„Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:00 Um stafrænt ofbeldi í nánum samböndum. Í veruleika þar sem við erum flest með símann í hendinni allan daginn, þar sem við deilum með ókunnugum myndböndum af okkar innilegustu stundum, þar sem við svörum skilaboðum helst innan nokkurra mínútna, þar sem okkur þykir sjálfsagt að láta forrit rekja ferðir okkar nánustu í nafni öryggis – þá getur verið ansi flókið að koma auga á hvar almenn notkun á daglegri tækni endar og hvar stafrænt ofbeldi í nánu sambandi hefst. Það sem við vitum þó er að það er mikilvægt að við leggjum okkur betur fram við að skilgreina þessi mörk því að stafrænt ofbeldi er ört vaxandi lífshættuleg ógn sem ber að taka alvarlega. Stafrænt ofbeldi er ein margra birtingamynda kynbundis ofbeldis í nánum samböndum. Þó svo að þessi birtingamynd sé í stöðugri þróun þá er það alveg skýrt að grunnur og tilgangur ofbeldisins er alltaf sá sami: Að leita allra leiða til þess að stjórna, kúga og einangra þolandann. Með hjálp tækninnar finna gerendur sífellt fleiri leiðir til þess að fylgjast með öllum ferðum maka síns, athöfnum og samskiptum við aðra. Tæknin er nýtt til kúgunar í formi stanslausra símtala og skilaboða eða hótanna um birtingu mynda, viðkvæmra upplýsinga og falskra skilaboða, svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar tilfinning í Kvennaathvarfinu að innan sambanda þar sem ofbeldi er beitt er nánast undantekningalaust einnig beitt starfrænu ofbeldi í einhverjum mæli, og er þá misjafnt hvort að þolandi sé yfirhöfuð meðvitaður um allt það stafræna umsátur sem hafði átt sér stað á meðan á sambandinu stóð. Stafrænt ofbeldi eftir skilnað Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu standa á tímamótum í lífi sínu þar sem þær eru að taka það risastóra skref að stíga út úr ofbeldissambandi. Skrefið getur verið þungt og þröskuldurinn inn í athvarfið hár, því eins og við flest vitum er ofbeldi í nánu sambandi virkilega flókið fyrirbæri. Það er þó okkar reynsla í gegnum árin að þegar að yfir þröskuldinn er komið þá læðist gjarnan að bæði konum og börnum þeirra léttir og vaxandi trú á að það sé möguleiki á að byggja upp líf án ofbeldis. Á síðari árum hafa margar konur þó þurft að glíma áfram við alvarlegt stafrænt ofbeldi eftir að í athvarfið er komið, þar sem gerandi leitar allra leiða til að smjúga sér aftur inní líf þolandans. Sömu sögu segja konur sem leita til okkar í viðtalsþjónustu, en af þeim hundruðum kvenna sem þiggja hjá okkur ráðgjöf vegna ofbeldis á ári hverju, þá er um helmingur þeirra að leita aðstoðar vegna fyrrum maka. Skrefið hefur verið stigið en ofbeldið heldur áfram. Öryggiskenndin, styrkurinn og sjálfstæðið, sem þær þrá svo heitt, er hrifsað af þeim og ferlið verður svo flókið að trúin á líf án ofbeldis dofnar. Það er vel þekkt að ofbeldi á það til að stigmagnast og verða mun hættulegra þegar þolandi ákveður að fara. En í stað þess að geta tryggt öryggi þolenda á þessum viðkvæma tímapunkti – þá er ofbeldið áfram alltumlykjandi. Áhrif slíks umsáturseineltis eftir að sambandi lýkur geta verið gríðarlega alvarleg og einfaldlega rænt þolendur andlegri heilsu. Nauðungastjórnun er dauðans alvara Stöðugt koma fram nýjar leiðir og ný verkfæri sem skapa veruleika þar sem þolandi ofbeldis getur ekki um frjálst höfuð strokið þó svo að gerandi sé hvergi nærri. Ofbeldið flæðir inn í öll rými í lífi þolandans og leiðir til slíks vanmáttar að það getur virðst vonlaust að komast út úr aðstæðum. Slíkt ofbeldi er það sem telst til nauðungarstjórnunar er ekki síður hættulegt en alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Nauðungarstjórnun (Coercive Control) er kerfisbundið endurtekið ofbeldi sem miðar að því að stjórna og kúga annan aðila, þá með að takmarka frelsi og sjálfstæði viðkomandi. Rannsóknir sýna að slík stjórnun getur stigmagnast og orðið mjög hættuleg. Efsta stig nauðungastjórnunar getur endað með morði en í mörgum tilfella er ekki um að ræða líkamlegt ofbeldi fram að þeim verknaði. Á síðustu árum hafa allnokkrar þjóðir samþykkt löggjöf þar sem gerendur eru sóttir til saka á grundvelli gruns um nauðungastjórnun, algerlega óháð því hvort um hafi verið að ræða líkamlegt ofbeldi eða ekki. Birtingamyndir kynbundis ofbeldis í nánum samböndum eru margar. Það krefst þjálfunar og fræðslu að koma auga á og bregðast við slíku ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk í framlínu, lögregla og dómstólar séu vel með á nótunum – bæði varðandi eðli slíks ofbeldis og þeirra hröðu þróunar sem á sér stað í heimi starfræns ofbeldis. Við þurfum að vera vel upplýst um alvarleika stafræns ofbeldis og þeirra afleiðinga sem það getur haft. Mikilvægt er að lögregla taki tilkynningum um nauðungastjórnun af mikilli alvöru og að dómstólar nýti lagarammann til að dæma í slíkum málum – þó svo að líkamlegt ofbeldi sé ekki til staðar. Einnig er mikilvægt að viðbragðsaðilar séu vel þjálfaðir í að þekkja nýjustu vendingar í stafrænu ofbeldi og kunni að beita aðferðum til að verja þolendur fyrir slíku ofbeldi. Mikilvægt er að við höldum áfram að læra að hreyfa okkur inni í þeirri tækniveröld sem umlykur okkur. Það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið heldur hvernig við notum hana, hvernig við kynnum nýjar kynslóðir fyrir henni og að við setjum okkur leikreglur sem tryggja að mörkin milli almennrar tækninotkunnar og ofbeldis verði skýr. Framþróun í tækni mun halda áfram og á meðan enn fær að geysa óáreittur faraldur kynbundis ofbeldis munu gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að beita nauðungastjórnun. Það er okkar að skapa umhverfi og samfélag sem ekki líður slíka kúgun og frelsissviptingu. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Um stafrænt ofbeldi í nánum samböndum. Í veruleika þar sem við erum flest með símann í hendinni allan daginn, þar sem við deilum með ókunnugum myndböndum af okkar innilegustu stundum, þar sem við svörum skilaboðum helst innan nokkurra mínútna, þar sem okkur þykir sjálfsagt að láta forrit rekja ferðir okkar nánustu í nafni öryggis – þá getur verið ansi flókið að koma auga á hvar almenn notkun á daglegri tækni endar og hvar stafrænt ofbeldi í nánu sambandi hefst. Það sem við vitum þó er að það er mikilvægt að við leggjum okkur betur fram við að skilgreina þessi mörk því að stafrænt ofbeldi er ört vaxandi lífshættuleg ógn sem ber að taka alvarlega. Stafrænt ofbeldi er ein margra birtingamynda kynbundis ofbeldis í nánum samböndum. Þó svo að þessi birtingamynd sé í stöðugri þróun þá er það alveg skýrt að grunnur og tilgangur ofbeldisins er alltaf sá sami: Að leita allra leiða til þess að stjórna, kúga og einangra þolandann. Með hjálp tækninnar finna gerendur sífellt fleiri leiðir til þess að fylgjast með öllum ferðum maka síns, athöfnum og samskiptum við aðra. Tæknin er nýtt til kúgunar í formi stanslausra símtala og skilaboða eða hótanna um birtingu mynda, viðkvæmra upplýsinga og falskra skilaboða, svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar tilfinning í Kvennaathvarfinu að innan sambanda þar sem ofbeldi er beitt er nánast undantekningalaust einnig beitt starfrænu ofbeldi í einhverjum mæli, og er þá misjafnt hvort að þolandi sé yfirhöfuð meðvitaður um allt það stafræna umsátur sem hafði átt sér stað á meðan á sambandinu stóð. Stafrænt ofbeldi eftir skilnað Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu standa á tímamótum í lífi sínu þar sem þær eru að taka það risastóra skref að stíga út úr ofbeldissambandi. Skrefið getur verið þungt og þröskuldurinn inn í athvarfið hár, því eins og við flest vitum er ofbeldi í nánu sambandi virkilega flókið fyrirbæri. Það er þó okkar reynsla í gegnum árin að þegar að yfir þröskuldinn er komið þá læðist gjarnan að bæði konum og börnum þeirra léttir og vaxandi trú á að það sé möguleiki á að byggja upp líf án ofbeldis. Á síðari árum hafa margar konur þó þurft að glíma áfram við alvarlegt stafrænt ofbeldi eftir að í athvarfið er komið, þar sem gerandi leitar allra leiða til að smjúga sér aftur inní líf þolandans. Sömu sögu segja konur sem leita til okkar í viðtalsþjónustu, en af þeim hundruðum kvenna sem þiggja hjá okkur ráðgjöf vegna ofbeldis á ári hverju, þá er um helmingur þeirra að leita aðstoðar vegna fyrrum maka. Skrefið hefur verið stigið en ofbeldið heldur áfram. Öryggiskenndin, styrkurinn og sjálfstæðið, sem þær þrá svo heitt, er hrifsað af þeim og ferlið verður svo flókið að trúin á líf án ofbeldis dofnar. Það er vel þekkt að ofbeldi á það til að stigmagnast og verða mun hættulegra þegar þolandi ákveður að fara. En í stað þess að geta tryggt öryggi þolenda á þessum viðkvæma tímapunkti – þá er ofbeldið áfram alltumlykjandi. Áhrif slíks umsáturseineltis eftir að sambandi lýkur geta verið gríðarlega alvarleg og einfaldlega rænt þolendur andlegri heilsu. Nauðungastjórnun er dauðans alvara Stöðugt koma fram nýjar leiðir og ný verkfæri sem skapa veruleika þar sem þolandi ofbeldis getur ekki um frjálst höfuð strokið þó svo að gerandi sé hvergi nærri. Ofbeldið flæðir inn í öll rými í lífi þolandans og leiðir til slíks vanmáttar að það getur virðst vonlaust að komast út úr aðstæðum. Slíkt ofbeldi er það sem telst til nauðungarstjórnunar er ekki síður hættulegt en alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Nauðungarstjórnun (Coercive Control) er kerfisbundið endurtekið ofbeldi sem miðar að því að stjórna og kúga annan aðila, þá með að takmarka frelsi og sjálfstæði viðkomandi. Rannsóknir sýna að slík stjórnun getur stigmagnast og orðið mjög hættuleg. Efsta stig nauðungastjórnunar getur endað með morði en í mörgum tilfella er ekki um að ræða líkamlegt ofbeldi fram að þeim verknaði. Á síðustu árum hafa allnokkrar þjóðir samþykkt löggjöf þar sem gerendur eru sóttir til saka á grundvelli gruns um nauðungastjórnun, algerlega óháð því hvort um hafi verið að ræða líkamlegt ofbeldi eða ekki. Birtingamyndir kynbundis ofbeldis í nánum samböndum eru margar. Það krefst þjálfunar og fræðslu að koma auga á og bregðast við slíku ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk í framlínu, lögregla og dómstólar séu vel með á nótunum – bæði varðandi eðli slíks ofbeldis og þeirra hröðu þróunar sem á sér stað í heimi starfræns ofbeldis. Við þurfum að vera vel upplýst um alvarleika stafræns ofbeldis og þeirra afleiðinga sem það getur haft. Mikilvægt er að lögregla taki tilkynningum um nauðungastjórnun af mikilli alvöru og að dómstólar nýti lagarammann til að dæma í slíkum málum – þó svo að líkamlegt ofbeldi sé ekki til staðar. Einnig er mikilvægt að viðbragðsaðilar séu vel þjálfaðir í að þekkja nýjustu vendingar í stafrænu ofbeldi og kunni að beita aðferðum til að verja þolendur fyrir slíku ofbeldi. Mikilvægt er að við höldum áfram að læra að hreyfa okkur inni í þeirri tækniveröld sem umlykur okkur. Það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið heldur hvernig við notum hana, hvernig við kynnum nýjar kynslóðir fyrir henni og að við setjum okkur leikreglur sem tryggja að mörkin milli almennrar tækninotkunnar og ofbeldis verði skýr. Framþróun í tækni mun halda áfram og á meðan enn fær að geysa óáreittur faraldur kynbundis ofbeldis munu gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að beita nauðungastjórnun. Það er okkar að skapa umhverfi og samfélag sem ekki líður slíka kúgun og frelsissviptingu. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun