Vill láta hart mæta hörðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2025 14:41 Sigurður Ingi vill láta hart mæta hörðu. Vísir/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum. Sigurður Ingi Jóhannsson hafði áður boðað slíka ályktun sem svar Íslands við verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna járnblendisframleiðslu í sambandsríkjum. Aðgerðirnar bitna á Íslendingum og Norðmönnum. „Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar, að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í liðinni viku. Í tillögunni sem útbýtt var á þinginu í dag segir að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til breytinga á tollalögum þess efnis að lagður verði viðbótartollur, að lágmarki 10%, á þær matvörur frá Evrópusambandinu sem framleiddar eru innan lands í verulegu magni og keppa við innflutning. Jafnframt verði ráðherra falið að meta og, eftir atvikum, beita öryggisákvæðum EES-samningsins til að bregðast við viðvarandi efnahagslegum og þjóðfélagslegum erfiðleikum í íslenskri matvælaframleiðslu sem feli í sér tímabundna takmörkun eða stöðvun tollkvóta og annarra innflutningsheimilda fyrir kjöt- og mjólkurvörur sem keppi við innlenda framleiðslu. „Enn fremur verði ráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til tímabundinnar lækkunar virðisaukaskatts af matvælum úr 11% niður í 8% í tvö ár til að draga úr áhrifum verðbólgu og styðja við heimili í landinu. Ráðherra skilgreini nánar þá vöruflokka sem sæti viðbótartollum eða öryggisráðstöfunum og þá matvöruflokka sem falli undir lægra virðisaukaskattsþrep samkvæmt lögum um virðisaukaskatt,“ segir í tillögunni. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra bregður á leik að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.Vísir/Vilhelm Ólíklegt má telja að ályktunin nái fram að ganga enda hefur Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra þegar hafnað hugmyndinni. Engin vestræn þjóð ætti eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðaði. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði. Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Framsóknarflokkurinn Alþingi Matvælaframleiðsla EES-samningurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson hafði áður boðað slíka ályktun sem svar Íslands við verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna járnblendisframleiðslu í sambandsríkjum. Aðgerðirnar bitna á Íslendingum og Norðmönnum. „Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar, að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í liðinni viku. Í tillögunni sem útbýtt var á þinginu í dag segir að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til breytinga á tollalögum þess efnis að lagður verði viðbótartollur, að lágmarki 10%, á þær matvörur frá Evrópusambandinu sem framleiddar eru innan lands í verulegu magni og keppa við innflutning. Jafnframt verði ráðherra falið að meta og, eftir atvikum, beita öryggisákvæðum EES-samningsins til að bregðast við viðvarandi efnahagslegum og þjóðfélagslegum erfiðleikum í íslenskri matvælaframleiðslu sem feli í sér tímabundna takmörkun eða stöðvun tollkvóta og annarra innflutningsheimilda fyrir kjöt- og mjólkurvörur sem keppi við innlenda framleiðslu. „Enn fremur verði ráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til tímabundinnar lækkunar virðisaukaskatts af matvælum úr 11% niður í 8% í tvö ár til að draga úr áhrifum verðbólgu og styðja við heimili í landinu. Ráðherra skilgreini nánar þá vöruflokka sem sæti viðbótartollum eða öryggisráðstöfunum og þá matvöruflokka sem falli undir lægra virðisaukaskattsþrep samkvæmt lögum um virðisaukaskatt,“ segir í tillögunni. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra bregður á leik að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.Vísir/Vilhelm Ólíklegt má telja að ályktunin nái fram að ganga enda hefur Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra þegar hafnað hugmyndinni. Engin vestræn þjóð ætti eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðaði. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði.
Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Framsóknarflokkurinn Alþingi Matvælaframleiðsla EES-samningurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira