Lífið samstarf

Mynda­veisla: Klikkuð stemning í Eld­hú­spartýi FM957

FM957
Eldhúspartý FM957 fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðasta fimmtudagskvöld og var stemningin frábær. Kynnar voru þær Jóhanna Helga og Jóna Margrét, útvarpskonur á FM957.
Eldhúspartý FM957 fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðasta fimmtudagskvöld og var stemningin frábær. Kynnar voru þær Jóhanna Helga og Jóna Margrét, útvarpskonur á FM957. Myndir/Viktor Freyr.

Það var hrikalega góð stemning í Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðasta fimmtudagskvöld. Eins og venjulega var fullt út að dyrum og rjóminn af okkar besta tónlistarfólki tróð upp í einu skemmtilegasta partýi ársins.

Kynnar kvöldsins voru útvarpskonurnar Jóhanna Helga og Jóna Margrét sem báðar starfa á FM957.

„Stemningin í Eldhúspartýjunum er alltaf upp á 10 og hún var alveg sérstaklega góð í ár,“ sögðu þær Jóhanna Helga og Jóna Margrét eftir vel heppnað kvöld. „Það er óhætt að segja að við á FM957 séum með bestu hlustendur í heimi. Kvöldið heppnaðist svo vel enda ekki við öðru að búast þegar stemningfólk kemur saman til að skemmta sér og hlusta á geggjað tónlistarfólk.“

Birnir tróð upp og tók nokkur af sínum vinsælustu lögum.

Eldhúspartý FM957 var fyrst haldið árið 1998. Þau hafa alltaf verið vel sótt og eru fyrir löngu orðinn fastur liður í skemmtanhalda landans.

Eins og sjá má var stemningin frábær.

Að venju var það stórskotalið tónlistarfólks sem tróð upp en í þetta skiptið voru það Birnir, Hreimur og Gunni Óla, Alaska, Svala Björgvins, Kristmundur og Magni sem fluttu nokkur af sínum vinsælustu lögum.

Egill Ploder, dagskrárstjóri FM957 og Agnes Ýr kynningarstjóri voru í miklu stuði.

Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og tók nokkrar myndir sem fanga stemninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.