Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2025 07:02 Skólphreinsistöð Hveragerðisbæjar var tekin í notkun árið 2002 og átti að leysa viðvarandi mengunarvanda í Varmá. Síðan þá hefur íbúum fjölgað verulega. Vísir/Anton Brink Íbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað. Affall frá meira en tveggja áratuga gamalli skólphreinsistöð Hveragerðisbæjar fer út í Varmá. Frá því að stöðin var tekin í notkun hefur Hvergerðingum fjölgað um 75 prósent og annar hún ekki lengur álaginu. Undanfarin ár hefur saurgerlamengun mælst langt yfir viðmiðunarmörkum í Varmá þar sem hún rennur í gegnum Ölfus. Af þessum sökum hefur veiði í ánni, sem er á náttúruminjaskrá Umhverfis- og orkustofnunar, verið bönnuð síðustu þrjú sumur. „Athugið, á þessum stað hafa mælst há gildi kólígerla. Varist snertingu við vatnið. Unnið er að úrbótum,“ segir á skilti sem bannar veiði í Varmá í Ölfusi.Vísir/Anton Brink Fyrir tveimur árum réði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fólki frá því að vera nærri ánni vegna mengunarinnar. Þá hafði magn saurgerla reynst allt að tuttugu og fimm sinnum meira en miðað er við í reglugerðum um ástand vatns þegar sýni voru tekin. Til að bæta gráu ofan á svart drap klór frá sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði fisk í Varmá í apríl. Bæjaryfirvöld gerðu yfirvöldum ekki viðvart um óhappið fyrr en daginn eftir að það átti sér stað. Þetta var annað klórslysið sem olli fiskadauða í ánni á tveimur áratugum. Óhapp við sundlaugina í Laugaskarði varð til þess að klór komst í Varmá og drap seiði og fiska. Enn meiri fiskadauði varð árið 2007 þegar rúmlega þúsund lítrar af óblönduðum klór frá sundlauginni lentu í ánni.Vísir/Anton Brink Um fjörutíu íbúar í nágrenni Varmár skrifuðu undir erindi sem var sent umhverfis- og skipulagsnefnd Ölfuss í haust með formlegum athugasemdum við ástandið. Þar kvörtuðu þeir meðal annars undan því að ekki væri búandi við að klóaklykt legði yfir heilu hverfin í stilltu veðri og norðannátt. „Þetta er eins og að vera með sameign í blokk þar sem sá sem býr efst veitir rusli niður. Það hefur áhrif á þá sem búa fyrir neðan,“ segir Zophonías Friðrik Gunnarsson, formaður Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar sem býr á Læk í Ölfusi. Varmá rennur í gegnum Hveragerði. Skólphreinsistöðin er fyrir neðan þjóðveg 1 en affall frá henni rennur í Varmá, íbúum og veiðimönnum til ama.Vísir/Sara Eins og að standa við rotþró Þegar skólphreinsistöðin var reist upp úr aldamótin var henni ætlað að leysa viðvarandi klóakmengun í Varmá. Ekki leið þó á löngu þar til að hún gerði vart við sig aftur. Björn Kjartansson á Grásteini í Ölfusi, sem er um fimm hundruð metra frá skólphreinsistöðinni, segir smá lykt hafa komið frá ánni í hægri norðanátt, sérstaklega á veturna, síðustu ár. Hann hafi ekki æst sig mikið yfir óþefnum þar sem bæjaryfirvöld í Hveragerði hafi talað á þeim nótum að aðgerðir væru að hefjast til að ráða bót á stöðunni. Skólpmengað vatn í Varmá nærri affalli skólphreinsistöðvar Hveragerðisbæjar. Myndin tók Björn Kjartansson á Grásteini í Ölfusi nú í byrjun hausts.Björn Kjartansson Þegar hann kom heim til sín eitt kvöld í byrjun september hafi síðan verið megnasta lykt á planinu. „Þetta var eins og þú stæðir við rotþró. Þá eiginlega fylltist hjá mér mælirinn,“ segir Björn. Nú sé svo komið að lyktin finnist alla daga. Björn, sem hefur búið beggja vegna sveitarfélagsmarkanna, fullyrðir að fólk veigri sér við að kaupa íbúðir í neðsta hverfi Hveragerðis vegna lyktarinnar frá ánni. Annar fiskadauðinn vegna klórmengunar á átján árum Klórslysið í vor átti sér stað þegar starfsmenn Hveragerðisbæjar endurnýjuðu klórgeymi við sundlaugina í Laugaskarði. Botn í gamla geyminum gaf sig þegar honum var lyft upp þannig að klór sem var eftir í honum rann út í læk neðan við geymsluna og þaðan út í Varmá. Áætlað var að um þrjátíu til fimmtíu lítrar af fimmtán prósent klórlausn hefðu farið í lækinn, að því er sagði í bréfi sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sendi Hveragerðisbæ 8. apríl. Affall frá sundlauginni í Laugaskarði út í Varmá. Klór barst út í læk sem rennur í ána í apríl.Vísir/Anton Brink Engu að síður bliknaði slysið í apríl í samanburði við það sem átti sér stað í lok nóvember árið 2007. Þá er áætlað að rúmlega þúsund lítrar af óblönduðum klór hafi runnið frá sundlauginni í Laugaskarði út í ána. Seiði og stærri fiskar drápust á að minnsta kosti fjögurra til fimm kílómetra kafla í ánni vegna þess enda var styrkur klórsins nokkur þúsund sinnum meiri en þarf til að drepa flesta fiska á skömmum tíma. Áætlað er að þrjátíu til fimmtíu lítrar af klórlausn hafi farið út í Varmá þegar óhapp varð við sundlaugina í Laugaskarði 2. apríl.Vísir/Anton Brink Tilkynnt um leið og grunur vaknaði Það var þó ekki Hveragerðisbær sem tilkynnti um óhappið með klórinn í vor. Heilbrigðiseftirlitið komst ekki á snoðir um mengunina fyrr en því barst tilkynning frá veiðifélaginu um dauða fiska í Varmá daginn eftir að slysið átti sér stað. Friðrik frá veiðifélaginu segir það alvarlegt að það hafi verið hann sjálfur sem hafi þurft að tilkynna um klórslysið í vor. Bæjaryfirvöld hafi engu að síður virst hafa vitað af því. „Það er ansi ámælisvert,“ segir hann. Dauður fiskur í Varmá eftir klórslys í sundlauginni í Hveragerði í apríl 2025.Aðsend Pétur Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að óhappið hafi verið tilkynnt til allra viðeigandi stofnana um leið og grunur vaknaði um það daginn eftir. Slysið hafi reynst minniháttar en bæjaryfirvöld taki það engu að síður alvarlega. Bærinn hafi þegar skilað inn úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins til þess að fyrirbyggja að slys af þessu tagi endurtaki sig. Heilbrigðiseftirlitið krafðist þess að bærinn réðist í tafarlausar aðgerðir í bréfi sínu í apríl. Fullkomnasta stöð landsins Fulltrúar Hveragerðisbæjar hafa sagt að ný skólhreinsistöð verði tekin í notkun árið 2027. Bærinn fékk tæplega 343 milljóna króna til verksins í gegnum styrk sem Umhverfis- og orkustofnun fékk frá Evrópusambandinu í til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi. Pétur bæjarstjóri segir að undirbúningur við uppfærslu skólpstöðvarinnar gangi vel samkvæmt tímaáætlun. Verið sé að klára forhönnun en þegar henni lýkur og hún hefur verið kynnt verði verkið boðið út. Pétur Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að brugðist hafi verið við klórslysinu í apríl um leið og það uppgötvaðist.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári og viðbótin við skólpstöðina verði tilbúin árið 2027. Evrópustyrkurinn standi undir um þriðjungi kostnaðarins við stöðina, gróft áætlað. „Við erum að byggja fullkomnustu skólphreinsistöð landsins við hliðina á fullkomnustu skólphreinsistöð landsins,“ segir bæjarstjórinn og vísar til þess að ekkert annað sveitarfélag sé með eins umfangsmikla þriggja þrepa stöð. Þarf að vinda ofan af þróun síðustu áratuga Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa greitt Veiðifélagi Varmár og Þorleifslækjar vegna þeirra tekna sem það verður af á meðan áin hefur verið lokuð af völdum mengunar. Áin var leigð út til Stangveiðifélags Reykjavíkur þegar loka þurfti ánni. Friðrik segir málið þó ekki snúast um peninga þar sem ekki sé um stórar upphæðir að ræða fyrir landeigendur sem eiga veiðiréttindin. Zophonías Friðrik Gunnarsson, formaður Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar.Aðsend Þó að skólhreinsistöðin sé stærsta vandamálið þá sé hún ekki það eina. Þannig sé miklu magni heits vatns veitt út í Varmá, frárennsli Heilsustofnunarinnar og götu- og regnvatni Hveragerðisbæjar á fjórðum stöðum og þar séu engar olíugildrur. „Það er búið að bæta helvíti miklu við á síðustu fimmtán-tuttugu árum. Það er staða sem þarf að byrja að vinda ofan af,“ segir Friðrik. Iðagrænn gróður og gráleitur straumur þar sem affall skólphreinsistöðvarinnar rennur út í Varmá um miðjan nóvember.Vísir/Anton Brink Ölfus Hveragerði Skólp Stangveiði Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Affall frá meira en tveggja áratuga gamalli skólphreinsistöð Hveragerðisbæjar fer út í Varmá. Frá því að stöðin var tekin í notkun hefur Hvergerðingum fjölgað um 75 prósent og annar hún ekki lengur álaginu. Undanfarin ár hefur saurgerlamengun mælst langt yfir viðmiðunarmörkum í Varmá þar sem hún rennur í gegnum Ölfus. Af þessum sökum hefur veiði í ánni, sem er á náttúruminjaskrá Umhverfis- og orkustofnunar, verið bönnuð síðustu þrjú sumur. „Athugið, á þessum stað hafa mælst há gildi kólígerla. Varist snertingu við vatnið. Unnið er að úrbótum,“ segir á skilti sem bannar veiði í Varmá í Ölfusi.Vísir/Anton Brink Fyrir tveimur árum réði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fólki frá því að vera nærri ánni vegna mengunarinnar. Þá hafði magn saurgerla reynst allt að tuttugu og fimm sinnum meira en miðað er við í reglugerðum um ástand vatns þegar sýni voru tekin. Til að bæta gráu ofan á svart drap klór frá sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði fisk í Varmá í apríl. Bæjaryfirvöld gerðu yfirvöldum ekki viðvart um óhappið fyrr en daginn eftir að það átti sér stað. Þetta var annað klórslysið sem olli fiskadauða í ánni á tveimur áratugum. Óhapp við sundlaugina í Laugaskarði varð til þess að klór komst í Varmá og drap seiði og fiska. Enn meiri fiskadauði varð árið 2007 þegar rúmlega þúsund lítrar af óblönduðum klór frá sundlauginni lentu í ánni.Vísir/Anton Brink Um fjörutíu íbúar í nágrenni Varmár skrifuðu undir erindi sem var sent umhverfis- og skipulagsnefnd Ölfuss í haust með formlegum athugasemdum við ástandið. Þar kvörtuðu þeir meðal annars undan því að ekki væri búandi við að klóaklykt legði yfir heilu hverfin í stilltu veðri og norðannátt. „Þetta er eins og að vera með sameign í blokk þar sem sá sem býr efst veitir rusli niður. Það hefur áhrif á þá sem búa fyrir neðan,“ segir Zophonías Friðrik Gunnarsson, formaður Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar sem býr á Læk í Ölfusi. Varmá rennur í gegnum Hveragerði. Skólphreinsistöðin er fyrir neðan þjóðveg 1 en affall frá henni rennur í Varmá, íbúum og veiðimönnum til ama.Vísir/Sara Eins og að standa við rotþró Þegar skólphreinsistöðin var reist upp úr aldamótin var henni ætlað að leysa viðvarandi klóakmengun í Varmá. Ekki leið þó á löngu þar til að hún gerði vart við sig aftur. Björn Kjartansson á Grásteini í Ölfusi, sem er um fimm hundruð metra frá skólphreinsistöðinni, segir smá lykt hafa komið frá ánni í hægri norðanátt, sérstaklega á veturna, síðustu ár. Hann hafi ekki æst sig mikið yfir óþefnum þar sem bæjaryfirvöld í Hveragerði hafi talað á þeim nótum að aðgerðir væru að hefjast til að ráða bót á stöðunni. Skólpmengað vatn í Varmá nærri affalli skólphreinsistöðvar Hveragerðisbæjar. Myndin tók Björn Kjartansson á Grásteini í Ölfusi nú í byrjun hausts.Björn Kjartansson Þegar hann kom heim til sín eitt kvöld í byrjun september hafi síðan verið megnasta lykt á planinu. „Þetta var eins og þú stæðir við rotþró. Þá eiginlega fylltist hjá mér mælirinn,“ segir Björn. Nú sé svo komið að lyktin finnist alla daga. Björn, sem hefur búið beggja vegna sveitarfélagsmarkanna, fullyrðir að fólk veigri sér við að kaupa íbúðir í neðsta hverfi Hveragerðis vegna lyktarinnar frá ánni. Annar fiskadauðinn vegna klórmengunar á átján árum Klórslysið í vor átti sér stað þegar starfsmenn Hveragerðisbæjar endurnýjuðu klórgeymi við sundlaugina í Laugaskarði. Botn í gamla geyminum gaf sig þegar honum var lyft upp þannig að klór sem var eftir í honum rann út í læk neðan við geymsluna og þaðan út í Varmá. Áætlað var að um þrjátíu til fimmtíu lítrar af fimmtán prósent klórlausn hefðu farið í lækinn, að því er sagði í bréfi sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sendi Hveragerðisbæ 8. apríl. Affall frá sundlauginni í Laugaskarði út í Varmá. Klór barst út í læk sem rennur í ána í apríl.Vísir/Anton Brink Engu að síður bliknaði slysið í apríl í samanburði við það sem átti sér stað í lok nóvember árið 2007. Þá er áætlað að rúmlega þúsund lítrar af óblönduðum klór hafi runnið frá sundlauginni í Laugaskarði út í ána. Seiði og stærri fiskar drápust á að minnsta kosti fjögurra til fimm kílómetra kafla í ánni vegna þess enda var styrkur klórsins nokkur þúsund sinnum meiri en þarf til að drepa flesta fiska á skömmum tíma. Áætlað er að þrjátíu til fimmtíu lítrar af klórlausn hafi farið út í Varmá þegar óhapp varð við sundlaugina í Laugaskarði 2. apríl.Vísir/Anton Brink Tilkynnt um leið og grunur vaknaði Það var þó ekki Hveragerðisbær sem tilkynnti um óhappið með klórinn í vor. Heilbrigðiseftirlitið komst ekki á snoðir um mengunina fyrr en því barst tilkynning frá veiðifélaginu um dauða fiska í Varmá daginn eftir að slysið átti sér stað. Friðrik frá veiðifélaginu segir það alvarlegt að það hafi verið hann sjálfur sem hafi þurft að tilkynna um klórslysið í vor. Bæjaryfirvöld hafi engu að síður virst hafa vitað af því. „Það er ansi ámælisvert,“ segir hann. Dauður fiskur í Varmá eftir klórslys í sundlauginni í Hveragerði í apríl 2025.Aðsend Pétur Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að óhappið hafi verið tilkynnt til allra viðeigandi stofnana um leið og grunur vaknaði um það daginn eftir. Slysið hafi reynst minniháttar en bæjaryfirvöld taki það engu að síður alvarlega. Bærinn hafi þegar skilað inn úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins til þess að fyrirbyggja að slys af þessu tagi endurtaki sig. Heilbrigðiseftirlitið krafðist þess að bærinn réðist í tafarlausar aðgerðir í bréfi sínu í apríl. Fullkomnasta stöð landsins Fulltrúar Hveragerðisbæjar hafa sagt að ný skólhreinsistöð verði tekin í notkun árið 2027. Bærinn fékk tæplega 343 milljóna króna til verksins í gegnum styrk sem Umhverfis- og orkustofnun fékk frá Evrópusambandinu í til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi. Pétur bæjarstjóri segir að undirbúningur við uppfærslu skólpstöðvarinnar gangi vel samkvæmt tímaáætlun. Verið sé að klára forhönnun en þegar henni lýkur og hún hefur verið kynnt verði verkið boðið út. Pétur Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að brugðist hafi verið við klórslysinu í apríl um leið og það uppgötvaðist.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári og viðbótin við skólpstöðina verði tilbúin árið 2027. Evrópustyrkurinn standi undir um þriðjungi kostnaðarins við stöðina, gróft áætlað. „Við erum að byggja fullkomnustu skólphreinsistöð landsins við hliðina á fullkomnustu skólphreinsistöð landsins,“ segir bæjarstjórinn og vísar til þess að ekkert annað sveitarfélag sé með eins umfangsmikla þriggja þrepa stöð. Þarf að vinda ofan af þróun síðustu áratuga Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa greitt Veiðifélagi Varmár og Þorleifslækjar vegna þeirra tekna sem það verður af á meðan áin hefur verið lokuð af völdum mengunar. Áin var leigð út til Stangveiðifélags Reykjavíkur þegar loka þurfti ánni. Friðrik segir málið þó ekki snúast um peninga þar sem ekki sé um stórar upphæðir að ræða fyrir landeigendur sem eiga veiðiréttindin. Zophonías Friðrik Gunnarsson, formaður Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar.Aðsend Þó að skólhreinsistöðin sé stærsta vandamálið þá sé hún ekki það eina. Þannig sé miklu magni heits vatns veitt út í Varmá, frárennsli Heilsustofnunarinnar og götu- og regnvatni Hveragerðisbæjar á fjórðum stöðum og þar séu engar olíugildrur. „Það er búið að bæta helvíti miklu við á síðustu fimmtán-tuttugu árum. Það er staða sem þarf að byrja að vinda ofan af,“ segir Friðrik. Iðagrænn gróður og gráleitur straumur þar sem affall skólphreinsistöðvarinnar rennur út í Varmá um miðjan nóvember.Vísir/Anton Brink
Ölfus Hveragerði Skólp Stangveiði Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira