Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2025 08:49 Sigmundur Davíð óskaði upplýsinga um fjölda útlendinga á Íslandi. Vísir/Vilhelm Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og þingmanns Miðflokksins. Ráðherra segist ekki geta svarað því hversu margir þeirra sem fengið hafa íslenska ríkisborgararétt án þess að hafa hlotið hann við fæðingu eða ættleiðingu séu búsettir á Íslandi, þar sem öflun þeirra gagna kalli á sérvinnslu af hálfu Hagstofunnar. Sigmundur spurði meðal annars að því hversu margir hefðu búsetu eða dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli umsóknar um alþjóðlega vernd en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun voru 4.020 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta í lok árs 2024 og 2.353 á grundvelli alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar. Þeir sem fengu tímabundna vernd vegna fjöldaflótta eru Úkraínumenn vegna innrásar Rússa sem hófst í febrúar árið 2022. Þá voru 4.392 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar í lok árs 2024. Bæði íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar með dvalarleyfi á landinu eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Rúmur meirihluti fjölskyldusameininga tengist Íslendingum eða EES-borgurum innanlands, að því er kom fram í skýrslu sem dómsmálaráðherra kynnti í dag. Þá voru 1.105 með dvalarleyfi á grundvelli náms og menningarskipta, 1.469 á grundvelli atvinnuþátttöku og 6.183 af öðrum ástæðum, þ.m.t. einstaklingar með ótímabundið dvalarleyfi, breskir ríkisborgarar sem bjuggu á Íslandi fyrir Brexit og einstaklingar með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra væru um tíu þúsund talsins. Inni í þeirri tölu voru einstaklingar með dvarleyfi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta, alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar auk fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar eru hins vegar ekki einskorðuð við hælisleitendur eða flóttamenn. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni. Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og þingmanns Miðflokksins. Ráðherra segist ekki geta svarað því hversu margir þeirra sem fengið hafa íslenska ríkisborgararétt án þess að hafa hlotið hann við fæðingu eða ættleiðingu séu búsettir á Íslandi, þar sem öflun þeirra gagna kalli á sérvinnslu af hálfu Hagstofunnar. Sigmundur spurði meðal annars að því hversu margir hefðu búsetu eða dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli umsóknar um alþjóðlega vernd en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun voru 4.020 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta í lok árs 2024 og 2.353 á grundvelli alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar. Þeir sem fengu tímabundna vernd vegna fjöldaflótta eru Úkraínumenn vegna innrásar Rússa sem hófst í febrúar árið 2022. Þá voru 4.392 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar í lok árs 2024. Bæði íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar með dvalarleyfi á landinu eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Rúmur meirihluti fjölskyldusameininga tengist Íslendingum eða EES-borgurum innanlands, að því er kom fram í skýrslu sem dómsmálaráðherra kynnti í dag. Þá voru 1.105 með dvalarleyfi á grundvelli náms og menningarskipta, 1.469 á grundvelli atvinnuþátttöku og 6.183 af öðrum ástæðum, þ.m.t. einstaklingar með ótímabundið dvalarleyfi, breskir ríkisborgarar sem bjuggu á Íslandi fyrir Brexit og einstaklingar með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra væru um tíu þúsund talsins. Inni í þeirri tölu voru einstaklingar með dvarleyfi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta, alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar auk fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar eru hins vegar ekki einskorðuð við hælisleitendur eða flóttamenn. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni.
Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent