Lífið

Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rikki og Valdís eignuðust stúlku í gærmorgun.
Rikki og Valdís eignuðust stúlku í gærmorgun. Facebook

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og kona hans Valdís Unnarsdóttir, eignuðust stúlku í gærmorgun. Frá þessu greina hjónin á samfélagsmiðlum.

Stúlkan er þeirra annað barn en fyrir eiga þau Svandísi Birtu sem er fædd árið 2014.

„Þetta yndislega kraftaverk kom í heiminn 07:20 í morgun. Móður og barni heilast afar vel og faðirinn ekkert nema meyr, stoltur og þakklátur. Daman aftur á móti gæti þurft klippingu áður en kemur að fyrsta baðinu, annað eins hár hefur sjaldan sést,“ skrifar Rikki við færsluna.

Þau hafa verið saman frá árinu 2005 þegar hún var sautján ára og hann tvítugur og ekki verið aðskilinn síðan. Þau giftu sig á aðfangadag fyrir tæpum sjö árum, eftir þrettán ára samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.