Fótbolti

Arna og Sæ­dís spiluðu í sigri Våleranga

Árni Jóhannsson skrifar
Arna spilaði 65 mínútur í dag.
Arna spilaði 65 mínútur í dag. Domenico Cippitelli/NurPhoto via Getty Images

Arna Eiríksdóttir og Sædís Heiðarsdóttir byrjuðu báðar inn á þegar Våleranga bar sigurorð af Røa í lokaumferð Toppserien í Noregi í dag. Leikurinn endaði 1-0 fyrir heimakonur í Våleranga sem styrktu stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

Sædís Heiðarsdóttir spilaði allan leikinn á vinstri kantinum á meðan Arna, sem byrjaði í hægri bakverðinum, spilaði í 65 mínútur. Elise Thorsnes skoraði eina mark leiksins fyrir heimakonur á 44. mínútu og þar við sat. Leikin var 27. umferðin í dag og er deildinni í Noregi þar með lokið.

Våleranga endaði í öðru sæti deildarinnar með 67 stig og tryggði sér þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Brann vann deildina örugglega en þær enduðu með 74 stig og enduðu deildina á því að vinna Bodö/Glimt 8-0 en Diljá Ýr Zomers var ekki í hóp Brann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×