Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Draymond Green fór að deila við stuðningsmanna New Orleans Pelicans í miðjum leik. Getty/Sean Gardner NBA-stjarnan Draymond Green missti stjórn á skapi sínu í leik Golden State Warriors á móti New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025 NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira