Tónlist

Miley Cyrus trú­lofuð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Nýtrúlofaða parið lét sjá sig á rauða dreglinum á frumsýningu Avatar: Fire and Ash í gær.
Nýtrúlofaða parið lét sjá sig á rauða dreglinum á frumsýningu Avatar: Fire and Ash í gær. EPA

Poppstjarnan Miley Cyrus og Maxx Morando eru trúlofuð eftir fjögurra ára samband.

Slúðurmiðillinn PageSix greinir frá þessu, en Cyrus skartaði glæsilegum trúlofunarhring með Morando sér við hlið á rauða dreglinum fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Avatar: Fire and Ash í Los Angeles í gær. Cyrus á lagið Dream as One sem spilar hlutverk í myndinni. 

Sex ára aldursmunur er milli nýtrúlofaða parsins, Cyrus er 33 ára og Morando 27 ára. Hann starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hönnuður. 

Poppstjarnan hefur farið mikinn í tónlistarsenunni í meira en áratug. Tvö ár eru síðan hún sló met fyrir flestar hlustanir á einni viku með laginu Flowers, sem var streymt tæplega 100 milljón sinnum fyrstu vikuna eftir að Cyrus sendi það frá sér. 

Flowers fjallaði einmitt um fyrrverandi eiginmann hennar, Hollywoodleikarann Liam Hemsworth. Leiðir þeirra lágu saman árið 2009 en þau skildu árið 2019 eftir stormasamt samband. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.