„Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 12:04 Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem stjörnu Sævar. Gisting á Íslandi er nánast uppbókuð í tengslum við almyrkva á sólu í ágúst á næsta ári og stjórnvöld hafa skipað stýrihóp sem á að samræma og samhæfa undirbúning vegna myrkvans. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður segir að dæmi séu um að verð á gistingu hafi fjórfaldast. Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður sem heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því að honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd af því hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjórnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning, nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrir fram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrir fram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilli umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurnum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskírt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður sem heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því að honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd af því hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjórnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning, nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrir fram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrir fram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilli umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurnum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskírt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira