Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 09:00 Sóley Margrét Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sara Rós Jakobsdóttir eru á meðal 38 afreksíþróttamanna sem eru á skrá nýs Launasjóðs ÍSÍ. Vísir/Anton ÍSÍ kynnti í gær til sögunnar nýjan launasjóð sambandsins fyrir afreksíþróttafólk sem tryggir þeim réttindi sem barist hefur verið fyrir árum saman. Létt var yfir fremsta íþróttafólki landsins í Laugardal. Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Klippa: Afrekskonur þakklátar nýjum veruleika Breyting varð á í gær þegar 38 af fremsta íþróttafólki landsins var skráð á launaskrá hjá ÍSÍ, í gegnum nýjan launasjóð sambandsins. Með því hljóta þeir einstaklingar réttindi sem íþróttafólki hefur ekki boðist áður. Því getur það verið laust við stærstu fjárhagsáhyggjurnar og einblínt betur á að gera betur innan vallar. „Fyrir mig og dansferilinn minn skiptir mestu máli að geta slakað á. Að hafa ekki þessar fjárhagsáhyggjur í lok hvers mánaðar, ekki hvernig á að ganga upp næsti mánuður og svo næsti. Þetta gefur manni öryggi að geta einbeitt sér að því sem skiptir máli í íþróttum,“ segir dansarinn Sara Rós Jakobsdóttir sem hefur gert það gott á alþjóðavísu ásamt félaga sínum Nicoló Barbizi í latín- og ballroom-dönsum. Þau hafa meðal annars sinnt húsþrifum í Danmörku til að fjármagna keppnisferilinn. Dansparið Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi hefur gengið í ýmis störf til að fjármagna keppnisferilinn.Mynd/DSÍ „Það er mjög mikið púður sem fer í það. Maður finnur vinnu á einum stað og svo á öðrum stað, þar sem maður ferðast mikið og æfir mikið. Maður heldur ekki einni vinnu og vill einbeita sér að íþróttinni. Það er alltaf púsluspil að finna innkomu í hverjum mánuði. Þetta breytir öllu fyrir okkur,“ segir Sara enn fremur. Besta jólagjöfin Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona, sem var önnur í vali á íþróttamanni ársins á síðasta ári, segist vart hafa getað óskað eftir betri jólagjöf í ár. Lyftingakonurnar Eygló Fanndal Sturludóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir voru á meðal þriggja efstu í vali á íþróttamanni ársins í fyrra.vísir/Hulda Margrét „Þetta er besta jólagjöfin hingað til. Þetta skiptir máli því maður getur minnkað vinnu og lagt 100 prósent fókus á kraftlyftingarnar, sem hefur verið draumurinn lengi. Það er loksins komið að því,“ segir Sóley. Hún hefur ekki glímt við sömu áhyggjur um mánaðarmót en getur skipt frosnu fæði út fyrir ferskt. „Það er kannski ekki stress í kringum mánaðarmótin. Maður er sparnaðarsamur og borðar frosinn mat. Maður getur kannski farið að borða ferskan mat, það er jákvætt,“ segir Sóley létt og bætir við: „Þetta munar fáránlega miklu. Ég er svo þakklát. Markmiði náð.“ 150 til 200 prósent vinna Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim í keppnisferðalögum undanfarin ár. „Þetta munar öllu. Þetta tekur smá pressu af manni varðandi pressu og fjármál. Maður getur forgangsraðað betur því sem maður er að gera. Maður er að vinna með þessu og þá getur maður kannski aðeins sett meiri tíma í að æfa sig og gera það sem skiptir máli til að ná árangri,“ segir Guðrún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim undanfarin ár.Getty/Charles McQuillan Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympísk lyftingakona, sem var þriðja í vali á íþróttamanni ársins í fyrra segir gott að réttindi fylgi því sem svo mikið púður fer í. „Þetta er mjög góður dagur. Þetta er frábært að heyra og gaman að fá að vera hérna og vera partur af þessu. Þetta breytir mjög miklu. Þetta er meira en 150 og 200 prósent vinna. Maður gerir ekkert annað allan sólarhringinn en að hugsa um æfingar og hvernig hægt er að hámarka allt. Það er gott að geta gert það og ekki haft áhyggjur af fjármálunum. Það er mjög mikils virði,“ segir Eygló. Minni áhyggjur meiri stöðugleiki Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir býr sig undir heimsbikarmót víða um heim og stefnir á Vetrarólympíuleika. Hún segir stórt skref tekið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir tók þátt á Vetrarleikunum árið 2022 og stefnir á að endurtaka leikinn á næsta ári.Getty/Michal Kappeler „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttahreyfinguna og okkur afreksíþróttafólk á Íslandi. Ég er mjög stolt að vera hluti af þessum hópi,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Þetta veitir manni ákveðið fjárhagslegt öryggi og það er góð tilfinning að hægt sé að áætla ákveðnar tekjur á mánuði. Það er góð innspýting inn í tímabilið,“ „Ég hef verið heppin með styrktaraðila og er ótrúlega ánægð að hafa þá með mér í liði. En þú getur stundum misst styrktaraðila og færð ekki endilega inn nýja. Með launasjóðnum veitir það meira jafnvægi. Þetta er mjög gott. Það eru minni áhyggjur og meiri stöðugleiki,“ segir Hólmfríður. Ummæli afrekskvennana má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Klippa: Afrekskonur þakklátar nýjum veruleika Breyting varð á í gær þegar 38 af fremsta íþróttafólki landsins var skráð á launaskrá hjá ÍSÍ, í gegnum nýjan launasjóð sambandsins. Með því hljóta þeir einstaklingar réttindi sem íþróttafólki hefur ekki boðist áður. Því getur það verið laust við stærstu fjárhagsáhyggjurnar og einblínt betur á að gera betur innan vallar. „Fyrir mig og dansferilinn minn skiptir mestu máli að geta slakað á. Að hafa ekki þessar fjárhagsáhyggjur í lok hvers mánaðar, ekki hvernig á að ganga upp næsti mánuður og svo næsti. Þetta gefur manni öryggi að geta einbeitt sér að því sem skiptir máli í íþróttum,“ segir dansarinn Sara Rós Jakobsdóttir sem hefur gert það gott á alþjóðavísu ásamt félaga sínum Nicoló Barbizi í latín- og ballroom-dönsum. Þau hafa meðal annars sinnt húsþrifum í Danmörku til að fjármagna keppnisferilinn. Dansparið Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi hefur gengið í ýmis störf til að fjármagna keppnisferilinn.Mynd/DSÍ „Það er mjög mikið púður sem fer í það. Maður finnur vinnu á einum stað og svo á öðrum stað, þar sem maður ferðast mikið og æfir mikið. Maður heldur ekki einni vinnu og vill einbeita sér að íþróttinni. Það er alltaf púsluspil að finna innkomu í hverjum mánuði. Þetta breytir öllu fyrir okkur,“ segir Sara enn fremur. Besta jólagjöfin Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona, sem var önnur í vali á íþróttamanni ársins á síðasta ári, segist vart hafa getað óskað eftir betri jólagjöf í ár. Lyftingakonurnar Eygló Fanndal Sturludóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir voru á meðal þriggja efstu í vali á íþróttamanni ársins í fyrra.vísir/Hulda Margrét „Þetta er besta jólagjöfin hingað til. Þetta skiptir máli því maður getur minnkað vinnu og lagt 100 prósent fókus á kraftlyftingarnar, sem hefur verið draumurinn lengi. Það er loksins komið að því,“ segir Sóley. Hún hefur ekki glímt við sömu áhyggjur um mánaðarmót en getur skipt frosnu fæði út fyrir ferskt. „Það er kannski ekki stress í kringum mánaðarmótin. Maður er sparnaðarsamur og borðar frosinn mat. Maður getur kannski farið að borða ferskan mat, það er jákvætt,“ segir Sóley létt og bætir við: „Þetta munar fáránlega miklu. Ég er svo þakklát. Markmiði náð.“ 150 til 200 prósent vinna Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim í keppnisferðalögum undanfarin ár. „Þetta munar öllu. Þetta tekur smá pressu af manni varðandi pressu og fjármál. Maður getur forgangsraðað betur því sem maður er að gera. Maður er að vinna með þessu og þá getur maður kannski aðeins sett meiri tíma í að æfa sig og gera það sem skiptir máli til að ná árangri,“ segir Guðrún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim undanfarin ár.Getty/Charles McQuillan Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympísk lyftingakona, sem var þriðja í vali á íþróttamanni ársins í fyrra segir gott að réttindi fylgi því sem svo mikið púður fer í. „Þetta er mjög góður dagur. Þetta er frábært að heyra og gaman að fá að vera hérna og vera partur af þessu. Þetta breytir mjög miklu. Þetta er meira en 150 og 200 prósent vinna. Maður gerir ekkert annað allan sólarhringinn en að hugsa um æfingar og hvernig hægt er að hámarka allt. Það er gott að geta gert það og ekki haft áhyggjur af fjármálunum. Það er mjög mikils virði,“ segir Eygló. Minni áhyggjur meiri stöðugleiki Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir býr sig undir heimsbikarmót víða um heim og stefnir á Vetrarólympíuleika. Hún segir stórt skref tekið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir tók þátt á Vetrarleikunum árið 2022 og stefnir á að endurtaka leikinn á næsta ári.Getty/Michal Kappeler „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttahreyfinguna og okkur afreksíþróttafólk á Íslandi. Ég er mjög stolt að vera hluti af þessum hópi,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Þetta veitir manni ákveðið fjárhagslegt öryggi og það er góð tilfinning að hægt sé að áætla ákveðnar tekjur á mánuði. Það er góð innspýting inn í tímabilið,“ „Ég hef verið heppin með styrktaraðila og er ótrúlega ánægð að hafa þá með mér í liði. En þú getur stundum misst styrktaraðila og færð ekki endilega inn nýja. Með launasjóðnum veitir það meira jafnvægi. Þetta er mjög gott. Það eru minni áhyggjur og meiri stöðugleiki,“ segir Hólmfríður. Ummæli afrekskvennana má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira