Kanna fýsileika landeldis á Bakka Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 16:37 Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bakkavík landeldi ehf. og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings. Samsett Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur. Í viljayfirlýsingunni segir að Bakkavík landeldi telji tækifæri til sjálfbærrar auðlindanýtingar og atvinnusköpunar í Norðurþingi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast kanna ítarlega fýsileika þess að reka landeldisstöð á svæðinu. „Sú vinna felur meðal annars í sér mat á aðgengi að nauðsynlegum auðlindum og innviðum, svo sem jarðhita, ferskvatni, raforku, jarðsjó og hafnaraðstöðu, þróun laga-, skatta- og viðskiptaumhverfis fiskeldisstöðva, mat á starfsleyfisskilyrðum, samgöngum o.fl.,“ er haft eftir Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Bakkavíkur, í fréttatilkynningu. Hann tekur þar fram að um þróunarverkefni sé að ræða og komi til með að taka nokkur ár. Með þessu verði hægt að efla atvinnulíf og búsetu í Norðurþingi og nágrannabyggðum. Fjöldi manns hjá Norðurþingi missti vinnuna nýverið þegar PCC á Bakka hóf rekstrarstöðvun í kjölfar frumniðurstaðna Evrópusambandsins um að ekki yrðu settir verndartollar á kísilmálm. Falli að stefnu sveitarfélagsins Sveitarfélagið telur verkefnið falla vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu þess. „Við vonum að rannsóknir Bakkavíkur landeldi leiði á næstu árum í ljós hagkvæmni þess að reka landeldisstöð á Bakka. Það er ánægjulegt að undirrita í dag viljayfirlýsingu við trausta og áhugasama aðila með reynslu í eldismálum og uppbyggingu eldisfyrirtækja,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra Norðurþings. Í sumar undirritaði Norðurþing einnig viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í október að alls hefðu fimm fjárfestingaraðilar áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi. Sérstakur verkefnastjóri yrði ráðinn, sem íslenska ríkið borgar að mestu leyti fyrir, til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starf verkefnastjórans hefur þegar verið auglýst til umsóknar á heimasíðu Norðurþings. Þar kemur fram að helstu verkefni hans verði meðal annars þróun og samhæfing græns iðngarðs á Bakka, stuðningur við fjárfesta og samhæfing hringrásaverkefna. Norðurþing Landeldi Fiskeldi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í viljayfirlýsingunni segir að Bakkavík landeldi telji tækifæri til sjálfbærrar auðlindanýtingar og atvinnusköpunar í Norðurþingi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast kanna ítarlega fýsileika þess að reka landeldisstöð á svæðinu. „Sú vinna felur meðal annars í sér mat á aðgengi að nauðsynlegum auðlindum og innviðum, svo sem jarðhita, ferskvatni, raforku, jarðsjó og hafnaraðstöðu, þróun laga-, skatta- og viðskiptaumhverfis fiskeldisstöðva, mat á starfsleyfisskilyrðum, samgöngum o.fl.,“ er haft eftir Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Bakkavíkur, í fréttatilkynningu. Hann tekur þar fram að um þróunarverkefni sé að ræða og komi til með að taka nokkur ár. Með þessu verði hægt að efla atvinnulíf og búsetu í Norðurþingi og nágrannabyggðum. Fjöldi manns hjá Norðurþingi missti vinnuna nýverið þegar PCC á Bakka hóf rekstrarstöðvun í kjölfar frumniðurstaðna Evrópusambandsins um að ekki yrðu settir verndartollar á kísilmálm. Falli að stefnu sveitarfélagsins Sveitarfélagið telur verkefnið falla vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu þess. „Við vonum að rannsóknir Bakkavíkur landeldi leiði á næstu árum í ljós hagkvæmni þess að reka landeldisstöð á Bakka. Það er ánægjulegt að undirrita í dag viljayfirlýsingu við trausta og áhugasama aðila með reynslu í eldismálum og uppbyggingu eldisfyrirtækja,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra Norðurþings. Í sumar undirritaði Norðurþing einnig viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í október að alls hefðu fimm fjárfestingaraðilar áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi. Sérstakur verkefnastjóri yrði ráðinn, sem íslenska ríkið borgar að mestu leyti fyrir, til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starf verkefnastjórans hefur þegar verið auglýst til umsóknar á heimasíðu Norðurþings. Þar kemur fram að helstu verkefni hans verði meðal annars þróun og samhæfing græns iðngarðs á Bakka, stuðningur við fjárfesta og samhæfing hringrásaverkefna.
Norðurþing Landeldi Fiskeldi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira