Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 10:00 Ísold Sævarsdóttir hefur valið Georgíuháskóla og mun stunda þar nám og keppa með bolabítum skólans. @isoldsaevars Íslenska sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir hefur valið sér bandarískan háskóla en þrír skólar voru á eftir þessari frábæru íþróttakonu. Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars) Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira