Sport

Dag­skráin í dag: Al­vöru körfu­bolta­kvöld og Fær­eyjar elta HM-draum

Sindri Sverrisson skrifar
Kristófer Acox og félagar í Val eiga hörkuleik fyrir höndum í kvöld.
Kristófer Acox og félagar í Val eiga hörkuleik fyrir höndum í kvöld. Vísir / Guðmundur

Bónus-deild karla í körfubolta verður áberandi á sportrásum Sýnar í kvöld en þar má einnig finna fótbolta, golf og íshokkí.

Sýn Sport Ísland

Það er afar spennandi slagur í kvöld klukkan 19:30, þegar Valur tekur á móti Álftanesi í Bónus-deild karla. Strax eftir leik, eða um klukkan 21:25, er svo Körfuboltakvöld þar sem farið verður yfir allt sem skiptir máli í deildinni í bráðskemmtilegum þætti.

Sýn Sport Ísland 2

Tindastóll vill ekki missa Grindavík of langt fram úr sér á toppi Bónus-deildarinnar og ætlar sér sigur gegn Þór Þorlákshöfn sem var að vinna sinn fyrsta sigur í síðustu umferð. Liðin mætast klukkan 19.

Sýn Sport Viaplay

Finnland tekur á móti Möltu í undankeppni HM í fótbolta klukkan 17 og klukkan 19:45 er svo komið að náfrændum okkar í Færeyjum sem sækja Króatíu heim og geta með sigri haldið lífi í HM-draumi sínum. Á miðnætti er svo leikur Hurricanes og Canucks í NHL-deildinni í íshokkí.

Sýn Sport 4

Golfið er á Sýn Sport 4 og þar hefst útsending frá DP World Tour Championship í Dúbaí klukkan 7. LPGA-mótaröðin tekur svo við klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×