Lífið samstarf

Græjaðu gjafalistann á undir­verði

Boozt
Svörtudagar eru nú í algleymingi á Boozt og hægt að klára jólagjafakaupin í hvelli á fyrir frábært verð.
Svörtudagar eru nú í algleymingi á Boozt og hægt að klára jólagjafakaupin í hvelli á fyrir frábært verð.

Black Friday er fullkomið tækifæri til að hefja jólagjafainnkaupin og tilboðin á Boozt í ár eru betri en nokkru sinni fyrr.

Ertu að leita að lúxusgjöf, flottum hlut fyrir unglinginn eða vinsælasta leikfanginu í ár? Þú finnur allt á ótrúlegu verði á Boozt. Settu gjafalistann í gír og græjaðu frábærar gjafir fyrir alla á listanum.

Fyrir hana

Black Friday er tíminn til að dekra við konuna í lífi þínu og hér má finna hugmyndir að gjöfum handa henni. Klassískar tískuvörur eins og ullarsjal, leðurtaska eða glæsileg prjónapeysa eru falleg jólagjöf. Í snyrtivörum er hægt að finna frábær verð á vinsælum gjafasettum, húðvörum og lúxus förðunarpallettum. Fyrir þær sem elska notalegheit heima, eru mjúk kasmír-heimasett eða falleg ilmkerti frá hágæða merkjum fullkomin gjöf.

Við stingum upp á þessu hér: Handtaska frá ATP, fallegt armband frá Pandora, flottir vetrarskór frá Timberland, leðurbelti frá Ralph Lauren, ullartrefill frá Gant, hágæða hárvörum frá Kérastase, strigaskóm frá New Balance, kuldaskór frá The North Face.

Fyrir hann

Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hann fyrir brot af upphaflegu verði. Uppfærðu fataskápinn hans með stílhreinni prjónapeysu, gæða leðurbelti eða hlýjum inniskóm. Raksetti með hágæða rakvél, húðumhirðu og skeggolíum eru alltaf vinsælir. Fyrir karl sem kann að meta þægindi eru mjúkir hettugallar, notalegir inniskór eða gæða undirtreyjur og sokkar frá þekktum merkjum ómissandi.

Við mælum með: Inniskóm frá Axelda, leðurbelit frá Matinique, peysu frá Oscar Jacobsen, Kokkahníf frá Global, potti frá Tarek Taylor, húðvörum frá Biotherm, ilmi frá Versace, Duffeltösku frá The North Face, hlaupaskóm frá On.

Fyrir unglinginn

Það getur verið áskorun að finna jólagjafir fyrir unglinga en Black Friday gerir það miklu auðveldara. Þeir elska nýjustu trendin og þau eru oft á útsölu á þessum tíma. Leitaðu að tilboðum í vinsælum strigaskóm, oversize-hettugöllum eða flottum peysum. Tæknivörur eins og heyrnartól eða símahulstur slá alltaf í gegn. Í snyrtivörum má finna skemmtilegar förðunarvörur, vinsælar húðvörur fyrir unglinga eða nýjustu trend-ilmina.

Við mælum með þessu hér:  Flottur bolur frá Lyle & Scott, geggjuð hettupeysa frá GANT, strigaskór frá VANS, náttföt frá Ralph Lauren eða klassískir skór frá Adidas

Fyrir börnin

Láttu jóladrauma barnanna rætast með Því að nýta frábær tilboð á leikföngum. Black Friday er besti tíminn til að kaupa stærri leikföng eins og LEGO sett, dúkkuhús eða gagnvirka leiksett. Einnig er hægt að fylla jólapakkana af skapandi gjöfum eins og föndri, leir eða vísindasettum. Fyrir yngri börn eru viðarleikföng, þroskaleikföng og mjúk dýr viðeigandi og oft á frábæru verði. 

Við mælum með trylltu dúkkuhúsi frá Barbie, slímverksmiðja frá So Slime, mjúkur púðabangsi frá Squishmallows, ævintýragarður frá Sylvanian Families, bláan og mjúkan Stitchbangsa frá Disney Stitch, kappakstursbíla frá LEGO, slökkvibílasett frá Playmobil, bílabraut frá Hot Wheels, björgunarþyrla frá Hvolpasveitinni og fígúrunum fráu frá Pokemon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.