Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 21:51 Steinar Kaldal vonast eftir að nýi Bandaríkjamaðurinn styrki Ármenninga til góðra verka. vísir/diego Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, segir að nýliðarnir hafi ekki haft orku til að berjast við Njarðvík allt til loka í leik liðanna í IceMar-höllinni í kvöld. Nýr Bandaríkjamaður er á leið í Laugardalinn. Ármann tapaði með 24 stigum fyrir Njarðvík, 99-75, og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Bónus deildinni. Ármenningar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í þrjú stig en nær komust þeir ekki. „Við erum inni í leiknum fram í miðjan 3. leikhluta en þá náðu þeir góðu áhlaupi á okkur og forystu fyrir 4. leikhluta og það dró vindinn úr okkur,“ sagði Steinar í leikslok. „Við erum þunnskipaðir og menn verða þreyttir. Við vorum komnir í villuvandræði, þurftum að dreifa álaginu og þeir keyrðu á okkur og voru betri í seinni hálfleik.“ Ármenningar voru án bandarísks leikmanns í kvöld en Steinar segir að nýr Kani sé væntanlegur til liðsins. „Við eigum von á leikmanni vonandi sem allra fyrst. Það er stutt í það,“ sagði þjálfarinn. En hvers konar leikmaður er nýi Kaninn? „Þetta er svona „combo“ bakvörður sem getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur. Hann getur vonandi tekið að sér leikstjórnandahlutverk í bland við hina sem eru að spila það og frákastað. Okkur vantar menn í fráköst og styrk gegn þessum liðum. Við erum að vonast til að hann komi með það fyrir okkur,“ svaraði Steinar. Þrátt fyrir að Ármann hafi tapað öllum átta leikjum sínum í Bónus deildinni segir Steinar að andinn í hópi nýliðanna sé góður. „Mórallinn á æfingum er góður. Það eru allir meðvitaðir, og voru það frá byrjun, hvað við vorum að koma inn í þessa deild. Við erum með yngsta og óreyndasta lið deildarinnar. Umgjörðin hjá okkur er lítil þótt það séu stórkostlegir sjálfboðaliðar í kringum Ármann,“ sagði Steinar. „Það var meðvitund um að þetta yrði erfitt. Auðvitað er hundleiðinlegt að tapa leik eftir leik en við erum bara brattir að vinna inni í þeim ramma sem við erum með. Við ætlum að halda áfram að gera það og við reynum að byggja á atriðum sem ganga vel, setja okkur markmið leik fyrir leik og ætlum að halda því áfram,“ bætti Steinar við að endingu. Bónus-deild karla Ármann Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Ármann tapaði með 24 stigum fyrir Njarðvík, 99-75, og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Bónus deildinni. Ármenningar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í þrjú stig en nær komust þeir ekki. „Við erum inni í leiknum fram í miðjan 3. leikhluta en þá náðu þeir góðu áhlaupi á okkur og forystu fyrir 4. leikhluta og það dró vindinn úr okkur,“ sagði Steinar í leikslok. „Við erum þunnskipaðir og menn verða þreyttir. Við vorum komnir í villuvandræði, þurftum að dreifa álaginu og þeir keyrðu á okkur og voru betri í seinni hálfleik.“ Ármenningar voru án bandarísks leikmanns í kvöld en Steinar segir að nýr Kani sé væntanlegur til liðsins. „Við eigum von á leikmanni vonandi sem allra fyrst. Það er stutt í það,“ sagði þjálfarinn. En hvers konar leikmaður er nýi Kaninn? „Þetta er svona „combo“ bakvörður sem getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur. Hann getur vonandi tekið að sér leikstjórnandahlutverk í bland við hina sem eru að spila það og frákastað. Okkur vantar menn í fráköst og styrk gegn þessum liðum. Við erum að vonast til að hann komi með það fyrir okkur,“ svaraði Steinar. Þrátt fyrir að Ármann hafi tapað öllum átta leikjum sínum í Bónus deildinni segir Steinar að andinn í hópi nýliðanna sé góður. „Mórallinn á æfingum er góður. Það eru allir meðvitaðir, og voru það frá byrjun, hvað við vorum að koma inn í þessa deild. Við erum með yngsta og óreyndasta lið deildarinnar. Umgjörðin hjá okkur er lítil þótt það séu stórkostlegir sjálfboðaliðar í kringum Ármann,“ sagði Steinar. „Það var meðvitund um að þetta yrði erfitt. Auðvitað er hundleiðinlegt að tapa leik eftir leik en við erum bara brattir að vinna inni í þeim ramma sem við erum með. Við ætlum að halda áfram að gera það og við reynum að byggja á atriðum sem ganga vel, setja okkur markmið leik fyrir leik og ætlum að halda því áfram,“ bætti Steinar við að endingu.
Bónus-deild karla Ármann Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira