Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Lestrarklefinn 22. nóvember 2025 09:01 Vestfirðir eru sögusvið Margrétar S. Höskuldsdóttur í hennar nýjustu bók. Menningarvefurinn Lestrarklefinn tekur bókina fyrir. Bók Margrétar Höskuldsdóttur, Lokar augum blám er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Jana Hjörvar hefur þetta að segja um bókina. Það var rétt fyrir jólin í fyrra sem ég rak augun í bókina Í djúpinu eftir Margréti S. Höskuldsdóttur og las. Ég tók hana upp því hún var sögð vera spennusaga sem gerist á Vestfjörðum og væri með spúkí undirtón og jafnvel smá draugabrasi. Mér fannst sú bók alveg frábær þannig að ég var ansi spennt þegar ég sá að Margrét sendi frá sér aðra bók nú í ár. Lokar augum blám er titill hennar, en sú er sjálfstætt framhald bókarinnar Í djúpinu. Í Lokar augum blám erum við aftur stödd á Vestfjörðum og fylgjumst með lögregluteyminu Rögnu og Berg sem við kynntumst í fyrri bókinni. Sagan hefst á að tveir ungir kajakræðarar hverfa í Dýrafirði og fær lögreglan á Vestfjörðum það mál til sín. Bergur er nú fluttur til Flateyrar þar sem hann starfar hjá lögreglunni á Vestfjörðum og býr hjá föður sínum. Hann fær því þetta mál til sín, að leita að mönnunum tveimur, og fær með sér liðsauka úr höfuðborginni, hana Rögnu. Á sama tíma er ungt par að gera sér heimili í gömlu húsi á Flateyri. Konan, Elena, er af erlendum uppruna en sambýlismaður hennar, Svavar, á tengingu við Flateyri og eftir erfið ár í höfuðborginni hafa þau ákveðið að söðla um og flytja vestur til að endurstilla sig og sitt líf saman. Undarlegir hlutir fara að gerast í tengslum við húsið sem á sér nöturlega sögu og Elena veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Draugar? Kannski. Stemning? Já, slatti Líkt og áður byggir Margrét sögusviðið einstaklega vel upp enda er hún vel kunnug staðháttum á Vestfjörðum. Ég hef ferðast um þennan hluta Vestfjarða og gat ég í huganum staðsett mig allsstaðar þegar ég las söguna. Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni á vef Lestrarklefans. Menning Bókmenntir Jól Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira
Það var rétt fyrir jólin í fyrra sem ég rak augun í bókina Í djúpinu eftir Margréti S. Höskuldsdóttur og las. Ég tók hana upp því hún var sögð vera spennusaga sem gerist á Vestfjörðum og væri með spúkí undirtón og jafnvel smá draugabrasi. Mér fannst sú bók alveg frábær þannig að ég var ansi spennt þegar ég sá að Margrét sendi frá sér aðra bók nú í ár. Lokar augum blám er titill hennar, en sú er sjálfstætt framhald bókarinnar Í djúpinu. Í Lokar augum blám erum við aftur stödd á Vestfjörðum og fylgjumst með lögregluteyminu Rögnu og Berg sem við kynntumst í fyrri bókinni. Sagan hefst á að tveir ungir kajakræðarar hverfa í Dýrafirði og fær lögreglan á Vestfjörðum það mál til sín. Bergur er nú fluttur til Flateyrar þar sem hann starfar hjá lögreglunni á Vestfjörðum og býr hjá föður sínum. Hann fær því þetta mál til sín, að leita að mönnunum tveimur, og fær með sér liðsauka úr höfuðborginni, hana Rögnu. Á sama tíma er ungt par að gera sér heimili í gömlu húsi á Flateyri. Konan, Elena, er af erlendum uppruna en sambýlismaður hennar, Svavar, á tengingu við Flateyri og eftir erfið ár í höfuðborginni hafa þau ákveðið að söðla um og flytja vestur til að endurstilla sig og sitt líf saman. Undarlegir hlutir fara að gerast í tengslum við húsið sem á sér nöturlega sögu og Elena veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Draugar? Kannski. Stemning? Já, slatti Líkt og áður byggir Margrét sögusviðið einstaklega vel upp enda er hún vel kunnug staðháttum á Vestfjörðum. Ég hef ferðast um þennan hluta Vestfjarða og gat ég í huganum staðsett mig allsstaðar þegar ég las söguna. Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni á vef Lestrarklefans.
Menning Bókmenntir Jól Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira