfi ísraelska hersins. Palestínumenn verða ætíð að bera á sér sérstök skilríki sem Ísraelsríki gefur út og skilgreina þá út frá uppruna og segja til um hvert þeir mega ferðast og hvert ekki. Þetta er síonisminn í framkvæmd. „Ásetningur um að útrýma...“ Hugtakið helför (e. Holocaust) merkir í raun það sama og orðið þjóðarmorð sem við notum yfir enska hugtakið genocide* (þýska: Völkermord). Það var pólski lögfræðingurinn Raphael Lemkin sem birti skilgreininguna á genocide árið 1944. Lemkin, sem var af gyðingaættum missti sjálfur 49 ættingja í helför nasista. Hann bjó til hugtakið genocide til að lýsa útrýmingarherferð sem Þýskaland nasismans stóð fyrir í tilraun til að þurrka út heila hópa á grundvelli uppruna og fleiri þátta. Helförin beindist fyrst og fremst gegn gyðingum en einnig gegn samkynhneigðum, Romafólki, pólitískum andstæðingum nasista og fötluðum. ** Árið 1946 skilgreindu Sameinuðu þjóðirnar þjóðarmorð/genocide sem „Ásetning um að útrýma, að hluta til eða að öllu leyti, þjóðernis-, kynþátta- eða trúarhópi“: að drepa meðlimi, valda alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, skapa af ásettu ráði lífsskilyrði til að útrýma hópnum, grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir fæðingar eða flytja börn með valdi.“ Síonistar hafa reynt að einoka orðið helför/holocaust***, að það nái eingöngu yfir útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. Síonistar neita að draga almennan lærdóm af glæpum nasista, lærdóm sem segir okkur að þjóðernis- og kynþáttahyggjan, hatur á öðrum hópum eða þjóðum, er grunnurinn sem getur af sér ofsóknir og fjöldamorð. Stefán Einar fylgir þeirri stefnu. Hugtakið er í meðförum síonista pólitískt áróðursvopn sem þeir nota óspart ásamt því að saka alla sem andmæla síonisma og síonistaríkinu Ísrael um gyðingahatur. Stefán Einar Stefánsson bregst ekki á þeim vettvangi, það er í raun aðalinntakið í hans málflutningi. From the River to the Sea Stefán Einar varpar fram spurningunni: „hvort hætta sé á annarri helför, líkri þeirri sem átti sér stað um miðjan fimmta áratug síðustu aldar og kostaði sex milljónir gyðinga lífið?“ Síonistinn SES heldur sig auðvitað við þá afstöðu að orðið helför snúi eingöngu að ofsóknum gegn gyðingum. Vangaveltur SES eru allar sama marki brenndar; þeir sem andmæla helförinni sem nú á sér stað í Palestínu eru í raun að stuðla að helför gegn gyðingum. SES tekur ýmis dæmi um slagorð mótmælenda sem „lýsa gyðingahatri“. Stuðningsfólk frjálsar Palestínu um allan heim hrópa m.a. „From the River to the Sea, Palestine will be free!“ Þetta segir SES vera „lýsandi og segir frá markmiði sem hópurinn hefur sett sér...þ.e. að Ísraelsríki verði lagt að velli.“ Stefán Einar tekur ekki fram í grein sinni að Netanyahu forsætisráðherra Ísraels notar svipað slagorð með öðru innihaldi. „From the river to the sea“ er yfirlýsing hans um að Ísrael nái yfir alla fyrrum Palestínu og nokkra landskika til viðbótar. Netanyahu hefur reyndar gengið lengra og lýst sig fylgjandi hugmyndum síonista um „Stór Ísrael“, land sem nær yfir Palestínu, hluta Líbanons, hluta Sýrlands og Egyptalands. Og ef Stefán Einar hefur ekki lesið sk. grunnlög Ísraels þá er rétt að birta hér smá úrdrátt úr lögum frá 2018: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina“ Það fer ekki á milli mála að síonistar ætla Palestínumönnum engan stað og engin réttindi. Til upplýsingar þá er sögnin í „From the River to the Sea, Palestine will bee Free!“ sú að afnema kynþáttaaðskilnaðarríkið Ísrael og byggja upp lýðræðisríki þar sem allir, Palestínumen, gyðingar, Ísraelar, Drúsar og önnur þjóðarbrot hafa sama rétt, að allir sem aðhyllast gyðingdóm, Islam, kristni eða eru veraldlega þenkjandi búi við sömu réttindi. Þetta hugnast Stefáni Einari ekki að sjálfsögðu, hann styður yfirburðarhyggju (rasisma) síonismans. Hann telur að Palestínumenn eigi engan rétt, þeir skulu búa í gettóum líkt og Gaza og svæðum á Vesturbakkanum sem eru umkringd háum múrum síonistanna - sem Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt ólöglega. Rætur síonismans Stefáni til upplýsingar þá voru það ekki gyðingarnir sem lifðu af útrýmingarherferð nasistanna sem mótuð pólitík síonismans. Það voru veraldlega sinnaðir Evrópumenn af gyðingaættum sem voru þar að verki. Sú staðreynd að hugmyndir síonistanna byggðu á hreinni nýlendustefnu og rasískum undirtónum angraði ekki forystumennina. Hugmyndir þeirra voru mótaðar á blómatíma þjóðernisstefnu og nýlendukúgunar heimsveldanna og fengu stuðning frá helstu forsprökkum breska heimsveldisins. Það skipti þá engu að í Palestínu sem þeir ágirntust bjó fólk með yfir 4000 ára sögu í því landi. Tenging síonista við gyðingdóminn var sett fram til þess að auka fylgi stefnunnar meðal gyðinga í Evrópu. Yfirleitt voru gyðingar á móti síonismanum, byrinn í segl forystumanna síonista, þ.á.m. Ben-Gurion og félaga, kom að lokinni heimsstyrjöldinni, þegar eftirlifendur glæpaverka nasistanna vildu ekki búa áfram í Evrópu, gekk illa að fá landvist á Vesturlöndum og var beint til Palestínu. Stefán Einar er áróðursmaður en ekki blaðamaður. Grunnstef í áróðri hans er að hrópa „gyðingahatur!“ ef einhver segir sannleikann um Ísrael. Hann getur ekki fjallað um þessi mál af heiðarleika eða þekkingu - því hann hefur hvorugt . Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. *Gríska orðið Genos þýðir fjölskylda, ættflokkur, kynþáttur, kynstofn, ætt, frændfólk. Cide, sem er latína og þýðir dráp eða að drepa. ** Það eru ekki til nákvæmar upplýsingar um fjölda þeirra almennu borgara sem nasistar drápu. Eftirfarandi upplýsingar eru frá United States Holocaust Memorial Museum, Washington, DC. Gyðingar, 5,7 - 7 milljónir. Pólverjar, ekki gyðingar, 1,8 milljón, Romafólk 250 - 500,000. Samkynhneigðir um 30,000. Fatlaðir 250 - 300,000. Nasistar drápu einnig um 3,3 milljónir sovéskra stríðsfanga. Auk þessara morða drápu nasistar Votta Jehóva, blökkumenn, tugþúsundir þýskra kommúnista og sósíaldemókrata. Samverkamenn nasista drápu einnig 310,000 Serba. *** Orðið Holocaust er úr grísku, holokauston, sem þýðir brennifórn og var upprunalega notað til að lýsa fjöldamorðum. Í dag orðið notað yfir fjöldamorð nasista gegn gyðingum og öðrum hópum. Talið er að nasistar hafi drepið um ellefu milljónir í Helförinni, þar af um sex milljónir gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Áróðursmaðurinn Stefán Einar Stefánsson (SES) skrifaði grein í Morgunblaðið þ. 7. nóvember sl. Fyrirsögn greinarinnar, „Er hætta á annarri helför“ segir mikið og margt um Stefán Einar. Helför er í hans augum eingöngu tengd morðum og ofsóknum gegn gyðingum. Sem gegnheill síonisti styður SES Ísrael gegnum þykkt og þunnt og ber greinin þess merki. Grein SES á að vera umfjöllun um nýútkomna bók, „Helförin“ eftir breska sagnfræðinginn Laurence Rees í þýðingu Jóns Þ. Þórs. En sem trúfastur síonisti reynir SES ekki að draga lærdóma af sögunni og fjalla um grundvöll ofsókna gegn gyðingum og mörgum öðrum trúflokkum og hópum. SES beinir athygli sinni og andúð að fólkinu sem andmælir þeirri helför sem er á fullu á Gazaströndinni. Þar framkvæmir síoniskur her helför í beinni útsendingu. Það er þjóðarmorð gegn Palestínumönnum sem heimurinn horfir uppá. Rætur hatursins Í bók sinni greinir Laurence Rees frá uppgangi nasismans. Hann fjallar um hvernig hópar Þjóðverja beindu reiði sinni yfir lökum lífskjörum að gyðingum og kenndu þeim um allt sem miður fór. Það var ekki svo langsótt að gera gyðinga að blórabögglum, gyðingahatur og ofsóknir gegn þeim áttu sér aldalanga sögu í Evrópu. Áróður nasista gegn gyðingum og meintan þátt þeirra í niðurlægingu Þýskalands átti því sterkan hljómgrunn meðal almennings. Í fyrsta kafla bókarinnar um Helförina, Rætur hatursins, segir Rees frá uppgangi þjóðernishyggjunnar, upphafningu þess að vera „völkisch“ - þjóðlegur. Og í því mengi voru engir gyðingar, það voru hinir hreinu, „alvöru Þjóðverjar“, sem var kennt að hata þá sem féllu ekki í þjóðlega hópinn; der volk. Nasistar sögðu gyðinga vera kynþátt sem ógnaði hinum hreina kynstofni Aría og líktu þeim við rottur sem nöguðu undirstöður ríkisins. Við lestur þessara lýsinga á framferði nasista leitar hugur þeirra sem hafa kynnt sér síonismann til ástandsins í Ísrael. Þar hafa Palestínumenn fengið hlutverk gyðinganna ofsóttu. Hermennirnir sem drepa börn á Gaza eru skilgetin afkvæmi síoniskrar yfirburðahyggju sem endurspeglast í orðum valdhafanna í Ísrael um að Palestínumenn séu skepnur í mannsmynd. Hlutskipti Palestínumanna í ljósi sögunnar Í bók Laurence Rees, sem Stefán Einar notar ranglega sem útgangspunkt síoniskrar áróðurshrinu, eru lýsandi dæmi sem segja okkur hver staðan er í dag; að síonistar feta í fótspor nasistanna sem stóðu fyrir helförinni. Á blaðsíðu 14 í bókinni segir um hlutskipti gyðinga í Evrópu í árahundruð: „Í mörgum löndum var gyðingum bannað að eiga land, að stunda ákveðnar atvinnugreinar og að búa þar sem þeir helst vildu. Í ýmsum evrópskum borgum voru gyðingar á ýmsum tímum neyddir til að búa í sérstökum hverfum, gettóum, og til þess að bera sérstök merki á fötum sínum.“ Færum þennan texta til nútímans og setjum þá sem búa við þessi kjör í dag, þ.e. Palestínumenn sem búa við ofurvald síonistanna, í staðin fyrir lýsinguna á aðstæðum gyðinga sem voru ofsóttir um aldir. Frásögnin verður þá svona: Í Ísrael er Palestínumönnum bannað að eiga land, að stunda ákveðnar atvinnugreinar og að búa þar sem þeir helst vildu. Í Ísrael eru Palestínumenn neyddir til að búa í sérstökum hverfum, gettóum, og til þess að bera sérstök skilríki hvert sem þeir fara. Skoðum þetta nánar: Í Ísrael eru Palestínumenn sviptir landareignum sínum. Í Ísrael er öðrum en gyðingum og afkomendum þeirra bannað að búa í um 93% landsins. Á Vesturbakkanum búa Palestínumenn á afmörkuðum svæðum umkringdir herstöðvum og innilokaðir með 8 metra háum múr. Á Gaza eru tvær milljónir Gazabúa á bakvið múra, engin fær að yfirgefa Gaza eða fara þangað nema með leyfi ísraelska hersins. Palestínumenn verða ætíð að bera á sér sérstök skilríki sem Ísraelsríki gefur út og skilgreina þá út frá uppruna og segja til um hvert þeir mega ferðast og hvert ekki. Þetta er síonisminn í framkvæmd. „Ásetningur um að útrýma...“ Hugtakið helför (e. Holocaust) merkir í raun það sama og orðið þjóðarmorð sem við notum yfir enska hugtakið genocide* (þýska: Völkermord). Það var pólski lögfræðingurinn Raphael Lemkin sem birti skilgreininguna á genocide árið 1944. Lemkin, sem var af gyðingaættum missti sjálfur 49 ættingja í helför nasista. Hann bjó til hugtakið genocide til að lýsa útrýmingarherferð sem Þýskaland nasismans stóð fyrir í tilraun til að þurrka út heila hópa á grundvelli uppruna og fleiri þátta. Helförin beindist fyrst og fremst gegn gyðingum en einnig gegn samkynhneigðum, Romafólki, pólitískum andstæðingum nasista og fötluðum. ** Árið 1946 skilgreindu Sameinuðu þjóðirnar þjóðarmorð/genocide sem „Ásetning um að útrýma, að hluta til eða að öllu leyti, þjóðernis-, kynþátta- eða trúarhópi“: að drepa meðlimi, valda alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, skapa af ásettu ráði lífsskilyrði til að útrýma hópnum, grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir fæðingar eða flytja börn með valdi.“ Síonistar hafa reynt að einoka orðið helför/holocaust***, að það nái eingöngu yfir útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. Síonistar neita að draga almennan lærdóm af glæpum nasista, lærdóm sem segir okkur að þjóðernis- og kynþáttahyggjan, hatur á öðrum hópum eða þjóðum, er grunnurinn sem getur af sér ofsóknir og fjöldamorð. Stefán Einar fylgir þeirri stefnu. Hugtakið er í meðförum síonista pólitískt áróðursvopn sem þeir nota óspart ásamt því að saka alla sem andmæla síonisma og síonistaríkinu Ísrael um gyðingahatur. Stefán Einar Stefánsson bregst ekki á þeim vettvangi, það er í raun aðalinntakið í hans málflutningi. From the River to the Sea Stefán Einar varpar fram spurningunni: „hvort hætta sé á annarri helför, líkri þeirri sem átti sér stað um miðjan fimmta áratug síðustu aldar og kostaði sex milljónir gyðinga lífið?“ Síonistinn SES heldur sig auðvitað við þá afstöðu að orðið helför snúi eingöngu að ofsóknum gegn gyðingum. Vangaveltur SES eru allar sama marki brenndar; þeir sem andmæla helförinni sem nú á sér stað í Palestínu eru í raun að stuðla að helför gegn gyðingum. SES tekur ýmis dæmi um slagorð mótmælenda sem „lýsa gyðingahatri“. Stuðningsfólk frjálsar Palestínu um allan heim hrópa m.a. „From the River to the Sea, Palestine will be free!“ Þetta segir SES vera „lýsandi og segir frá markmiði sem hópurinn hefur sett sér...þ.e. að Ísraelsríki verði lagt að velli.“ Stefán Einar tekur ekki fram í grein sinni að Netanyahu forsætisráðherra Ísraels notar svipað slagorð með öðru innihaldi. „From the river to the sea“ er yfirlýsing hans um að Ísrael nái yfir alla fyrrum Palestínu og nokkra landskika til viðbótar. Netanyahu hefur reyndar gengið lengra og lýst sig fylgjandi hugmyndum síonista um „Stór Ísrael“, land sem nær yfir Palestínu, hluta Líbanons, hluta Sýrlands og Egyptalands. Og ef Stefán Einar hefur ekki lesið sk. grunnlög Ísraels þá er rétt að birta hér smá úrdrátt úr lögum frá 2018: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina“ Það fer ekki á milli mála að síonistar ætla Palestínumönnum engan stað og engin réttindi. Til upplýsingar þá er sögnin í „From the River to the Sea, Palestine will bee Free!“ sú að afnema kynþáttaaðskilnaðarríkið Ísrael og byggja upp lýðræðisríki þar sem allir, Palestínumen, gyðingar, Ísraelar, Drúsar og önnur þjóðarbrot hafa sama rétt, að allir sem aðhyllast gyðingdóm, Islam, kristni eða eru veraldlega þenkjandi búi við sömu réttindi. Þetta hugnast Stefáni Einari ekki að sjálfsögðu, hann styður yfirburðarhyggju (rasisma) síonismans. Hann telur að Palestínumenn eigi engan rétt, þeir skulu búa í gettóum líkt og Gaza og svæðum á Vesturbakkanum sem eru umkringd háum múrum síonistanna - sem Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt ólöglega. Rætur síonismans Stefáni til upplýsingar þá voru það ekki gyðingarnir sem lifðu af útrýmingarherferð nasistanna sem mótuð pólitík síonismans. Það voru veraldlega sinnaðir Evrópumenn af gyðingaættum sem voru þar að verki. Sú staðreynd að hugmyndir síonistanna byggðu á hreinni nýlendustefnu og rasískum undirtónum angraði ekki forystumennina. Hugmyndir þeirra voru mótaðar á blómatíma þjóðernisstefnu og nýlendukúgunar heimsveldanna og fengu stuðning frá helstu forsprökkum breska heimsveldisins. Það skipti þá engu að í Palestínu sem þeir ágirntust bjó fólk með yfir 4000 ára sögu í því landi. Tenging síonista við gyðingdóminn var sett fram til þess að auka fylgi stefnunnar meðal gyðinga í Evrópu. Yfirleitt voru gyðingar á móti síonismanum, byrinn í segl forystumanna síonista, þ.á.m. Ben-Gurion og félaga, kom að lokinni heimsstyrjöldinni, þegar eftirlifendur glæpaverka nasistanna vildu ekki búa áfram í Evrópu, gekk illa að fá landvist á Vesturlöndum og var beint til Palestínu. Stefán Einar er áróðursmaður en ekki blaðamaður. Grunnstef í áróðri hans er að hrópa „gyðingahatur!“ ef einhver segir sannleikann um Ísrael. Hann getur ekki fjallað um þessi mál af heiðarleika eða þekkingu - því hann hefur hvorugt . Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. *Gríska orðið Genos þýðir fjölskylda, ættflokkur, kynþáttur, kynstofn, ætt, frændfólk. Cide, sem er latína og þýðir dráp eða að drepa. ** Það eru ekki til nákvæmar upplýsingar um fjölda þeirra almennu borgara sem nasistar drápu. Eftirfarandi upplýsingar eru frá United States Holocaust Memorial Museum, Washington, DC. Gyðingar, 5,7 - 7 milljónir. Pólverjar, ekki gyðingar, 1,8 milljón, Romafólk 250 - 500,000. Samkynhneigðir um 30,000. Fatlaðir 250 - 300,000. Nasistar drápu einnig um 3,3 milljónir sovéskra stríðsfanga. Auk þessara morða drápu nasistar Votta Jehóva, blökkumenn, tugþúsundir þýskra kommúnista og sósíaldemókrata. Samverkamenn nasista drápu einnig 310,000 Serba. *** Orðið Holocaust er úr grísku, holokauston, sem þýðir brennifórn og var upprunalega notað til að lýsa fjöldamorðum. Í dag orðið notað yfir fjöldamorð nasista gegn gyðingum og öðrum hópum. Talið er að nasistar hafi drepið um ellefu milljónir í Helförinni, þar af um sex milljónir gyðinga.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar