Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 06:32 Kai Trump á blaðamannafundinum í gær og svo með afa sínum Donald Trump á leið í forsetaþyrluna. Getty/ Brian Spurlock/Kevin Dietsch Augun verða á Kai Trump þrátt fyrir að hún sé að keppa á fyrsta LPGA-golfmótinu á ferlinum. Ástæðan er auðvitað sú að þarna er á ferðinni barnabarn Bandaríkjaforseta. Brennandi ástríða Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, fyrir golfi er vel þekkt og hún virðist líka ganga í erfðir. Aðfaranótt fimmtudags keppir hin átján ára gamla Kai Trump, 18 ára, í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni á mótinu „The Annika“ þar sem Annika Sörenstam er gestgjafi, og fyrir mótið hélt hún blaðamannafund. Þegar Kai Trump fór í viðtal fyrir mótið þá vildi hún greinilega ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump. Þau tvö hafa spilað heilmikið golf saman og Kai var spurð um það hvernig leikirnir gegn afa hennar, Donald Trump, gangi. Hún hikaði við. „Þið getið velt því fyrir ykkur,“ svarar Kai síðan en sænska ríkisútvarpið segir frá. Og það kom ekki á óvart að spurningin um hvort þeirra væri betra í golfi kom upp, spurning sem hún hafði ekki áhuga á að svara. „Ég get ekki sagt mikið um það,“ svarar Kai. Efasemdir um golfhæfileika Donalds Trumps hefur lengi verið umræðuefni í Bandaríkjunum en enginn veit nákvæmlega hversu góður forsetinn er. Kai Trump er í 461. sæti heimslistans og er langt frá því að tryggja sér fastan keppnisrétt á mótaröðinni. Ástæðan fyrir því að hún tekur þátt í móti vikunnar er vegna boðs frá styrktaraðila. Það er að miklu leyti vegna stórs fylgjendahóps hennar á Instagram, þar sem 2,5 milljónir manna fylgja barnabarni forsetans. „Við tökum þegar eftir því að fylgjendahópur Kai hefur stuðlað að auknum áhuga,“ segir Annika Sörenstam við Aftonbladet. Það verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á SÝN Sport 4 og hefst útsendingin i dag klukkan 15.00. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brennandi ástríða Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, fyrir golfi er vel þekkt og hún virðist líka ganga í erfðir. Aðfaranótt fimmtudags keppir hin átján ára gamla Kai Trump, 18 ára, í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni á mótinu „The Annika“ þar sem Annika Sörenstam er gestgjafi, og fyrir mótið hélt hún blaðamannafund. Þegar Kai Trump fór í viðtal fyrir mótið þá vildi hún greinilega ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump. Þau tvö hafa spilað heilmikið golf saman og Kai var spurð um það hvernig leikirnir gegn afa hennar, Donald Trump, gangi. Hún hikaði við. „Þið getið velt því fyrir ykkur,“ svarar Kai síðan en sænska ríkisútvarpið segir frá. Og það kom ekki á óvart að spurningin um hvort þeirra væri betra í golfi kom upp, spurning sem hún hafði ekki áhuga á að svara. „Ég get ekki sagt mikið um það,“ svarar Kai. Efasemdir um golfhæfileika Donalds Trumps hefur lengi verið umræðuefni í Bandaríkjunum en enginn veit nákvæmlega hversu góður forsetinn er. Kai Trump er í 461. sæti heimslistans og er langt frá því að tryggja sér fastan keppnisrétt á mótaröðinni. Ástæðan fyrir því að hún tekur þátt í móti vikunnar er vegna boðs frá styrktaraðila. Það er að miklu leyti vegna stórs fylgjendahóps hennar á Instagram, þar sem 2,5 milljónir manna fylgja barnabarni forsetans. „Við tökum þegar eftir því að fylgjendahópur Kai hefur stuðlað að auknum áhuga,“ segir Annika Sörenstam við Aftonbladet. Það verður hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á SÝN Sport 4 og hefst útsendingin i dag klukkan 15.00.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira