Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2025 18:04 Stjórnendur telja að sjóðirnir verði sterkari saman. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Almenni/Vísir Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífsverk stefna að sameiningu eftir að sjóðfélagafundir beggja samþykktu tillögu þess efnis. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á samþykktum sameinaðs sjóðs. Gangi það eftir verður til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á um 700 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum tveimur en sameinaður sjóður á að bera nafnið Almenni – Lífsverk, lífeyrissjóður og taka til starfa 1. janúar 2026. Vilja nýta stærðarhagkvæmni „Við erum þakklát fyrir góða þátttöku í kosningunum og traust sjóðfélaga,“ segir Eva Hlín Dereksdóttir, stjórnarformaður Lífsverks, í tilkynningu. „Niðurstaðan staðfestir að sjóðfélagar sjá tækifærin í sameiningunni og vilja að við nýtum stærðarhagkvæmni til að skapa þeim traust lífeyrisréttindi til framtíðar.“ Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður Almenna, tekur í sama streng. „Við erum mjög glöð með þessa niðurstöðu og þakklát fyrir stuðning sjóðfélaga. Með sameiningunni er stigið mikilvægt skref í átt að sterkari, skilvirkari og samkeppnishæfari lífeyrissjóði.“ Yfir áttatíu prósent hliðhollir Stjórnarformaður nýja sjóðsins verður áðurnefnd Eva Hlín og Sigríður varaformaður. Framkvæmdastjóri verður Gunnar Baldvinsson og skrifstofa sjóðsins til húsa að Dalvegi 30 í Kópavogi. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Kosið var um sameininguna í rafrænum kosningum og var metþátttaka hjá báðum sjóðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafi 1.605 sjóðfélagar greitt atkvæði og 87% samþykkt tillöguna. Hjá Lífsverki hafi svo 81% samþykkt og 929 greitt atkvæði. Nái aftur til ársins 1955 Sameinaði sjóðurinn á sér langar rætur og verður samsettur úr átta lífeyrissjóðum sem hafa runnið saman í gegnum tíðina, að sögn stjórnenda. Elstur þeirra sé Lífeyrissjóður verkfræðinga sem varð síðar Lífsverk og hann fengið starfsleyfi 29. apríl 1955. Elstur forvera Almenna lífeyrissjóðsins sé Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands sem hafi verið stofnaður 4. maí 1965. Aðrir lífeyrissjóðir sem hafi sameinast í Almenna – Lífsverk séu: ALVÍB, Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Lækna, og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF. Lífeyrissjóðir Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gangi það eftir verður til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á um 700 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum tveimur en sameinaður sjóður á að bera nafnið Almenni – Lífsverk, lífeyrissjóður og taka til starfa 1. janúar 2026. Vilja nýta stærðarhagkvæmni „Við erum þakklát fyrir góða þátttöku í kosningunum og traust sjóðfélaga,“ segir Eva Hlín Dereksdóttir, stjórnarformaður Lífsverks, í tilkynningu. „Niðurstaðan staðfestir að sjóðfélagar sjá tækifærin í sameiningunni og vilja að við nýtum stærðarhagkvæmni til að skapa þeim traust lífeyrisréttindi til framtíðar.“ Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður Almenna, tekur í sama streng. „Við erum mjög glöð með þessa niðurstöðu og þakklát fyrir stuðning sjóðfélaga. Með sameiningunni er stigið mikilvægt skref í átt að sterkari, skilvirkari og samkeppnishæfari lífeyrissjóði.“ Yfir áttatíu prósent hliðhollir Stjórnarformaður nýja sjóðsins verður áðurnefnd Eva Hlín og Sigríður varaformaður. Framkvæmdastjóri verður Gunnar Baldvinsson og skrifstofa sjóðsins til húsa að Dalvegi 30 í Kópavogi. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Kosið var um sameininguna í rafrænum kosningum og var metþátttaka hjá báðum sjóðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafi 1.605 sjóðfélagar greitt atkvæði og 87% samþykkt tillöguna. Hjá Lífsverki hafi svo 81% samþykkt og 929 greitt atkvæði. Nái aftur til ársins 1955 Sameinaði sjóðurinn á sér langar rætur og verður samsettur úr átta lífeyrissjóðum sem hafa runnið saman í gegnum tíðina, að sögn stjórnenda. Elstur þeirra sé Lífeyrissjóður verkfræðinga sem varð síðar Lífsverk og hann fengið starfsleyfi 29. apríl 1955. Elstur forvera Almenna lífeyrissjóðsins sé Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands sem hafi verið stofnaður 4. maí 1965. Aðrir lífeyrissjóðir sem hafi sameinast í Almenna – Lífsverk séu: ALVÍB, Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Lækna, og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira