„Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson hafði fulla ástæðu til að brosa eftir svona leik. Getty/Brian Lawless/ Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir óvæntan sigur Íra á Portúgölum í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið annar tónn í honum en í öðrum pistlum hans um landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Írska landsliðið vann 2-0 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu og héldu ekki aðeins lífi í HM-draumum sínum heldur komu í veg fyrir að Portúgalar tryggðu sig inn á HM. Þeir verða að mæta í lokaleikinn og vinna hann. Það þurfa þeir líka að gera án Ronaldo sem fékk rauða spjaldið eftir klukktíma leik í gær. Fyrirsögnin á pistlinum segir allt sem segja þarf um innihald hans: „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“ Dunphy var ekkert að bíða með hlutina eins og sjá má á fyrstu setningunni í pistlinum. Afar gagnrýninn á hann „Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni ‚Tannlækninn', afsökunar. Ég hef verið afar gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði,“ skrifaði Eamon Dunphy. Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/9XXiNPxbxu— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) November 13, 2025 „Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt. Og sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma,“ skrifaði Dunphy. Hann hrósaði Heimi fyrir leikáætlun sína og trú sína á sjálfum sér og liði sínu. Írsku landsliðsstrákarnir voru frábærir að mati Dunphy. Þetta var alvöru lið „Við höfum átt áratugi af „siðferðislegum sigrum“, sögum af óheppni og hetjulegum ósigrum. En þetta var öðruvísi. Þetta var alvöru lið sem sigraði alvöru stórveldi. Ronaldo var látinn líta út fyrir að vera venjulegur af strákum í grænu sem ákváðu að nóg væri komið,“ skrifaði Dunphy og seinna í pistlinum hélt hann áfram. „En það sem skipti mestu máli var ekki einn leikmaður. Það var sameiginlegur andi sem við höfðum gleymt að við gætum framkallað. Of lengi höfum við verið huglaus, talað um „ferli“ í stað tilgangs. Þetta kvöld enduruppgötvaði Írland hvort tveggja. Heimir á heiður skilinn. Hann valdi réttu leikmennina og leyfði þeim að spila,“ skrifaði Dunphy. Heimir – hneigðu þig „Liðið pressaði þegar það var skynsamlegt, dró sig til baka þegar það þurfti og leit alltaf út fyrir að vera skipulagt. Það er þjálfun. Það er að skilja liðið sitt – að treysta innsæi þeirra,“ skrifaði Dunphy. „Það er það sem þetta lið gaf okkur aftur: stolt. Svo já, Heimir – hneigðu þig. Þú áttir það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira