„Þjálfun snýst um samskipti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 14:33 Pekka Salminen stýrir íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld. Sýn Sport Pekka Salminen hefur þurft að bíða lengi eftir fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands. Finninn tók við íslenska kvennalandsliðinu í mars en í kvöld, rúmum sjö mánuðum síðar, er komið að fyrsta leiknum sem er á móti Serbíu á Ásvöllum. Valur Páll Eiríksson hitti Pekka á æfingu fyrir leikinn. Hann spurði þann finnska út í þessa löngu bið. „Þetta er búin að vera löng bið en þetta er auðvitað spennandi og í heildina er frábært að sjá liðið koma saman. Þetta er góð deild sem þær spila í, virkilega góð deild og það er ákveðinn liðsandi hérna. Ég held að þetta verði frábært og ég get ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Pekka Salminen. @kkikarfa Hefur horft á alla leikina hjá stelpunum Hvernig hefur hann nýtt þessa sjö mánuði síðan hann var ráðinn? „Við vorum með æfingabúðir hér, svo var ég með U20 liðinu í Portúgal á Evrópumeistaramótinu og ég hef horft á alla leikina sem þær spila. Kolbrún [María Ármannsdóttir] er að spila í Þýskalandi og ég hef ekki séð alla leikina hennar en ég hef séð alla leikina á Íslandi. Ég hef verið að tala við fólk. Þjálfun snýst um samskipti, um sambönd, þannig að ég hef verið mikið í textaskilaboðum og símtölum og þess háttar. Þetta er það sem við höfum verið að gera og ég held að við séum nákvæmlega þar sem við viljum vera á þessum tímapunkti,“ sagði Pekka. Byrjaði svolítið ruglingslega Hvernig hafa þessar æfingar gengið í þessum glugga núna? „Þetta byrjaði svolítið ruglingslega. Við erum að reyna að gera eitthvað sem þær hafa ekki gert áður. Þetta er að verða betra og betra og síðustu tvær æfingar hafa verið virkilega góðar. Þannig að við munum sjá aðeins öðruvísi íslenskt lið,“ sagði Pekka. Klippa: Hefur séð alla leikina hjá íslensku stelpunum Valur Páll vildi fá að vita meira um hvað við munum sjá sem er öðruvísi. „Já, fyrst af öllu verð ég að segja að í síðasta glugga með hinum þjálfurunum þá spiluðu þær virkilega vel. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir því hvernig þær spiluðu. Það er bara ég sem vil spila mun hraðar. Ég er ekki að tala um hraða, að fara yfir allan völlinn. Ég ætla líka að spila hratt á hálfum velli,“ sagði Pekka. Allt þarf að vera á háum hraða „Þannig að það verður mikil hreyfing, mikið af mismunandi aðgerðum til að verjast. Allt þarf að vera á háum hraða, allt þarf að gerast á ferðinni. Þannig að hraðinn á hálfum velli verður eitthvað sem landslið Serbíu þekkir að spila gegn eða nokkur annar er vanur að spila á móti,“ sagði Pekka. Hvers konar leikjum megum við búast við gegn bæði Serbíu og Portúgal? „Við vitum það ekki. Serbneska liðið er með nýjan þjálfara en þær eru með nokkurn veginn sama lið og þær voru með á EM og nokkurn veginn sama lið og þær voru með á Ólympíuleikunum, sömu leikmenn. Ég veit ekki hversu marga daga þær hafa æft með sama nýja þjálfaranum. Þær verða virkilega, virkilega agaðar. Þær verða virkilega sterkar líkamlega. Við þurfum að vera tilbúin fyrir það. Portúgal er aðeins önnur saga. Þær eru líka líkamlega sterkar, en þær spila svolítið eins og við viljum spila á hálfum velli,“ sagði Pekka. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Pekka á æfingu fyrir leikinn. Hann spurði þann finnska út í þessa löngu bið. „Þetta er búin að vera löng bið en þetta er auðvitað spennandi og í heildina er frábært að sjá liðið koma saman. Þetta er góð deild sem þær spila í, virkilega góð deild og það er ákveðinn liðsandi hérna. Ég held að þetta verði frábært og ég get ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Pekka Salminen. @kkikarfa Hefur horft á alla leikina hjá stelpunum Hvernig hefur hann nýtt þessa sjö mánuði síðan hann var ráðinn? „Við vorum með æfingabúðir hér, svo var ég með U20 liðinu í Portúgal á Evrópumeistaramótinu og ég hef horft á alla leikina sem þær spila. Kolbrún [María Ármannsdóttir] er að spila í Þýskalandi og ég hef ekki séð alla leikina hennar en ég hef séð alla leikina á Íslandi. Ég hef verið að tala við fólk. Þjálfun snýst um samskipti, um sambönd, þannig að ég hef verið mikið í textaskilaboðum og símtölum og þess háttar. Þetta er það sem við höfum verið að gera og ég held að við séum nákvæmlega þar sem við viljum vera á þessum tímapunkti,“ sagði Pekka. Byrjaði svolítið ruglingslega Hvernig hafa þessar æfingar gengið í þessum glugga núna? „Þetta byrjaði svolítið ruglingslega. Við erum að reyna að gera eitthvað sem þær hafa ekki gert áður. Þetta er að verða betra og betra og síðustu tvær æfingar hafa verið virkilega góðar. Þannig að við munum sjá aðeins öðruvísi íslenskt lið,“ sagði Pekka. Klippa: Hefur séð alla leikina hjá íslensku stelpunum Valur Páll vildi fá að vita meira um hvað við munum sjá sem er öðruvísi. „Já, fyrst af öllu verð ég að segja að í síðasta glugga með hinum þjálfurunum þá spiluðu þær virkilega vel. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir því hvernig þær spiluðu. Það er bara ég sem vil spila mun hraðar. Ég er ekki að tala um hraða, að fara yfir allan völlinn. Ég ætla líka að spila hratt á hálfum velli,“ sagði Pekka. Allt þarf að vera á háum hraða „Þannig að það verður mikil hreyfing, mikið af mismunandi aðgerðum til að verjast. Allt þarf að vera á háum hraða, allt þarf að gerast á ferðinni. Þannig að hraðinn á hálfum velli verður eitthvað sem landslið Serbíu þekkir að spila gegn eða nokkur annar er vanur að spila á móti,“ sagði Pekka. Hvers konar leikjum megum við búast við gegn bæði Serbíu og Portúgal? „Við vitum það ekki. Serbneska liðið er með nýjan þjálfara en þær eru með nokkurn veginn sama lið og þær voru með á EM og nokkurn veginn sama lið og þær voru með á Ólympíuleikunum, sömu leikmenn. Ég veit ekki hversu marga daga þær hafa æft með sama nýja þjálfaranum. Þær verða virkilega, virkilega agaðar. Þær verða virkilega sterkar líkamlega. Við þurfum að vera tilbúin fyrir það. Portúgal er aðeins önnur saga. Þær eru líka líkamlega sterkar, en þær spila svolítið eins og við viljum spila á hálfum velli,“ sagði Pekka. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda KR - ÍR | Reykjavíkurslagur í Vesturbæ Grindavík - Ármann | Toppliðið mætir nýliðum ÍA - Stjarnan | Meistararnir á Skaganum Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sjá meira