Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 07:02 Sydney Leroux í leik með liði Angel City í bandarísku deildinni. Getty/Marcus Ingram Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Leroux er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur og ein af lykilmönnum Angel City. Hún ákvað að stíga fram og segja frá glímu sinni utan vallar. Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux) Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti