16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir og Rannveig Þórisdóttir skrifa 25. nóvember 2025 12:30 Í dag, 25. nóvember, er baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og markar dagurinn jafnframt árlega upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og miðar að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Í ár er átakið tileinkað baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum en með aukinni tækniþróun hefur skapast nýr vettvangur þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni þrífst óáreitt og skerðir jafnvel möguleika kvenna til að taka þátt í opinberu lífi, þaggar niður í þeim og fælir þær frá því að taka að sér forystuhlutverk. Hvað vitum við um stafrænt kynferðisofbeldi? Þrátt fyrir að áhyggjur af stafrænu kynferðisofbeldi hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum vegna ofbeldis gegn konum og stúlkum, hefur skort á rannsóknum á tíðni þess, útbreiðslu og áhrifum, sérstaklega meðal fullorðinna einstaklinga. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa síðustu ár gert þolendakönnun þar sem landsmenn 18 ára og eldri eru spurðir út í reynslu af afbrotum, viðhorf til lögreglu og öryggistilfinningu. Árið 2017 var fyrst spurt út í reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi með því að spyrja þátttakendur að því hvort þeir hafi orðið fyrir því að einhver hafi deilt af þeim, án þeirra leyfis, kynferðislegu myndefni eða myndefni sem sýndi nekt og olli ama, vanlíðan skömm, óþægindum eða reiði. Spurt er um reynslu þeirra árið á undan. Einnig er spurt hvort þátttakendur hafir orðið fyrir hótun um slíkt. Þá eru þeir sem hafa orðið fyrir slíku eða hótun um slíkt spurðir út hversu mikil eða lítil áhrif það hafði. Ungar konur líklegastar til að verða fyrir stafrænum kynferðisbrotum Þegar niðurstöður úr könnuninni eru skoðaðar fyrir síðustu ár má sjá að um 0,5% þátttakenda hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 2,3% hafa orðið fyrir hótun um slíkt. Niðurstöður benda til þess að karlar jafnt sem konur verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða hótun um slíkt. Þannig má gera ráð fyrir að árlega verði 0,6% karla og 0,5% kvenna fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 2,2% karla og 2,4% kvenna fyrir hótun. Þá eru einstaklingar á aldrinum 18 til 25 ára líklegastir bæði til að segjast hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og hótun um slíkt. Þegar gögnin eru skoðuð út frá aldri og kyni má að auki sjá að konur á aldrinum 18-25 ára skera sig út með að vera líklegri til að hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi en aðrir, en slíkt ofbeldi dreifist meira á aldurshópana meðal karla. Hótanir hafa meiri áhrif á konur Rannsóknir hafa bent til þess að stafrænt kynferðisofbeldi geti haft víðtæk áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim verða og eru þessi áhrif ekki frábrugðin þeim áhrifum sem annað kynferðisofbeldi hefur. Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í það hversu mikil eða lítil áhrif myndbirting eða hótun um slíkt hafði á þau. Fram kemur að 62% þeirra sem höfðu orðið fyrir myndbirtingu töldu það hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á þau og 50% þeirra sem höfðu orðið fyrir hótunum. Yfir helmingur bæði karla og kvenna segja myndbirtingu hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á sig, en fleiri konur en karlar segja svo vera. Þannig segja 68% kvenna myndbirtingu hafa mjög eða frekar mikil áhrif á líðan þeirra samanborið við 56% karla. Munurinn er talsvert meiri þegar litið er til áhrifa af hótun um birtingu stafræns kynferðisofbeldis en 63% kvenna segja slíkar hótanir hafa mjög eða frekar mikil áhrif en 35% karla segja hið sama. Erfitt er að greina mynstur áhrifa á líðan milli aldurshópa þegar um er að ræða myndbirtingu þar sem svörin eru fá, en þegar greindar eru hótanir um myndbirtingu má sjá að áhrifin á líðan er mest á yngsta aldurshópinn, en 69% í aldurshópnum 18-25 ára segja áhrifin frekar eða mjög mikil og 64% einstaklinga á aldinum 26-35 ára, en hlutfallið var mun lægra í eldri aldurshópum. Þessi stutta samantekt sýnir að hér á landi beinast stafræn kynferðisbrot bæði gegn körlum og konum og að brotin beinast oftast gegn yngri aldurshópum, þá sérstaklega gegn ungum konum. Einnig sýna niðurstöður að stafrænt kynferðisofbeldi hefur mjög eða frekar mikil áhrif á líðan bæði karla og kvenna en hótun um myndbirtingu hefur mun meiri áhrif á líðan kvenna en karla. Hafa ber í huga að hér er ekki skoðað eðli ofbeldisins þ.e. hvort um sé að ræða að ofbeldinu sé beitt af einstaklingi í nánu sambandi, hvort um sé að ræða annað kynbundið ofbeldi, ástarsvik eða um sé að ræða annars konar tengsl. Nánari samantekt má finna á vef lögreglunnar, www.logreglan.is Höfundar eru Guðbjörg S. Bergsdóttir, deildarstjóri gagnavísinda- og upplýsingadeildar hjá embætti ríkislögreglustjóra, og Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í dag, 25. nóvember, er baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og markar dagurinn jafnframt árlega upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og miðar að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Í ár er átakið tileinkað baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum en með aukinni tækniþróun hefur skapast nýr vettvangur þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni þrífst óáreitt og skerðir jafnvel möguleika kvenna til að taka þátt í opinberu lífi, þaggar niður í þeim og fælir þær frá því að taka að sér forystuhlutverk. Hvað vitum við um stafrænt kynferðisofbeldi? Þrátt fyrir að áhyggjur af stafrænu kynferðisofbeldi hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum vegna ofbeldis gegn konum og stúlkum, hefur skort á rannsóknum á tíðni þess, útbreiðslu og áhrifum, sérstaklega meðal fullorðinna einstaklinga. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa síðustu ár gert þolendakönnun þar sem landsmenn 18 ára og eldri eru spurðir út í reynslu af afbrotum, viðhorf til lögreglu og öryggistilfinningu. Árið 2017 var fyrst spurt út í reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi með því að spyrja þátttakendur að því hvort þeir hafi orðið fyrir því að einhver hafi deilt af þeim, án þeirra leyfis, kynferðislegu myndefni eða myndefni sem sýndi nekt og olli ama, vanlíðan skömm, óþægindum eða reiði. Spurt er um reynslu þeirra árið á undan. Einnig er spurt hvort þátttakendur hafir orðið fyrir hótun um slíkt. Þá eru þeir sem hafa orðið fyrir slíku eða hótun um slíkt spurðir út hversu mikil eða lítil áhrif það hafði. Ungar konur líklegastar til að verða fyrir stafrænum kynferðisbrotum Þegar niðurstöður úr könnuninni eru skoðaðar fyrir síðustu ár má sjá að um 0,5% þátttakenda hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 2,3% hafa orðið fyrir hótun um slíkt. Niðurstöður benda til þess að karlar jafnt sem konur verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða hótun um slíkt. Þannig má gera ráð fyrir að árlega verði 0,6% karla og 0,5% kvenna fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 2,2% karla og 2,4% kvenna fyrir hótun. Þá eru einstaklingar á aldrinum 18 til 25 ára líklegastir bæði til að segjast hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og hótun um slíkt. Þegar gögnin eru skoðuð út frá aldri og kyni má að auki sjá að konur á aldrinum 18-25 ára skera sig út með að vera líklegri til að hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi en aðrir, en slíkt ofbeldi dreifist meira á aldurshópana meðal karla. Hótanir hafa meiri áhrif á konur Rannsóknir hafa bent til þess að stafrænt kynferðisofbeldi geti haft víðtæk áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim verða og eru þessi áhrif ekki frábrugðin þeim áhrifum sem annað kynferðisofbeldi hefur. Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í það hversu mikil eða lítil áhrif myndbirting eða hótun um slíkt hafði á þau. Fram kemur að 62% þeirra sem höfðu orðið fyrir myndbirtingu töldu það hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á þau og 50% þeirra sem höfðu orðið fyrir hótunum. Yfir helmingur bæði karla og kvenna segja myndbirtingu hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á sig, en fleiri konur en karlar segja svo vera. Þannig segja 68% kvenna myndbirtingu hafa mjög eða frekar mikil áhrif á líðan þeirra samanborið við 56% karla. Munurinn er talsvert meiri þegar litið er til áhrifa af hótun um birtingu stafræns kynferðisofbeldis en 63% kvenna segja slíkar hótanir hafa mjög eða frekar mikil áhrif en 35% karla segja hið sama. Erfitt er að greina mynstur áhrifa á líðan milli aldurshópa þegar um er að ræða myndbirtingu þar sem svörin eru fá, en þegar greindar eru hótanir um myndbirtingu má sjá að áhrifin á líðan er mest á yngsta aldurshópinn, en 69% í aldurshópnum 18-25 ára segja áhrifin frekar eða mjög mikil og 64% einstaklinga á aldinum 26-35 ára, en hlutfallið var mun lægra í eldri aldurshópum. Þessi stutta samantekt sýnir að hér á landi beinast stafræn kynferðisbrot bæði gegn körlum og konum og að brotin beinast oftast gegn yngri aldurshópum, þá sérstaklega gegn ungum konum. Einnig sýna niðurstöður að stafrænt kynferðisofbeldi hefur mjög eða frekar mikil áhrif á líðan bæði karla og kvenna en hótun um myndbirtingu hefur mun meiri áhrif á líðan kvenna en karla. Hafa ber í huga að hér er ekki skoðað eðli ofbeldisins þ.e. hvort um sé að ræða að ofbeldinu sé beitt af einstaklingi í nánu sambandi, hvort um sé að ræða annað kynbundið ofbeldi, ástarsvik eða um sé að ræða annars konar tengsl. Nánari samantekt má finna á vef lögreglunnar, www.logreglan.is Höfundar eru Guðbjörg S. Bergsdóttir, deildarstjóri gagnavísinda- og upplýsingadeildar hjá embætti ríkislögreglustjóra, og Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun