Innlent

Sláandi sinnu­leysi í mál­efnum fatlaðra og COP30 gert upp

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Formaður Öryrkjabandalagsins segir sláandi að ríflega helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málum fatlaðs fólks. Það komi hins vegar ekki á óvart. Rætt verður við hana um málið í kvöldfréttum.

Í kvöldfréttum verður rætt við Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands um nýafstaðna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu. 

Við fjöllum um nýjustu vendingar í viðræðum Úkraínu og Bandaríkjanna um friðartillögur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Úkraínumenn vilja gera umfangsmiklar breytingar, enda halla tillögurnar mjög á þá. Trump segir Úkraínumenn vanþakkláta.

Við litum við í Borg í Grímsnesi, þar sem Háskólalestin var með vísindasmiðju um helgina, og verðum í beinni frá Guðmundarlundi þar sem Ævintýri í Jólaskógi fer fram sjötta árið í röð.

Í sportpakkanum heyrum við í Heimi Hannessyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem segir kjöt vanta á beinin hjá íslenska liðinu. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×