Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 23:44 Mál Sýnar á hendur Fjarskiptastofu og Símanum verður tekið til flýtimeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sýnar hf. telja ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni, þar með talið Enska boltanum, án þess að greiðsla komi fyrir, andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku flýtimeðferð í máli Sýnar gegn Fjarskiptastofu og Símanum vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar. Í ágúst kærði Sýn ákvörðun Fjarskiptastofu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Niðurstaða nefndarinnar fól í sér verulega styttingu á gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu. Þar var fallist á kröfu Sýnar að hluta. Sýn sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að félagið hafi móttekið ákvörðun Fjarskiptastofu. „Samkvæmt ákvörðun Fjarskiptastofu er það niðurstaða stofnunarinnar að markaðsráðandi fjarskiptafyrirtæki geti krafist aðgangs að efni í opinni dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar SÝN án þess að bera af því kostnað,“ segir í tilkynningunni. „Að mati Sýnar felur slík niðurstaða í sér verulegt frávik frá þeim sjónarmiðum sem liggja að baki eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar.“ Feli í sér eignaupptöku Þá segir að íslenskir einkareknir fjölmiðlar heyi harða baráttu við alþjóðlega tæknirisa og ríkisrekna miðla. „Að Fjarskiptastofa skuli á sama tíma beita stjórnvaldsaðgerðum til að þvinga einkarekinn fjölmiðil til að niðurgreiða rekstur keppinautar síns orkar tvímælis,“ segir í tilkynningunni. Sýn fjárfesti árlega fyrir hundruð milljóna í innlendri dagskrárgerð og fréttaþjónustu. „Að Síminn fái aðgang að þessari fjárfestingu án þess að bera af því kostnað feli að öllum líkindum í sér eignaupptöku.“ Grafi undan hvata til reksturs fréttastofu Þá kemur fram að forsvarsmenn Sýnar telji þá túlkun Fjarskiptastofu á fjölmiðlalögum að óheimilt sé að ákvarða eiganda efnis endurgjald þegar um frístöð er að ræða, ranga. „Væri þetta rétt túlkun eru lögin í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þar kemur skýrt fram að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema fullt verð komi fyrir.“ Taka verði tillit til þeirrar fjárfestingar sem liggi að baki framleiðslu á íslensku efni. Ólíkt Símanum hafi Sýn ekki séð ástæðu til að óska sérstaklega eftir efni Símans í opinni dagskrá. Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar, segir grundvallaratriði að íslenskt sjónvarpsefni, sem miklu hefur verið kostað til við framleiðslu, verði ekki gert verðlaust með stjórnvaldsaðgerðum. „Ef skylda á fjölmiðil til að afhenda slík verðmæti til markaðsráðandi samkeppnisaðila þarf sú ákvörðun að byggjast á skýrri heimild og tryggja eðlilegt endurgjald. Þessi ákvörðun grefur undan hvata til að fjárfesta í íslensku efni og halda úti rekstri öflugrar fréttastofu. Sýn mun leita allra leiða til að fá þessari ákvörðun hrundið,“ er haft eftir Páli í fréttatilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Síminn Enski boltinn Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. 1. ágúst 2025 17:47 Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku flýtimeðferð í máli Sýnar gegn Fjarskiptastofu og Símanum vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar. Í ágúst kærði Sýn ákvörðun Fjarskiptastofu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Niðurstaða nefndarinnar fól í sér verulega styttingu á gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu. Þar var fallist á kröfu Sýnar að hluta. Sýn sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að félagið hafi móttekið ákvörðun Fjarskiptastofu. „Samkvæmt ákvörðun Fjarskiptastofu er það niðurstaða stofnunarinnar að markaðsráðandi fjarskiptafyrirtæki geti krafist aðgangs að efni í opinni dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar SÝN án þess að bera af því kostnað,“ segir í tilkynningunni. „Að mati Sýnar felur slík niðurstaða í sér verulegt frávik frá þeim sjónarmiðum sem liggja að baki eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar.“ Feli í sér eignaupptöku Þá segir að íslenskir einkareknir fjölmiðlar heyi harða baráttu við alþjóðlega tæknirisa og ríkisrekna miðla. „Að Fjarskiptastofa skuli á sama tíma beita stjórnvaldsaðgerðum til að þvinga einkarekinn fjölmiðil til að niðurgreiða rekstur keppinautar síns orkar tvímælis,“ segir í tilkynningunni. Sýn fjárfesti árlega fyrir hundruð milljóna í innlendri dagskrárgerð og fréttaþjónustu. „Að Síminn fái aðgang að þessari fjárfestingu án þess að bera af því kostnað feli að öllum líkindum í sér eignaupptöku.“ Grafi undan hvata til reksturs fréttastofu Þá kemur fram að forsvarsmenn Sýnar telji þá túlkun Fjarskiptastofu á fjölmiðlalögum að óheimilt sé að ákvarða eiganda efnis endurgjald þegar um frístöð er að ræða, ranga. „Væri þetta rétt túlkun eru lögin í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þar kemur skýrt fram að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema fullt verð komi fyrir.“ Taka verði tillit til þeirrar fjárfestingar sem liggi að baki framleiðslu á íslensku efni. Ólíkt Símanum hafi Sýn ekki séð ástæðu til að óska sérstaklega eftir efni Símans í opinni dagskrá. Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar, segir grundvallaratriði að íslenskt sjónvarpsefni, sem miklu hefur verið kostað til við framleiðslu, verði ekki gert verðlaust með stjórnvaldsaðgerðum. „Ef skylda á fjölmiðil til að afhenda slík verðmæti til markaðsráðandi samkeppnisaðila þarf sú ákvörðun að byggjast á skýrri heimild og tryggja eðlilegt endurgjald. Þessi ákvörðun grefur undan hvata til að fjárfesta í íslensku efni og halda úti rekstri öflugrar fréttastofu. Sýn mun leita allra leiða til að fá þessari ákvörðun hrundið,“ er haft eftir Páli í fréttatilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Síminn Enski boltinn Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. 1. ágúst 2025 17:47 Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. 1. ágúst 2025 17:47
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39