„Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2025 13:03 Eitt fórnarlamba hryðjuverkamannanna fyrir utan Bataclan fyrir tíu árum síðan. AP/Jerome Delay Síðustu tíu ár hafa reynst mörgum þeirra sem lifðu árásina á tónleikastaðinn Bataclan í París mjög erfið. Enginn virðist hafa yfirgefið Bataclan án öra, hvort sem þau voru á líkama eða sál, og eiga margir enn mjög erfitt. Níutíu manns voru myrtir á staðnum í árás þriggja ISIS-liða fyrir tíu árum. Mennirnir voru vopnaðir og klæddir í sprengjuvesti. Einnig réðust vígamenn á kaffihús í París og á fólk sem var að mæta á leik Frakklands og Þýskalands á State de France. Í heildina létu 130 manns lífið og hundruð særðust en í dag verða haldnar minningarathafnir víðsvegar um Frakkland. Meðal annars verður haldin athöfn í nýjum minningargarði við ráðhús Parísar. Sjá einnig: Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Einn sem missti vin sinn í árásinni segist ekki geta farið í neðanjarðarlest og að flugeldar reynist honum erfiðir. Önnur, sem þóttist látin innan um lík annarra á gólfi Bataclan, segir hávær hljóð færa sig aftur á tónleikastaðinn og að hún þjáist af samviskubiti, fyrir að hafa lifað af. Bjargaði vinkonu tvisvar en dó Blaðamenn France24 ræddu við þau Alix Ikal, Sébastien Blascou og Bahareh Akrami í aðdraganda dagsins. Þau Ikal og Blascou voru bæði í Bataclan en Akrami var á kaffihúsinu Carillon, þegar árás var gerð þar. Sébastien Blascou missti Chris vin sinn í árásinni á Bataclan. Blascou, sem er nú 46 ára gamall, rifjaði upp að Chris hefði boðið honum á tónleika Eagles of Death Metal og að kona sem heitir Sophie hefði farið með þeim. Hann sagði Chris hafa bjargað lífi Sophie tvisvar sinnum á örfáum sekúndum. Blascou sagði að Chris vinur sinn hafi brugðist hratt við skothríðinni og ýtt Sophie til hliðar þegar skothríðin beindist að þeim. Hún hafi fengið skot í mjöðmina en fjöldi skota hafi hæft hann. „Hann dó samstundis en hann bjargaði henni aftur þegar hann féll ofan á hana og huldi hana, svo hryðjuverkamennirnir könnuðu ekki hvort hún væri á lífi.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir þegar skothríðin hófst inni á Bataclan. Erfitt á hverju einasta ári Blascou sagði 13. nóvember vera erfiðan dag á hverju einasta ári. Það myndi ekki breytast. „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af,“ sagði hann. Þá sagði hann að tíu ára áfanginn væri merkilegur í hugum margra en árásin myndi ekki fá jafn mikla athygli á næsta ári. „Ég hugsa um 13. nóvember á ári hverju og mun alltaf gera það.“ Hann sagði marga sem lifðu af hafa átt verulega erfitt síðan þá. Einn hafi til að mynda svipt sig lífi í fyrra. Sjálfur sagði Blascou að árásin hafi haft gífurleg áhrif á sig. Sem dæmi geti hann ekki notað neðanjarðarlestir, þar sem hann ráði ekki við þá tilhugsun að vera fastur neðanjarðar. Hann hafi einnig aldrei farið á tónleika aftur, né í leikhús. Þar að auki eigi hann mjög erfitt með flugelda. Blascou var einn þeirra sem báru vitni í réttarhöldunum gegn árásarmönnunum. Hann sagðist hafa rætt við þá en í raun hafi hann ekki haft mikið að segja og hann hafi ekki búist við neinu frá þeim. „Við verðum að sætta okkur við að við munum aldrei skilja hvernig einhver getur framið svo hræðilegan verknað.“ Hann sagðist hafa eignast góða vini meðal annarra sem lifuðu árásina af. Þau væru í raun orðin bræður hans og systur og þau hafi hjálpað honum að komast í gegnum lífið síðan. Lá milli líkanna Þegar skothríðin hófst reyndi Alix Ikal, þá 28 ára gömul, að flýja. Í viðtali við France24 sagði hún að fólk í kringum hana hefði „fallið eins og dómínókubbar“ og því hafi hún ákveðið að leggjast meðal þeirra og þykjast vera látin. „Ég reyndi að vera róleg, í það minnsta fyrir aðra, svo ég setti engan í hættu,“ sagði Ikal. Þegar sérsveitarmenn ruddust inn og felldu árásarmennina stóð Ikal loks upp og sá umfang hryllingsins í kringum hana. Í samtali við blaðamenn vildi hún ekki lýsa því nánar, sökum þess að það myndi hafa slæm áhrif á hana. Hún sagðist heppin að hafa lifað af og komist ósærð í gegnum árásina en það sama á við um vini hennar sem voru með henni. Þó Ikal hafi ekki hlotið sár á líkama sínum segir hún andleg sár hennar vera djúp. „Það hafa verið tímabil þar sem ég hef haft það nokkuð gott en núna hef ég verið atvinnulaus í fimm ár og það er að stórum hluta vegna þess að ég þrýsti svo á mig, reyndi að öðlast aftur hið svokallaða „venjulega líf“,“ sagði Ikal. Hún hefur einnig þurft að glíma við fíkn eftir árásina. Hér að neðan má sjá blaðamenn France24 rifja upp ástandið fyrir tíu árum síðan. Líkaminn man Ikal hefur reynt að sækja tónleika eftir árásina á Bataclan en stundum hefur það reynst henni of erfitt og þá spilar hávaðinn oft stóra rullu. „Það sem við gengum gegnum var svo heiftarlegt. Líkaminn man eftir því. Þegar ég heyri hávært hljóð fyrir aftan mig, er ég skyndilega mætt aftur á þennan stað. Jafnvel þó að ég viti að þetta var ekki byssuskot, þá ræð ég ekki við það.“ Ikal sagðist einnig þjást af miklu samviskubiti fyrir það að hafa lifað árásina af. Margir hafi ekki gert það og sagðist hún oft hugsa að hún hafi ekki gert nægilega mikið við líf sitt til að eiga það skilið. Aðrir hafi ekki fengið sömu tækifæri og hún. „Ég hef enga innblásandi sögu að segja,“ sagði Ikal. „Ég hef ekki gift mig. Ég hef ekki keypt íbúð. Líf mitt er ekki kvikmynd. Ég vil ekki eignast börn lengur. Ég vildi það einu sinni en ekki lengur. Ég er í allt of miklu rugli til að eignast barn.“ Kasólétt í miðri skothríðinni Bahareh Akrami sat á Carillon kaffihúsinu, þá gengin sjö mánuði með barn, þegar vígamenn hófu skothríð á gesti kaffihússins. Margir sem sátu úti á stétt létu lífið en Akrami lifði af og barn hennar sömuleiðis. Hún sagðist aldrei hafa gengið til liðs við samtök eða hópa fólks sem lifði árásirnar af, fyrr en eftir að réttarhöldin gegn árásarmönnunum hófust fyrir um þremur árum síðan. Þá hafi hún áttað sig á því að hún þyrfti að skilja hvað hefði gerst, hvernig það hefði gerst og hverjir sakborningarnir fjórtán væru. „Ég glími ekki við neinn líkamlegan skaða og stend nokkuð vel, sálrænt, en það þýðir ekki að ég hafi gleymt því sem gerðist,“ sagði Akrami við France24. Hér að neðan má sjá myndefni úr öryggismyndavélum á Carillon þegar árásin var gerð. Á meðan á réttarhöldunum stóð teiknaði hún myndir úr dómsalnum og dreifði þeim á netinu. Hún sagðist hafa gert það til að varðveita minningar. Það væri mikilvægt. Hún sagðist skilja að margir vilji frekar líta fram á veginn en það væri mikilvægt að varðveita minningar af atvikum sem þessum, svo hægt væri að verja fólk gegn mistökum fortíðarinnar. Þá þyrfti einnig að halda minningu þeirra sem féllu í árásunum á lofti. Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Níutíu manns voru myrtir á staðnum í árás þriggja ISIS-liða fyrir tíu árum. Mennirnir voru vopnaðir og klæddir í sprengjuvesti. Einnig réðust vígamenn á kaffihús í París og á fólk sem var að mæta á leik Frakklands og Þýskalands á State de France. Í heildina létu 130 manns lífið og hundruð særðust en í dag verða haldnar minningarathafnir víðsvegar um Frakkland. Meðal annars verður haldin athöfn í nýjum minningargarði við ráðhús Parísar. Sjá einnig: Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Einn sem missti vin sinn í árásinni segist ekki geta farið í neðanjarðarlest og að flugeldar reynist honum erfiðir. Önnur, sem þóttist látin innan um lík annarra á gólfi Bataclan, segir hávær hljóð færa sig aftur á tónleikastaðinn og að hún þjáist af samviskubiti, fyrir að hafa lifað af. Bjargaði vinkonu tvisvar en dó Blaðamenn France24 ræddu við þau Alix Ikal, Sébastien Blascou og Bahareh Akrami í aðdraganda dagsins. Þau Ikal og Blascou voru bæði í Bataclan en Akrami var á kaffihúsinu Carillon, þegar árás var gerð þar. Sébastien Blascou missti Chris vin sinn í árásinni á Bataclan. Blascou, sem er nú 46 ára gamall, rifjaði upp að Chris hefði boðið honum á tónleika Eagles of Death Metal og að kona sem heitir Sophie hefði farið með þeim. Hann sagði Chris hafa bjargað lífi Sophie tvisvar sinnum á örfáum sekúndum. Blascou sagði að Chris vinur sinn hafi brugðist hratt við skothríðinni og ýtt Sophie til hliðar þegar skothríðin beindist að þeim. Hún hafi fengið skot í mjöðmina en fjöldi skota hafi hæft hann. „Hann dó samstundis en hann bjargaði henni aftur þegar hann féll ofan á hana og huldi hana, svo hryðjuverkamennirnir könnuðu ekki hvort hún væri á lífi.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir þegar skothríðin hófst inni á Bataclan. Erfitt á hverju einasta ári Blascou sagði 13. nóvember vera erfiðan dag á hverju einasta ári. Það myndi ekki breytast. „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af,“ sagði hann. Þá sagði hann að tíu ára áfanginn væri merkilegur í hugum margra en árásin myndi ekki fá jafn mikla athygli á næsta ári. „Ég hugsa um 13. nóvember á ári hverju og mun alltaf gera það.“ Hann sagði marga sem lifðu af hafa átt verulega erfitt síðan þá. Einn hafi til að mynda svipt sig lífi í fyrra. Sjálfur sagði Blascou að árásin hafi haft gífurleg áhrif á sig. Sem dæmi geti hann ekki notað neðanjarðarlestir, þar sem hann ráði ekki við þá tilhugsun að vera fastur neðanjarðar. Hann hafi einnig aldrei farið á tónleika aftur, né í leikhús. Þar að auki eigi hann mjög erfitt með flugelda. Blascou var einn þeirra sem báru vitni í réttarhöldunum gegn árásarmönnunum. Hann sagðist hafa rætt við þá en í raun hafi hann ekki haft mikið að segja og hann hafi ekki búist við neinu frá þeim. „Við verðum að sætta okkur við að við munum aldrei skilja hvernig einhver getur framið svo hræðilegan verknað.“ Hann sagðist hafa eignast góða vini meðal annarra sem lifuðu árásina af. Þau væru í raun orðin bræður hans og systur og þau hafi hjálpað honum að komast í gegnum lífið síðan. Lá milli líkanna Þegar skothríðin hófst reyndi Alix Ikal, þá 28 ára gömul, að flýja. Í viðtali við France24 sagði hún að fólk í kringum hana hefði „fallið eins og dómínókubbar“ og því hafi hún ákveðið að leggjast meðal þeirra og þykjast vera látin. „Ég reyndi að vera róleg, í það minnsta fyrir aðra, svo ég setti engan í hættu,“ sagði Ikal. Þegar sérsveitarmenn ruddust inn og felldu árásarmennina stóð Ikal loks upp og sá umfang hryllingsins í kringum hana. Í samtali við blaðamenn vildi hún ekki lýsa því nánar, sökum þess að það myndi hafa slæm áhrif á hana. Hún sagðist heppin að hafa lifað af og komist ósærð í gegnum árásina en það sama á við um vini hennar sem voru með henni. Þó Ikal hafi ekki hlotið sár á líkama sínum segir hún andleg sár hennar vera djúp. „Það hafa verið tímabil þar sem ég hef haft það nokkuð gott en núna hef ég verið atvinnulaus í fimm ár og það er að stórum hluta vegna þess að ég þrýsti svo á mig, reyndi að öðlast aftur hið svokallaða „venjulega líf“,“ sagði Ikal. Hún hefur einnig þurft að glíma við fíkn eftir árásina. Hér að neðan má sjá blaðamenn France24 rifja upp ástandið fyrir tíu árum síðan. Líkaminn man Ikal hefur reynt að sækja tónleika eftir árásina á Bataclan en stundum hefur það reynst henni of erfitt og þá spilar hávaðinn oft stóra rullu. „Það sem við gengum gegnum var svo heiftarlegt. Líkaminn man eftir því. Þegar ég heyri hávært hljóð fyrir aftan mig, er ég skyndilega mætt aftur á þennan stað. Jafnvel þó að ég viti að þetta var ekki byssuskot, þá ræð ég ekki við það.“ Ikal sagðist einnig þjást af miklu samviskubiti fyrir það að hafa lifað árásina af. Margir hafi ekki gert það og sagðist hún oft hugsa að hún hafi ekki gert nægilega mikið við líf sitt til að eiga það skilið. Aðrir hafi ekki fengið sömu tækifæri og hún. „Ég hef enga innblásandi sögu að segja,“ sagði Ikal. „Ég hef ekki gift mig. Ég hef ekki keypt íbúð. Líf mitt er ekki kvikmynd. Ég vil ekki eignast börn lengur. Ég vildi það einu sinni en ekki lengur. Ég er í allt of miklu rugli til að eignast barn.“ Kasólétt í miðri skothríðinni Bahareh Akrami sat á Carillon kaffihúsinu, þá gengin sjö mánuði með barn, þegar vígamenn hófu skothríð á gesti kaffihússins. Margir sem sátu úti á stétt létu lífið en Akrami lifði af og barn hennar sömuleiðis. Hún sagðist aldrei hafa gengið til liðs við samtök eða hópa fólks sem lifði árásirnar af, fyrr en eftir að réttarhöldin gegn árásarmönnunum hófust fyrir um þremur árum síðan. Þá hafi hún áttað sig á því að hún þyrfti að skilja hvað hefði gerst, hvernig það hefði gerst og hverjir sakborningarnir fjórtán væru. „Ég glími ekki við neinn líkamlegan skaða og stend nokkuð vel, sálrænt, en það þýðir ekki að ég hafi gleymt því sem gerðist,“ sagði Akrami við France24. Hér að neðan má sjá myndefni úr öryggismyndavélum á Carillon þegar árásin var gerð. Á meðan á réttarhöldunum stóð teiknaði hún myndir úr dómsalnum og dreifði þeim á netinu. Hún sagðist hafa gert það til að varðveita minningar. Það væri mikilvægt. Hún sagðist skilja að margir vilji frekar líta fram á veginn en það væri mikilvægt að varðveita minningar af atvikum sem þessum, svo hægt væri að verja fólk gegn mistökum fortíðarinnar. Þá þyrfti einnig að halda minningu þeirra sem féllu í árásunum á lofti.
Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila