Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2025 18:04 Stjórnendur telja að sjóðirnir verði sterkari saman. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Almenni/Vísir Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífsverk stefna að sameiningu eftir að sjóðfélagafundir beggja samþykktu tillögu þess efnis. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á samþykktum sameinaðs sjóðs. Gangi það eftir verður til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á um 700 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum tveimur en sameinaður sjóður á að bera nafnið Almenni – Lífsverk, lífeyrissjóður og taka til starfa 1. janúar 2026. Vilja nýta stærðarhagkvæmni „Við erum þakklát fyrir góða þátttöku í kosningunum og traust sjóðfélaga,“ segir Eva Hlín Dereksdóttir, stjórnarformaður Lífsverks, í tilkynningu. „Niðurstaðan staðfestir að sjóðfélagar sjá tækifærin í sameiningunni og vilja að við nýtum stærðarhagkvæmni til að skapa þeim traust lífeyrisréttindi til framtíðar.“ Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður Almenna, tekur í sama streng. „Við erum mjög glöð með þessa niðurstöðu og þakklát fyrir stuðning sjóðfélaga. Með sameiningunni er stigið mikilvægt skref í átt að sterkari, skilvirkari og samkeppnishæfari lífeyrissjóði.“ Yfir áttatíu prósent hliðhollir Stjórnarformaður nýja sjóðsins verður áðurnefnd Eva Hlín og Sigríður varaformaður. Framkvæmdastjóri verður Gunnar Baldvinsson og skrifstofa sjóðsins til húsa að Dalvegi 30 í Kópavogi. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Kosið var um sameininguna í rafrænum kosningum og var metþátttaka hjá báðum sjóðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafi 1.605 sjóðfélagar greitt atkvæði og 87% samþykkt tillöguna. Hjá Lífsverki hafi svo 81% samþykkt og 929 greitt atkvæði. Nái aftur til ársins 1955 Sameinaði sjóðurinn á sér langar rætur og verður samsettur úr átta lífeyrissjóðum sem hafa runnið saman í gegnum tíðina, að sögn stjórnenda. Elstur þeirra sé Lífeyrissjóður verkfræðinga sem varð síðar Lífsverk og hann fengið starfsleyfi 29. apríl 1955. Elstur forvera Almenna lífeyrissjóðsins sé Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands sem hafi verið stofnaður 4. maí 1965. Aðrir lífeyrissjóðir sem hafi sameinast í Almenna – Lífsverk séu: ALVÍB, Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Lækna, og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF. Lífeyrissjóðir Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Gangi það eftir verður til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á um 700 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum tveimur en sameinaður sjóður á að bera nafnið Almenni – Lífsverk, lífeyrissjóður og taka til starfa 1. janúar 2026. Vilja nýta stærðarhagkvæmni „Við erum þakklát fyrir góða þátttöku í kosningunum og traust sjóðfélaga,“ segir Eva Hlín Dereksdóttir, stjórnarformaður Lífsverks, í tilkynningu. „Niðurstaðan staðfestir að sjóðfélagar sjá tækifærin í sameiningunni og vilja að við nýtum stærðarhagkvæmni til að skapa þeim traust lífeyrisréttindi til framtíðar.“ Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður Almenna, tekur í sama streng. „Við erum mjög glöð með þessa niðurstöðu og þakklát fyrir stuðning sjóðfélaga. Með sameiningunni er stigið mikilvægt skref í átt að sterkari, skilvirkari og samkeppnishæfari lífeyrissjóði.“ Yfir áttatíu prósent hliðhollir Stjórnarformaður nýja sjóðsins verður áðurnefnd Eva Hlín og Sigríður varaformaður. Framkvæmdastjóri verður Gunnar Baldvinsson og skrifstofa sjóðsins til húsa að Dalvegi 30 í Kópavogi. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Kosið var um sameininguna í rafrænum kosningum og var metþátttaka hjá báðum sjóðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafi 1.605 sjóðfélagar greitt atkvæði og 87% samþykkt tillöguna. Hjá Lífsverki hafi svo 81% samþykkt og 929 greitt atkvæði. Nái aftur til ársins 1955 Sameinaði sjóðurinn á sér langar rætur og verður samsettur úr átta lífeyrissjóðum sem hafa runnið saman í gegnum tíðina, að sögn stjórnenda. Elstur þeirra sé Lífeyrissjóður verkfræðinga sem varð síðar Lífsverk og hann fengið starfsleyfi 29. apríl 1955. Elstur forvera Almenna lífeyrissjóðsins sé Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands sem hafi verið stofnaður 4. maí 1965. Aðrir lífeyrissjóðir sem hafi sameinast í Almenna – Lífsverk séu: ALVÍB, Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Lækna, og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira