Sport

Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi tók þátt í New York-maraþoninu í ár. 
Gríðarlegur fjöldi tók þátt í New York-maraþoninu í ár.  Getty/Scott McDermott

Maraþonhlaup eru alltaf að verða vinsælli og flestir vilja reyna sig við New York-maraþonið sem er orðið það allra vinsælasta í hlaupaheiminum í dag.

Það sýndi sig í kringum New York-maraþonið í ár en hlaupið er í gegnum fimm borgarhluta New York-borgar eða Manhattan, Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island.

Þetta er fjölmennasta maraþonhlaup heims en það breytir ekki því að það komast aðeins brotabrot þeirra að sem vilja taka þátt. Meira en tvö hundruð þúsund manns sóttu um að hlaupa í átt, sem þýðir að aðeins tvö til þrjú prósent umsækjenda komust inn.

Það er lægra hlutfall en hjá þeim sem reyna að komast að nokkrum Ivy League-háskóla, bestu háskólum Bandaríkjanna eins og Harvard og Yale.

Sú tala á þó aðeins við um happdrættið þar sem engin trygging er fyrir þátttöku, þar sem flest af 55 þúsund sætunum eru þegar frátekin fyrir þá sem náðu lágmarkstíma, góðgerðarhlaupara eða þátttakendum í tryggðum prógrömmum NYRR.

Maraþonið sameinaði hlaupara frá meira en 150 löndum í ár.

Það sem hófst árið 1970 með aðeins 55 hlaupurum og eins dollara þátttökugjaldi er nú orðið milljarða dollara fyrirtæki.

Sjálfseignarstofnunin á bak við viðburðinn, New York Road Runners, skilaði mettekjum upp á 117 milljónir dollara á síðasta ári með kostunar-, fjölmiðla- og vörusölusamningum, auk þess að hjálpa til við að safna hundruðum milljóna til viðbótar fyrir góðgerðarmál.

Það gera næstum því fimmtán milljarða í íslenskum krónum.

Allir keppendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark og þau verðlaun eru svo vel gerð og vinsæl að þau ganga nú kaupum og sölum á netinu. Í ár mátti finna fyrir allri brautinni, hæðum og lægðum, á hlið verðlaunapeningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×