Handbolti

Andrea mun ekki spila á HM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andrea stefndi upphaflega að því að mæta til leiks á sunnudaginn var, svo á þriðjudaginn, en úr því verður ekki, 
Andrea stefndi upphaflega að því að mæta til leiks á sunnudaginn var, svo á þriðjudaginn, en úr því verður ekki,  vísir

Andrea Jacobsen hefur yfirgefið herbúðir íslenska landsliðshópsins á HM í Þýskalandi. 

Hún hefur engan þátt getað tekið í mótinu eftir að hafa slitið liðband í ökkla skömmu fyrir mót. 

Eftir mikið kapphlaup við tímann virtist hún vera á batavegi og tilbúin til að spila í milliriðlinum en á fyrstu æfingunni í Dortmund varð hún fyrir bakslagi.

„Andrea er lykilmanneskja í þessu liði, alveg sama hvar við lítum á það, vörn eða sókn“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson í fyrradag. 

„Þjálfarateymið og leikmaðurinn tóku sameiginlega ákvörðun um að Andrea haldi heim til að sinna sínum meiðslum á þann hátt að hún verði leikfær sem fyrst. Þetta eru vonbrigði fyrir hópinn, en vonast er til að Andrea nái góðum bata og snúi sterkt til baka“ segir í tilkynningu HSÍ. 

Rúmar þrjár vikur eru þar til félagslið Andreu, Blomberg-Lippe, hefur leik á ný í þýsku úrvalsdeildinni. 

Ísland mætir Spáni í næsta leik milliriðlakeppninnar á HM, á morgun klukkan 19:30. 


Tengdar fréttir

Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund

Stelpurnar okkar eru mættar til Dortmund þar sem milliriðillinn á HM í handbolta fer fram en dagurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×