„Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:50 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, var svekktur að leik loknum. EPA/Piotr Nowak Draumur Íslands um að komast á HM í fótbolta 2026 er úti. Ísland tapaði 2-0 gegn Úkraínu í kvöld og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, að vonum svekktur eftir leik. „Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira
„Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira