Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2025 21:49 Skotar fagna eftir að Kieran Tierney kom þeim í 3-2 gegn Dönum í uppbótartíma. getty/Andrew Milligan Skotland tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn síðan 1998 með 4-2 sigri á Danmörku í úrslitaleik um toppsætið í C-riðli undankeppninnar á Hampden Park í kvöld. Skotar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins í uppbótartíma. Dönum dugði jafntefli í leiknum í kvöld til að komast á HM en Skotar þurftu að vinna til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár. Scott McTominay kom Skotlandi yfir strax á 3. mínútu með stórkostlegri hjólhestaspyrnu. Skotar leiddu í hálfleik en á 57. mínútu jafnaði Rasmus Højlund metin fyrir Dani með marki úr vítaspyrnu. Aðeins fjórum mínútum síðar fékk Rasmus Kristiansen sitt annað gula spjald og þar með rautt og Danir því tíu eftir inni á vellinum. Heimamenn náðu forystunni á nýjan leik á 78. mínútu þegar varamaðurinn Lawrence Shankland skoraði eftir hornspyrnu. Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins fjórum mínútum eftir mark Shanklands jafnaði Patrick Dorgu fyrir Dani með skoti úr vítateignum. Skotar sóttu stíft á lokakafla leiksins og á þriðju mínútu í uppbótartíma skoraði Kieran Tierney þriðja mark þeirra með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Kevin McLean svo með skoti frá miðju, yfir Kasper Schmeichel í danska markinu. Lokatölur 4-2 og langri bið Skotlands eftir sæti á HM lokið. Danmörk þarf hins vegar að fara í umspil til að tryggja sér sæti á HM í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó á næsta ári. Dregið verður í umspilið á fimmtudaginn. HM 2026 í fótbolta
Skotland tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn síðan 1998 með 4-2 sigri á Danmörku í úrslitaleik um toppsætið í C-riðli undankeppninnar á Hampden Park í kvöld. Skotar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins í uppbótartíma. Dönum dugði jafntefli í leiknum í kvöld til að komast á HM en Skotar þurftu að vinna til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár. Scott McTominay kom Skotlandi yfir strax á 3. mínútu með stórkostlegri hjólhestaspyrnu. Skotar leiddu í hálfleik en á 57. mínútu jafnaði Rasmus Højlund metin fyrir Dani með marki úr vítaspyrnu. Aðeins fjórum mínútum síðar fékk Rasmus Kristiansen sitt annað gula spjald og þar með rautt og Danir því tíu eftir inni á vellinum. Heimamenn náðu forystunni á nýjan leik á 78. mínútu þegar varamaðurinn Lawrence Shankland skoraði eftir hornspyrnu. Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins fjórum mínútum eftir mark Shanklands jafnaði Patrick Dorgu fyrir Dani með skoti úr vítateignum. Skotar sóttu stíft á lokakafla leiksins og á þriðju mínútu í uppbótartíma skoraði Kieran Tierney þriðja mark þeirra með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Kevin McLean svo með skoti frá miðju, yfir Kasper Schmeichel í danska markinu. Lokatölur 4-2 og langri bið Skotlands eftir sæti á HM lokið. Danmörk þarf hins vegar að fara í umspil til að tryggja sér sæti á HM í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó á næsta ári. Dregið verður í umspilið á fimmtudaginn.