Fótbolti

Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Jeremy Doku og félagar fengu bara að fagna einu marki í dag.
Jeremy Doku og félagar fengu bara að fagna einu marki í dag. Getty/Denis Tyrin

Þrátt fyrir að vera manni fleiri síðasta korter leiksins urðu Belgar að sætta sig við 1-1 jafntefli við Kasakstan á útivelli í dag, í undankeppni HM karla í fótbolta.

Temirlan Anarbekov átti stórleik í marki Kasakstan og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Dastan Satpaev kom Kasakstan yfir á 9. mínútu en Hans Vanaken, fyrirliði Belga, jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks.

Islam Chesnokov var svo rekinn af velli en engu að síður tókst Belgum ekki að finna sigurmark og var það Anarbekov að þakka.

Sigur hefði tryggt Belgíu endanlega sæti á HM en nú þarf liðið að vinna lokaleik sinn. Sá leikur er hins vegar gegn Liechtenstein sem enn hefur ekki skorað mark í undankeppninni, tapað öllum leikjum og fengið á sig 23 mörk í sex leikjum.

Því er aðeins formsatriði fyrir Belga að tryggja sér HM-farseðilinn á heimavelli á þriðjudagskvöld. Þeir eru með 15 stig en Norður-Makedónía er með 13 og á aðeins eftir leik við Wales í lokaumferðinni. Walesverjar eru með 10 stig en eiga líka eftir leik við Liechtenstein í dag.


Tengdar fréttir

Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig

Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna.

Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana

Leikmenn norska karlalandsliðsins í fótbolta eru á leið á sitt fyrsta stórmót, eftir 4-1 sigurinn gegn Eistlandi í Osló í gærkvöld. Þeir fögnuðu sigrinum vel og skærasta stjarnan sótti svo sjötíu hamborgara fyrir sína menn.

Króatar á HM en draumur Færeyja úti

Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar.

Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli

Frakkar voru í miklum erfiðleikum með að brjóta öflugt lið Úkraínu á bak aftur í kvöld, í riðli Íslands í undankeppni HM í fótbolta, en unnu á endanum 4-0 og hjálpuðu Íslendingum fyrir sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×