Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2025 22:23 Síminn hefur sótt um að fá að slökkva síðar en um áramót á sínum sendum. Vísir/Vilhelm Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs. Ólafur Magnússon, tæknistjóri Nova, var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um útfösunina. Hann segir Nova hafa slökkt á 2G-sendum um síðustu áramót og hafi um leið haft samband viðskiptavini sína sem voru með tæki sem aðeins studdu þessi tækni. Hann segir að útfösun 2G hafi lokið um áramót og eftir það hafi tekið við útfösun á 3G sendum fyrirtækisins. Enn sé unnið að því að slökkva á öllum sendum sem senda á 3G. Hann segir þetta gamla tækni sem noti samt sem áður það tíðniband sem er notað til að dreifa þráðlausri tækni. Vilja rýma fyrir 5G „Það er ekki óendanleg auðlind,“ segir hann og að með því að slökkva á 2G og 3G sendum sé búið til meira rými fyrir 5G senda sem hafi tekið við. „Ef þú ert með átta akreina hraðbraut og þú ert með tvær akreinar sem nota hestvagna þá viltu setja sportbílana á þessar akreinar í staðinn.“ Fjallað var um það í sumar að sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu teldi að enn væru þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu. Sem dæmi nýti öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði sér þjónustuna. Ólafur segir Nova hafa verið í sambandi við sína viðskiptavini beint sem eiga tæki eða tól sem nota þessa tækni til að útskýra fyrir þeim áhrifin. Hann segir þeim fara fækkandi sem nota þessa tækni en þetta geti átt við fleiri tæki en bara síma, í raun um öll tæki sem þurfa að nota Internetið, sumarbústaðahlið, mælar sem senda mælingar og ýmislegt annað. Sé fólk til dæmis með sumarbústaðahlið sem notar 2G eða 3G segir hann fólk verða að hafa samband við þjónustuaðila og fá búnað á hliðið sem styður við nýrri tækni. 6G komi eftir um fimm ár Ólafur segir útfösun 4G líka hafna, eftir að 5G kom, en þó án þess að notendur finni fyrir því. Hann segir fjölda símtækja sem styðja við 5G komið upp í hátt í 70 prósent og þegar það haldi áfram gerist það smám saman. Hann segir 6G líklega koma um 2030 ofan á núverandi tækni og það stýri því mest hver þörfin er hversu fljótt það komi. Hversu mikinn hraða þarf fyrir samskiptin, til dæmis muni sjálfkeyrandi bílar þurfa að geta átt í mjög hröðum samskiptum við gervihnetti til að bregðast við. „Við erum ekkert hætt. Þetta er stöðug þróun áfram,“ segir hann. Hann segir að ráðgert hafi verið að slökkva á öllum 2G og 3G sendum um áramót en að Síminn hafi sótt um að fresta því að slökkva á sínum sendum þar til um mitt næsta ár. Hann segir Símann byrja útfösunina seinna en Nova og verði því síðar á ferðinni en Nova. Fjarskipti Nova Síminn Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Ólafur Magnússon, tæknistjóri Nova, var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag um útfösunina. Hann segir Nova hafa slökkt á 2G-sendum um síðustu áramót og hafi um leið haft samband viðskiptavini sína sem voru með tæki sem aðeins studdu þessi tækni. Hann segir að útfösun 2G hafi lokið um áramót og eftir það hafi tekið við útfösun á 3G sendum fyrirtækisins. Enn sé unnið að því að slökkva á öllum sendum sem senda á 3G. Hann segir þetta gamla tækni sem noti samt sem áður það tíðniband sem er notað til að dreifa þráðlausri tækni. Vilja rýma fyrir 5G „Það er ekki óendanleg auðlind,“ segir hann og að með því að slökkva á 2G og 3G sendum sé búið til meira rými fyrir 5G senda sem hafi tekið við. „Ef þú ert með átta akreina hraðbraut og þú ert með tvær akreinar sem nota hestvagna þá viltu setja sportbílana á þessar akreinar í staðinn.“ Fjallað var um það í sumar að sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu teldi að enn væru þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu. Sem dæmi nýti öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði sér þjónustuna. Ólafur segir Nova hafa verið í sambandi við sína viðskiptavini beint sem eiga tæki eða tól sem nota þessa tækni til að útskýra fyrir þeim áhrifin. Hann segir þeim fara fækkandi sem nota þessa tækni en þetta geti átt við fleiri tæki en bara síma, í raun um öll tæki sem þurfa að nota Internetið, sumarbústaðahlið, mælar sem senda mælingar og ýmislegt annað. Sé fólk til dæmis með sumarbústaðahlið sem notar 2G eða 3G segir hann fólk verða að hafa samband við þjónustuaðila og fá búnað á hliðið sem styður við nýrri tækni. 6G komi eftir um fimm ár Ólafur segir útfösun 4G líka hafna, eftir að 5G kom, en þó án þess að notendur finni fyrir því. Hann segir fjölda símtækja sem styðja við 5G komið upp í hátt í 70 prósent og þegar það haldi áfram gerist það smám saman. Hann segir 6G líklega koma um 2030 ofan á núverandi tækni og það stýri því mest hver þörfin er hversu fljótt það komi. Hversu mikinn hraða þarf fyrir samskiptin, til dæmis muni sjálfkeyrandi bílar þurfa að geta átt í mjög hröðum samskiptum við gervihnetti til að bregðast við. „Við erum ekkert hætt. Þetta er stöðug þróun áfram,“ segir hann. Hann segir að ráðgert hafi verið að slökkva á öllum 2G og 3G sendum um áramót en að Síminn hafi sótt um að fresta því að slökkva á sínum sendum þar til um mitt næsta ár. Hann segir Símann byrja útfösunina seinna en Nova og verði því síðar á ferðinni en Nova.
Fjarskipti Nova Síminn Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent