Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar 2. desember 2025 20:30 Það er sannarlega ekkert sársaukafyllra eða ömurlegra en að þurfa að horfa upp á ungt fólk sem stendur í blóma lífsins og býr kannski yfir óþrjótandi hæfileikum, ganga ótímabært inn í sumarlandið. Þessi sorg er sérstaklega djúpstæð og beisk þegar brotthvarfið verður vegna þess að þau gefast upp á tilverunni eða þegar myrk fíknin nær algjörum og hrikalegum tökum hjá þessum einstaklingum. Að fenginni 30 ára reynslu af starfi með þessum viðkvæma hópi, hef ég því miður þurft að fylgjast með alltof mörgum ungmennum fara þessa hörmulegu leið. Ég get ekki horft upp á þetta lengur og mín reynsla hlýtur að koma að gagni þar sem ég var báðum megin við borðið. Hamfarirnar og hörmungarnar hafa verið afar margar og áberandi að undanförnu hjá ungu fólki sem á í alvarlegum vanda, auk þess sem fjölskyldur þeirra hafa mátt þola ólýsanlega þjáningu. Ég votta mína dýpstu samúð öllum þeim sem hafa nýlega misst nákominn einstakling með þessum hroðalega hætti. Því miður hefur fjöldi ungs fólks horfið frá okkur á skömmum tíma. Þegar ég var að hugleiða fyrirsögnina knúði hún sig fram af mjög ákveðinni ástæðu. Á einum tímapunkti stýrði ég hópastarfi sem var ætlað ungum drengjum sem voru að stíga sín fyrstu, hættulegu og glæpsamlegu skref inn á afbrotabrautina – drengjum sem stóðu frammi fyrir mikilli hættu á að feta hinn andfélagslega veg sem leiðir til glötunar. Starfið byggðist á því að ég fór með þá í virkt vettvangsnám til allra þeirra aðila sem koma að þessum málaflokki, samkvæmt kjarnahugmyndafræðinni „learning by doing“ (að læra með því að framkvæma). Ég kaus þessa virku og beinu nálgun í stað þess að sitja og ræða við þá yfir skrifborði um þekktar afleiðingar afbrota, þar sem ég vissi vel að slík orðræða myndi líklega renna í gegn án þess að skilja eftir sig neinn varanlegan lærdóm. Í staðinn fór ég til dæmis með þá út á sjó, skildi þá eftir í öldum hafsins í smá vindstyrk, tímabundið í flotgalla, þar sem þeir bárust með öldunum stjórnlaust. Þegar þeir skriðu um borð, með þessa lífsreynslu að baki, var rétti tímapunkturinn til að ræða hvernig maður berst um í undirheimunum – þar sem stundum er enginn bátur sem kemur og dregur þig um borð. Einn hópur sem ég var með, átta drengir, skilaði þeim árangri að tveimur árum seinna voru engir af þeim búnir að koma á málaskrá lögreglu, en voru fyrir starfið með fasta áskrift þar. Fyrir þetta mikilvæga starf hlaut ég áminningu í starfi, þar sem þetta þótti einfaldlega ekki vera viðurkennd eða hefðbundin aðferð í meðferð ungmenna. Til að leggja allan sannleika á borðið var áminningin þó gefin fyrir það að hafa spurt starfsmann á gangi frá barnavernd hvort það væri ekki tímabært að hefja sambærilegt starf fyrir stúlkur. Á þessum tíma voru ítrekaðar fréttir af ungum stúlkum í stroki sem voru að finnast í grenum víða um land, hjá stórhættulegum fullorðnum afbrotamönnum sem voru að misnota sér misþroska þeirra, oft með hryllilegum afleiðingum. Ég var ekki einu sinni að sækjast eftir því að stýra þessu starfi sjálfur, heldur var ég að spyrja fyrir hönd annarrar stúlku sem var í félagsráðgjafanámi og ætlaði að hefja slíkt starf fyrir stúlkur eftir fyrirmynd af mínu starfi fyrir stráka. En hvað felst í raun í viðurkenndri meðferð? Stöðugt er talað um að bestu mögulegu rannsóknir liggi að baki og þar er lögð áhersla á að háskólamenntað fólk, sem hefur lesið ýmsar „kenningar“ í skóla en þekkir ef til vill ekki þennan hrjúfa veruleika sem þessir krakkar eru að fara í gegnum, eigi að vera eina svarið. Sjálfur var ég eitt sinn kallaður olnbogabarn og ég man ekki eftir einum einasta háskólamenntuðum sérfræðingi sem talaði virkilega við mig – og þeir voru þó nokkrir. Hins vegar man ég vel eftir Páli gamla sem heyrði mig og sá og kenndi mér að hefla tré. Hann sagði margar gullnar setningar við mig sem gleymast aldrei, svo sem að við eigum val í lífinu og það er bara einn sem tekur það val: maður sjálfur. Eða þegar hann sagði: „Jæja vinur minn, ég er að fara út að vinna, má ekki bjóða þér með? Því ekki ætla ég að lenda í því neðra fyrir það að vera með eitthvert dramb, þetta gerir sig ekki sjálft.“ Ég man vel eftir honum og hann var ekki einn af þessum sem ætluðu að gera mig að manni heldur fékk ég að vera á mínum forsendum fyrst og fremst, heyrði hann mig og sá. Það reynist afar erfitt að sannreyna gildi „kenninganna“ þegar aðeins ein ríkisrekin meðferðaraðferð er í reynd í gangi. Háværar og reiðar raddir hafa heyrst út í samfélaginu frá foreldrum um að engin raunveruleg meðferð hafi farið fram, heldur einungis „Play Station og geymsla“. Ég ætla ekki að leggja mat á þá alhæfingu eða röksemdafærslu. Hins vegar veit ég með vissu að þegar ég starfaði á Stuðlum, í meira en einn og hálfan áratug, var virk og full dagskrá í gangi alla daga, og á þeim árum vorum við ekki í fjölmiðlum dag eftir dag, kannski af ástæðu. Á dagskrá voru ítarlegir og krefjandi meðferðarfundir um allt mögulegt, eins og vímuefnahópar, hópar um afleiðingar afbrota, ADL (atferli daglegs lífs), sem fól í sér margvísleg atriði eins og að læra að sækja um vinnu, skipta um dekk eða læra að nota verkfæri, list- og tónlistarmeðferð, skíðaferðir, útivist á hverjum degi og um helgar var farið langar ferðir um allt land. Stundum voru AA fundir og ótalmargt annað sem fjallaði um félagsfærni, reiðistjórnun og siðferði. Auðvitað reyndum við að laga viðhorf og venjur bara með einföldum hætti eins og að hafa hreint í kringum sig og bera ábyrgð. En svo einn örlagaríkan dag fékk einhver þá flugu í höfuðið að skaðaminnkun væri eina fullkomna svarið við öllum vanda. Það hræðilegasta sem gerðist næst var að verkfærin voru tekin af okkur til að setja skýr mörk og halda uppi aga. Fyrir utan það að aðstaðan var óviðunandi og harðari efni komu á sjónarsviðið ásamt breyttri félagslegri samsetningu í samfélaginu, færri úrræðum, lokun meðferðarheimila, minni skólaþjónustu og margt fleira eins og það kom þeim inn á vinnumarkað vegna þess að kröfurnar jukust á hverju ári sem þau gátu ekki staðið undir. Svo kom Breiðavíkurskýrslan og þá var eins og allt færi úr límingunum. Þá var þetta farið að fjalla um eitthvað allt annað en sjálfa meðferðina og ég er þeirrar skoðunar að þá höfum við misst tökin á málunum. Ég ætla ekki að skrifa hér neinn fórnarlambspistil eða halda áfram að grafa dýpri skotgröf í umræðunni. Það er komið óþægilega mikið af þeirri umræðu og af hinni endalausu og árangurslausu leit að sökudólgum. Fjölmiðlar hafa verið duglegastir að bera á borð hamfara- og hörmungarhyggjuna og við verðum að komast tafarlaust upp úr skotgröfunum, skilja fortíðina eftir og vinna af hörku með þau úrræði sem við höfum í dag og styrkja þau enn frekar. Vissulega þarf að taka málaflokkinn til gagngerðrar endurskoðunar en ég ætla ekki að eyða orkunni né tíma í það hér. Þetta hugarfar um enduruppbyggingu og lausnir á einnig við um fjölmiðla. Það mun taka tíma að endurreisa kerfið og á meðan þurfum við ekki að sækja þjónustuna yfir lækinn. Mig langar í því samhengi að minnast sérstaklega á úrræði eins og Fjölsmiðjuna, sem er ekki beint hefðbundið meðferðarúrræði heldur gríðarlega mikilvægt tækifæri fyrir ungt fólk. Fjölsmiðjan er fyrst og fremst atvinnuúrræði fyrir ungt fólk. Sumir hafa kannski átt erfitt með að finna sig í lífinu af einhverjum ástæðum en alls ekki allir, hvort sem það er á virkum vinnumarkaði eða í formlegu skólastarfi. Jafnframt er Fjölsmiðjan viðurkennt framhaldsskólaúrræði og er ætluð ungmennum á aldrinum 16–24 ára. Þetta er illilega vannýtt úrræði að mínu mati og sóknarfærin eru fjölmörg á mörgum sviðum. Ekki það að ég ætlaði að vera með einhvern skammarpistil hér, en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki orðið var við að þeir sem sitja næst fjárveitingavaldinu eða þeir sem sitja í öllum þessum nefndum og ráðum hafi verið að koma og kynna sér Fjölsmiðjuna og þá starfsemi sem þar fer fram. Ráðherra málaflokksins hefur ekki mætt. Aðeins einstaka þingmenn komu rétt fyrir kosningar, að undanskildum þremur Miðflokksþingmönnum sem komu eftir kosningar og áttu langan fund og kynntu sér starfsemina ítarlega. Eins hafa nokkrir velunnarar okkar innan Viðreisnar komið og kynnt sér starfsemina vel. Margir hafa verið á leiðinni en hafa ekki enn mætt, jafnvel þótt þetta sé stærsti vinnustaður ungmenna á Íslandi. En það er ekki nóg, það þarf að gera meira, það þarf að framkvæma. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram að vera á innsoginu yfir ástandinu og beðið eftir næsta áfalli. Það ætti ekki að koma neinum á óvart hvernig komið er fyrir málaflokki olnbogabarna þegar margbúið er að benda á að um 3.000 ungmenni eru hvorki í skóla né vinnu á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-24 ára, en það var staðan í desember 2022. Við sem samfélag höfum sofið á feigðarósi og það er ekki eingöngu á ábyrgð stofnana hvernig komið er fyrir, heldur á ábyrgð samfélagsins alls. Það er mín skýra og óumdeilda skoðun. Það eru búnar að vera svo margar háværar viðvörunarbjöllur í gangi en við höfum ekki viljað heyra í þeim, við höfum hvorki heyrt né séð, heldur höfum við talað endalaust um þetta á innsoginu. Fjölsmiðjan skilaði af sér 170 nemendum árið 2024 sem voru hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. 64% þeirra skiluðu sér á vinnumarkað eða í skóla. Fjölgun nema frá árinu 2020 var 60%. Þetta úrræði kostaði 210 milljónir í rekstur það ár. Nú spyr ég: Var þessum peningum vel varið og getum við gert enn betur með því að efla úrræði eins og Fjölsmiðjuna? Og hvað má svona mikilvægt úrræði kosta þegar við erum að tala um líf ungra manna og kvenna? Mig langar að lokum að vitna í orð Jóhannesar Kr. sem missti dóttur sína árið 2011 vegna ofneyslu. Þá lét hann reikna það út fyrir sig, svart á hvítu, hvað það kostar samfélagið í beinum og hörðum peningum þegar ungmenni deyr í blóma lífsins. Burtséð frá öllu öðru, nam sú upphæð 800 milljónum króna. Spurningin er því: Hvað hafa mörg ungmenni látist síðan þá, og hvað kosta þau samfélagið að núvirði, án þess að telja með ólýsanlegan harm og þjáningar þeirra nánustu? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sannarlega ekkert sársaukafyllra eða ömurlegra en að þurfa að horfa upp á ungt fólk sem stendur í blóma lífsins og býr kannski yfir óþrjótandi hæfileikum, ganga ótímabært inn í sumarlandið. Þessi sorg er sérstaklega djúpstæð og beisk þegar brotthvarfið verður vegna þess að þau gefast upp á tilverunni eða þegar myrk fíknin nær algjörum og hrikalegum tökum hjá þessum einstaklingum. Að fenginni 30 ára reynslu af starfi með þessum viðkvæma hópi, hef ég því miður þurft að fylgjast með alltof mörgum ungmennum fara þessa hörmulegu leið. Ég get ekki horft upp á þetta lengur og mín reynsla hlýtur að koma að gagni þar sem ég var báðum megin við borðið. Hamfarirnar og hörmungarnar hafa verið afar margar og áberandi að undanförnu hjá ungu fólki sem á í alvarlegum vanda, auk þess sem fjölskyldur þeirra hafa mátt þola ólýsanlega þjáningu. Ég votta mína dýpstu samúð öllum þeim sem hafa nýlega misst nákominn einstakling með þessum hroðalega hætti. Því miður hefur fjöldi ungs fólks horfið frá okkur á skömmum tíma. Þegar ég var að hugleiða fyrirsögnina knúði hún sig fram af mjög ákveðinni ástæðu. Á einum tímapunkti stýrði ég hópastarfi sem var ætlað ungum drengjum sem voru að stíga sín fyrstu, hættulegu og glæpsamlegu skref inn á afbrotabrautina – drengjum sem stóðu frammi fyrir mikilli hættu á að feta hinn andfélagslega veg sem leiðir til glötunar. Starfið byggðist á því að ég fór með þá í virkt vettvangsnám til allra þeirra aðila sem koma að þessum málaflokki, samkvæmt kjarnahugmyndafræðinni „learning by doing“ (að læra með því að framkvæma). Ég kaus þessa virku og beinu nálgun í stað þess að sitja og ræða við þá yfir skrifborði um þekktar afleiðingar afbrota, þar sem ég vissi vel að slík orðræða myndi líklega renna í gegn án þess að skilja eftir sig neinn varanlegan lærdóm. Í staðinn fór ég til dæmis með þá út á sjó, skildi þá eftir í öldum hafsins í smá vindstyrk, tímabundið í flotgalla, þar sem þeir bárust með öldunum stjórnlaust. Þegar þeir skriðu um borð, með þessa lífsreynslu að baki, var rétti tímapunkturinn til að ræða hvernig maður berst um í undirheimunum – þar sem stundum er enginn bátur sem kemur og dregur þig um borð. Einn hópur sem ég var með, átta drengir, skilaði þeim árangri að tveimur árum seinna voru engir af þeim búnir að koma á málaskrá lögreglu, en voru fyrir starfið með fasta áskrift þar. Fyrir þetta mikilvæga starf hlaut ég áminningu í starfi, þar sem þetta þótti einfaldlega ekki vera viðurkennd eða hefðbundin aðferð í meðferð ungmenna. Til að leggja allan sannleika á borðið var áminningin þó gefin fyrir það að hafa spurt starfsmann á gangi frá barnavernd hvort það væri ekki tímabært að hefja sambærilegt starf fyrir stúlkur. Á þessum tíma voru ítrekaðar fréttir af ungum stúlkum í stroki sem voru að finnast í grenum víða um land, hjá stórhættulegum fullorðnum afbrotamönnum sem voru að misnota sér misþroska þeirra, oft með hryllilegum afleiðingum. Ég var ekki einu sinni að sækjast eftir því að stýra þessu starfi sjálfur, heldur var ég að spyrja fyrir hönd annarrar stúlku sem var í félagsráðgjafanámi og ætlaði að hefja slíkt starf fyrir stúlkur eftir fyrirmynd af mínu starfi fyrir stráka. En hvað felst í raun í viðurkenndri meðferð? Stöðugt er talað um að bestu mögulegu rannsóknir liggi að baki og þar er lögð áhersla á að háskólamenntað fólk, sem hefur lesið ýmsar „kenningar“ í skóla en þekkir ef til vill ekki þennan hrjúfa veruleika sem þessir krakkar eru að fara í gegnum, eigi að vera eina svarið. Sjálfur var ég eitt sinn kallaður olnbogabarn og ég man ekki eftir einum einasta háskólamenntuðum sérfræðingi sem talaði virkilega við mig – og þeir voru þó nokkrir. Hins vegar man ég vel eftir Páli gamla sem heyrði mig og sá og kenndi mér að hefla tré. Hann sagði margar gullnar setningar við mig sem gleymast aldrei, svo sem að við eigum val í lífinu og það er bara einn sem tekur það val: maður sjálfur. Eða þegar hann sagði: „Jæja vinur minn, ég er að fara út að vinna, má ekki bjóða þér með? Því ekki ætla ég að lenda í því neðra fyrir það að vera með eitthvert dramb, þetta gerir sig ekki sjálft.“ Ég man vel eftir honum og hann var ekki einn af þessum sem ætluðu að gera mig að manni heldur fékk ég að vera á mínum forsendum fyrst og fremst, heyrði hann mig og sá. Það reynist afar erfitt að sannreyna gildi „kenninganna“ þegar aðeins ein ríkisrekin meðferðaraðferð er í reynd í gangi. Háværar og reiðar raddir hafa heyrst út í samfélaginu frá foreldrum um að engin raunveruleg meðferð hafi farið fram, heldur einungis „Play Station og geymsla“. Ég ætla ekki að leggja mat á þá alhæfingu eða röksemdafærslu. Hins vegar veit ég með vissu að þegar ég starfaði á Stuðlum, í meira en einn og hálfan áratug, var virk og full dagskrá í gangi alla daga, og á þeim árum vorum við ekki í fjölmiðlum dag eftir dag, kannski af ástæðu. Á dagskrá voru ítarlegir og krefjandi meðferðarfundir um allt mögulegt, eins og vímuefnahópar, hópar um afleiðingar afbrota, ADL (atferli daglegs lífs), sem fól í sér margvísleg atriði eins og að læra að sækja um vinnu, skipta um dekk eða læra að nota verkfæri, list- og tónlistarmeðferð, skíðaferðir, útivist á hverjum degi og um helgar var farið langar ferðir um allt land. Stundum voru AA fundir og ótalmargt annað sem fjallaði um félagsfærni, reiðistjórnun og siðferði. Auðvitað reyndum við að laga viðhorf og venjur bara með einföldum hætti eins og að hafa hreint í kringum sig og bera ábyrgð. En svo einn örlagaríkan dag fékk einhver þá flugu í höfuðið að skaðaminnkun væri eina fullkomna svarið við öllum vanda. Það hræðilegasta sem gerðist næst var að verkfærin voru tekin af okkur til að setja skýr mörk og halda uppi aga. Fyrir utan það að aðstaðan var óviðunandi og harðari efni komu á sjónarsviðið ásamt breyttri félagslegri samsetningu í samfélaginu, færri úrræðum, lokun meðferðarheimila, minni skólaþjónustu og margt fleira eins og það kom þeim inn á vinnumarkað vegna þess að kröfurnar jukust á hverju ári sem þau gátu ekki staðið undir. Svo kom Breiðavíkurskýrslan og þá var eins og allt færi úr límingunum. Þá var þetta farið að fjalla um eitthvað allt annað en sjálfa meðferðina og ég er þeirrar skoðunar að þá höfum við misst tökin á málunum. Ég ætla ekki að skrifa hér neinn fórnarlambspistil eða halda áfram að grafa dýpri skotgröf í umræðunni. Það er komið óþægilega mikið af þeirri umræðu og af hinni endalausu og árangurslausu leit að sökudólgum. Fjölmiðlar hafa verið duglegastir að bera á borð hamfara- og hörmungarhyggjuna og við verðum að komast tafarlaust upp úr skotgröfunum, skilja fortíðina eftir og vinna af hörku með þau úrræði sem við höfum í dag og styrkja þau enn frekar. Vissulega þarf að taka málaflokkinn til gagngerðrar endurskoðunar en ég ætla ekki að eyða orkunni né tíma í það hér. Þetta hugarfar um enduruppbyggingu og lausnir á einnig við um fjölmiðla. Það mun taka tíma að endurreisa kerfið og á meðan þurfum við ekki að sækja þjónustuna yfir lækinn. Mig langar í því samhengi að minnast sérstaklega á úrræði eins og Fjölsmiðjuna, sem er ekki beint hefðbundið meðferðarúrræði heldur gríðarlega mikilvægt tækifæri fyrir ungt fólk. Fjölsmiðjan er fyrst og fremst atvinnuúrræði fyrir ungt fólk. Sumir hafa kannski átt erfitt með að finna sig í lífinu af einhverjum ástæðum en alls ekki allir, hvort sem það er á virkum vinnumarkaði eða í formlegu skólastarfi. Jafnframt er Fjölsmiðjan viðurkennt framhaldsskólaúrræði og er ætluð ungmennum á aldrinum 16–24 ára. Þetta er illilega vannýtt úrræði að mínu mati og sóknarfærin eru fjölmörg á mörgum sviðum. Ekki það að ég ætlaði að vera með einhvern skammarpistil hér, en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki orðið var við að þeir sem sitja næst fjárveitingavaldinu eða þeir sem sitja í öllum þessum nefndum og ráðum hafi verið að koma og kynna sér Fjölsmiðjuna og þá starfsemi sem þar fer fram. Ráðherra málaflokksins hefur ekki mætt. Aðeins einstaka þingmenn komu rétt fyrir kosningar, að undanskildum þremur Miðflokksþingmönnum sem komu eftir kosningar og áttu langan fund og kynntu sér starfsemina ítarlega. Eins hafa nokkrir velunnarar okkar innan Viðreisnar komið og kynnt sér starfsemina vel. Margir hafa verið á leiðinni en hafa ekki enn mætt, jafnvel þótt þetta sé stærsti vinnustaður ungmenna á Íslandi. En það er ekki nóg, það þarf að gera meira, það þarf að framkvæma. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram að vera á innsoginu yfir ástandinu og beðið eftir næsta áfalli. Það ætti ekki að koma neinum á óvart hvernig komið er fyrir málaflokki olnbogabarna þegar margbúið er að benda á að um 3.000 ungmenni eru hvorki í skóla né vinnu á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-24 ára, en það var staðan í desember 2022. Við sem samfélag höfum sofið á feigðarósi og það er ekki eingöngu á ábyrgð stofnana hvernig komið er fyrir, heldur á ábyrgð samfélagsins alls. Það er mín skýra og óumdeilda skoðun. Það eru búnar að vera svo margar háværar viðvörunarbjöllur í gangi en við höfum ekki viljað heyra í þeim, við höfum hvorki heyrt né séð, heldur höfum við talað endalaust um þetta á innsoginu. Fjölsmiðjan skilaði af sér 170 nemendum árið 2024 sem voru hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. 64% þeirra skiluðu sér á vinnumarkað eða í skóla. Fjölgun nema frá árinu 2020 var 60%. Þetta úrræði kostaði 210 milljónir í rekstur það ár. Nú spyr ég: Var þessum peningum vel varið og getum við gert enn betur með því að efla úrræði eins og Fjölsmiðjuna? Og hvað má svona mikilvægt úrræði kosta þegar við erum að tala um líf ungra manna og kvenna? Mig langar að lokum að vitna í orð Jóhannesar Kr. sem missti dóttur sína árið 2011 vegna ofneyslu. Þá lét hann reikna það út fyrir sig, svart á hvítu, hvað það kostar samfélagið í beinum og hörðum peningum þegar ungmenni deyr í blóma lífsins. Burtséð frá öllu öðru, nam sú upphæð 800 milljónum króna. Spurningin er því: Hvað hafa mörg ungmenni látist síðan þá, og hvað kosta þau samfélagið að núvirði, án þess að telja með ólýsanlegan harm og þjáningar þeirra nánustu? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun