Innlent

Ó­venju mörg and­lát fíknisjúkra

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við stjórnarformann Samtaka aðstendenda og fíknisjúkra sem segir nóg komið.

Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðla á Íslandi. Við verðum í beinni frá Alþingi og kynnum okkur málið.

Bílbeltanotkun hefur dregist saman meðal ungra karlmanna á síðustu árum. Við heyrum í samskiptastjóra hjá Samgöngustofu sem segir þróunina óskiljanlega og spyrjum borgarbúa hvort þeir spenni beltin.

Áköf keppni í söfnun undirskrifta stendur nú yfir á Austurlandi milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og greinir frá þessu áhugaverða máli.

Þá kíkjum við á íslenskuverðlaun unga fólksins, hittum íslenskan atvinnumann í hnefaleikum og í Íslandi í dag ræðir Sindri Sindrason við Katrínu Jakobsdóttur um lífið eftir pólitík. Hún segist hafa grátið eftir tapið í forsetakosningunum en fagnar því nú að hafa frelsi til að segja það sem hún vill verandi „bara kona úti í bæ.“

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×