„Þjálfun snýst um samskipti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 14:33 Pekka Salminen stýrir íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld. Sýn Sport Pekka Salminen hefur þurft að bíða lengi eftir fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands. Finninn tók við íslenska kvennalandsliðinu í mars en í kvöld, rúmum sjö mánuðum síðar, er komið að fyrsta leiknum sem er á móti Serbíu á Ásvöllum. Valur Páll Eiríksson hitti Pekka á æfingu fyrir leikinn. Hann spurði þann finnska út í þessa löngu bið. „Þetta er búin að vera löng bið en þetta er auðvitað spennandi og í heildina er frábært að sjá liðið koma saman. Þetta er góð deild sem þær spila í, virkilega góð deild og það er ákveðinn liðsandi hérna. Ég held að þetta verði frábært og ég get ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Pekka Salminen. @kkikarfa Hefur horft á alla leikina hjá stelpunum Hvernig hefur hann nýtt þessa sjö mánuði síðan hann var ráðinn? „Við vorum með æfingabúðir hér, svo var ég með U20 liðinu í Portúgal á Evrópumeistaramótinu og ég hef horft á alla leikina sem þær spila. Kolbrún [María Ármannsdóttir] er að spila í Þýskalandi og ég hef ekki séð alla leikina hennar en ég hef séð alla leikina á Íslandi. Ég hef verið að tala við fólk. Þjálfun snýst um samskipti, um sambönd, þannig að ég hef verið mikið í textaskilaboðum og símtölum og þess háttar. Þetta er það sem við höfum verið að gera og ég held að við séum nákvæmlega þar sem við viljum vera á þessum tímapunkti,“ sagði Pekka. Byrjaði svolítið ruglingslega Hvernig hafa þessar æfingar gengið í þessum glugga núna? „Þetta byrjaði svolítið ruglingslega. Við erum að reyna að gera eitthvað sem þær hafa ekki gert áður. Þetta er að verða betra og betra og síðustu tvær æfingar hafa verið virkilega góðar. Þannig að við munum sjá aðeins öðruvísi íslenskt lið,“ sagði Pekka. Klippa: Hefur séð alla leikina hjá íslensku stelpunum Valur Páll vildi fá að vita meira um hvað við munum sjá sem er öðruvísi. „Já, fyrst af öllu verð ég að segja að í síðasta glugga með hinum þjálfurunum þá spiluðu þær virkilega vel. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir því hvernig þær spiluðu. Það er bara ég sem vil spila mun hraðar. Ég er ekki að tala um hraða, að fara yfir allan völlinn. Ég ætla líka að spila hratt á hálfum velli,“ sagði Pekka. Allt þarf að vera á háum hraða „Þannig að það verður mikil hreyfing, mikið af mismunandi aðgerðum til að verjast. Allt þarf að vera á háum hraða, allt þarf að gerast á ferðinni. Þannig að hraðinn á hálfum velli verður eitthvað sem landslið Serbíu þekkir að spila gegn eða nokkur annar er vanur að spila á móti,“ sagði Pekka. Hvers konar leikjum megum við búast við gegn bæði Serbíu og Portúgal? „Við vitum það ekki. Serbneska liðið er með nýjan þjálfara en þær eru með nokkurn veginn sama lið og þær voru með á EM og nokkurn veginn sama lið og þær voru með á Ólympíuleikunum, sömu leikmenn. Ég veit ekki hversu marga daga þær hafa æft með sama nýja þjálfaranum. Þær verða virkilega, virkilega agaðar. Þær verða virkilega sterkar líkamlega. Við þurfum að vera tilbúin fyrir það. Portúgal er aðeins önnur saga. Þær eru líka líkamlega sterkar, en þær spila svolítið eins og við viljum spila á hálfum velli,“ sagði Pekka. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Pekka á æfingu fyrir leikinn. Hann spurði þann finnska út í þessa löngu bið. „Þetta er búin að vera löng bið en þetta er auðvitað spennandi og í heildina er frábært að sjá liðið koma saman. Þetta er góð deild sem þær spila í, virkilega góð deild og það er ákveðinn liðsandi hérna. Ég held að þetta verði frábært og ég get ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Pekka Salminen. @kkikarfa Hefur horft á alla leikina hjá stelpunum Hvernig hefur hann nýtt þessa sjö mánuði síðan hann var ráðinn? „Við vorum með æfingabúðir hér, svo var ég með U20 liðinu í Portúgal á Evrópumeistaramótinu og ég hef horft á alla leikina sem þær spila. Kolbrún [María Ármannsdóttir] er að spila í Þýskalandi og ég hef ekki séð alla leikina hennar en ég hef séð alla leikina á Íslandi. Ég hef verið að tala við fólk. Þjálfun snýst um samskipti, um sambönd, þannig að ég hef verið mikið í textaskilaboðum og símtölum og þess háttar. Þetta er það sem við höfum verið að gera og ég held að við séum nákvæmlega þar sem við viljum vera á þessum tímapunkti,“ sagði Pekka. Byrjaði svolítið ruglingslega Hvernig hafa þessar æfingar gengið í þessum glugga núna? „Þetta byrjaði svolítið ruglingslega. Við erum að reyna að gera eitthvað sem þær hafa ekki gert áður. Þetta er að verða betra og betra og síðustu tvær æfingar hafa verið virkilega góðar. Þannig að við munum sjá aðeins öðruvísi íslenskt lið,“ sagði Pekka. Klippa: Hefur séð alla leikina hjá íslensku stelpunum Valur Páll vildi fá að vita meira um hvað við munum sjá sem er öðruvísi. „Já, fyrst af öllu verð ég að segja að í síðasta glugga með hinum þjálfurunum þá spiluðu þær virkilega vel. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir því hvernig þær spiluðu. Það er bara ég sem vil spila mun hraðar. Ég er ekki að tala um hraða, að fara yfir allan völlinn. Ég ætla líka að spila hratt á hálfum velli,“ sagði Pekka. Allt þarf að vera á háum hraða „Þannig að það verður mikil hreyfing, mikið af mismunandi aðgerðum til að verjast. Allt þarf að vera á háum hraða, allt þarf að gerast á ferðinni. Þannig að hraðinn á hálfum velli verður eitthvað sem landslið Serbíu þekkir að spila gegn eða nokkur annar er vanur að spila á móti,“ sagði Pekka. Hvers konar leikjum megum við búast við gegn bæði Serbíu og Portúgal? „Við vitum það ekki. Serbneska liðið er með nýjan þjálfara en þær eru með nokkurn veginn sama lið og þær voru með á EM og nokkurn veginn sama lið og þær voru með á Ólympíuleikunum, sömu leikmenn. Ég veit ekki hversu marga daga þær hafa æft með sama nýja þjálfaranum. Þær verða virkilega, virkilega agaðar. Þær verða virkilega sterkar líkamlega. Við þurfum að vera tilbúin fyrir það. Portúgal er aðeins önnur saga. Þær eru líka líkamlega sterkar, en þær spila svolítið eins og við viljum spila á hálfum velli,“ sagði Pekka. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Sjá meira