Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 12:36 Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970. Hann er nú fallinn í sjó fram. Vegagerðin Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, er fallinn í sjó fram. Í byrjun júní höfðu sjófarendur á svæðinu samband við Vaktstöð siglinga og greindu frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að í kjölfarið ábendinganna hafi vitinn verið skoðaður og skorið úr um að aðeins tímaspursmál væri þar til hann hryndi. Lítið vær hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Atli Örn Sævarsson „Starfsmaður Vegagerðarinnar var á ferð í Grímseyjarferjunni í vikunni en siglingaleiðin liggur nærri Gjögurtá. Hvorki hann né skipstjóri ferjunnar komu auga á Gjögurtáarvita og töldu þá líklegt að hann væri fallinn. Vaktstöð siglinga staðfesti síðan fall vitans eftir yfirflug TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslu Íslands. Áttu myndir eða myndbönd af vitanum við Gjögurtá. Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Vegagerðin hefur lengi fylgst með ástandi vitans þar sem grafið hefur undan honum síðustu ár vegna ágangs sjávar auk þess sem jarðskjálftavirkni hefur fjölgað skriðum úr hlíðinni. Jarðfræðilegt mat á svæðinu hefur sýnt að hlíðin sem vitinn stóð í er afar óstöðug og því ekki talið forsvaranlegt að endurbyggja vitann að svo komnu máli, á sama stað. Það verður endurmetið þegar fram líða stundir. Myndir teknar úr Grímseyjarferju í vikunni. Rauði hringurinn sýnir hvar vitinn stóð áður.Vegagerðin Vegagerðin undirbýr nú uppsetningu á fljótandi öryggismerki utan við ströndina við Gjögurtá. Þetta öryggismerki tekur við hlutverki vitans og mun veita sjófarendum sömu siglingalegu upplýsingar og Gjögurtáarviti gerði. Með því helst samfella í leiðarmerkjum á strandsiglingaleiðinni þegar siglt er norðan megin frá Flatey á Skjálfanda og inn eða út úr Eyjafirði. Um vitann á Gjögurtá Fyrsti viti á Gjögurtá var reistur árið 1965, en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970 í framhaldinu. Hann stóð í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga. Ljósahús hans var 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stóð á steyptum sívölum grunni,“ segir í tilkynningunni. Grýtubakkahreppur Vitar Tengdar fréttir Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að í kjölfarið ábendinganna hafi vitinn verið skoðaður og skorið úr um að aðeins tímaspursmál væri þar til hann hryndi. Lítið vær hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Atli Örn Sævarsson „Starfsmaður Vegagerðarinnar var á ferð í Grímseyjarferjunni í vikunni en siglingaleiðin liggur nærri Gjögurtá. Hvorki hann né skipstjóri ferjunnar komu auga á Gjögurtáarvita og töldu þá líklegt að hann væri fallinn. Vaktstöð siglinga staðfesti síðan fall vitans eftir yfirflug TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslu Íslands. Áttu myndir eða myndbönd af vitanum við Gjögurtá. Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Vegagerðin hefur lengi fylgst með ástandi vitans þar sem grafið hefur undan honum síðustu ár vegna ágangs sjávar auk þess sem jarðskjálftavirkni hefur fjölgað skriðum úr hlíðinni. Jarðfræðilegt mat á svæðinu hefur sýnt að hlíðin sem vitinn stóð í er afar óstöðug og því ekki talið forsvaranlegt að endurbyggja vitann að svo komnu máli, á sama stað. Það verður endurmetið þegar fram líða stundir. Myndir teknar úr Grímseyjarferju í vikunni. Rauði hringurinn sýnir hvar vitinn stóð áður.Vegagerðin Vegagerðin undirbýr nú uppsetningu á fljótandi öryggismerki utan við ströndina við Gjögurtá. Þetta öryggismerki tekur við hlutverki vitans og mun veita sjófarendum sömu siglingalegu upplýsingar og Gjögurtáarviti gerði. Með því helst samfella í leiðarmerkjum á strandsiglingaleiðinni þegar siglt er norðan megin frá Flatey á Skjálfanda og inn eða út úr Eyjafirði. Um vitann á Gjögurtá Fyrsti viti á Gjögurtá var reistur árið 1965, en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970 í framhaldinu. Hann stóð í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga. Ljósahús hans var 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stóð á steyptum sívölum grunni,“ segir í tilkynningunni.
Áttu myndir eða myndbönd af vitanum við Gjögurtá. Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Grýtubakkahreppur Vitar Tengdar fréttir Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47