Körfubolti

Kristinn brotinn og missir af lands­leikjunum

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Axel Guðmundsson og Tryggvi Snær Hlinason eru án Kristins Pálssonar í komandi landsleikjum.
Jón Axel Guðmundsson og Tryggvi Snær Hlinason eru án Kristins Pálssonar í komandi landsleikjum. vísir/Anton

Kristinn Pálsson missir af komandi landsleikjum Íslands í nýrri undankeppni fyrir HM í körfubolta, vegna beinbrots, og verður frá keppni næstu vikurnar.

Kristinn er ekki í tólf manna landsliðshópi Íslands sem mættur er til Ítalíu til að spila við heimamenn á fimmtudaginn og svo við Breta hérlendis á sunnudaginn.

Ástæðan er sú að hann úlnliðsbrotnaði í leik með liði sínu Jesi gegn Casoria í ítölsku B-deildinni fyrir tólf dögum.

„Ég er að keyra á körfuna og er ýtt, og ég lendi með höndina á gólfinu og dett síðan á hana með líkamann,“ segir Kristinn við Vísi.

Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði í fjórar vikur frá keppni en meiðslin verða svo endurmetin á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×