Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 13:41 Hildigunnar Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Samsett Manna þarf átta stöðugildi til að hægt sé að halda endurhæfingarstarfsemi á Kristnesspítala óbreyttri. Starfsfólkið segir lokunina varða hagsmuni almennings og biðla til stjórnvalda að stíga inn í. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segist eiga í samtali við starfsfólkið um mögulegar lausnir. Í gær lýstu hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar yfir verulegum áhyggjum þar sem loka eigi sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Á Kristnesspítala fer fram endurhæfing en að sögn starfsfólks verða þeir sem þurfa á daglegri aðstoð að halda fluttir á bráðalegudeild Sjúkrahússins á Akureyri. Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit um tíu kílómetra suður af Akureyri.Sjúkrahúsið á Akureyri Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk, segir í samtali við fréttastofu að til þess að halda óbreyttri starfsemi á Kristnesi þurfi að manna átta stöðugildi. „Það er mannekla sem knýr þetta áfram,“ segir hún. „Það er eins og ég hef sagt að mönnun úti á landi er stór áskorun og við erum að leita allra lausna.“ Í opnu bréfi starfsfólks á Kristnesi segja þau málið varða hagsmuni almennings þar sem ákvörðunin rýri gæði endurhæfingar þeirra sem séu í brýnni þörf fyrir sérhæfða endurhæfingu. Forsvarsmenn sjúkrahússins birtu í gær yfirlýsingu á vefsíðu hans vegna málsins. Þar segir að frá upphafi heimsfaraldursins árið 2020 hafi þurft að skerða endurhæfingarþjónustu á Kristnesi, einkum vegna manneklu. „Á sama tíma hefur vaxandi fráflæðisvandi á bráðadeildum SAk leitt til þess að sjúklingum hefur í auknum mæli verið beint í þjónustu endurhæfingardeildar á Kristnesi,“ segir í yfirlýsingunni. Mönnun tryggð yfir jólin Fjallað hefur verið um mönnunarvanda á Sjúkrahúsinu á Akureyri undanfarnar vikur. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags en dæmi séu um að læknar hafi verið á bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Hildigunnur staðfestir að mönnun á Sjúkrahúsinu hefur verið tryggð yfir jólin. Til að tryggja áframhaldandi mönnun er til dæmis verið að líta til fólks sem býr nú þegar á Akureyri, komið á samstarfi við Landspítalann og reynt að lokka lækna sem starfa erlendis heim. Athuga hvort aðrar lausnir séu fyrir hendi Í yfirlýsingu Sjúkrahússins segir að í haust hafi verið ljóst að horfa þyrfti til breytinga á þjónustu vegna mönnunarvandans. „Niðurstaðan var að hætta 7 daga endurhæfingu á Kristnesi og styrkja í staðinn 5 daga- og dagdeildarþjónustu fyrir fólk á öllum aldri. Frá því að ákvörðunin lá fyrir hefur verið unnið að fjölbreyttum lausnum,“ segir í yfirlýsingunni. Meðal lausna var að stofna sérhæft endurhæfingarteymi nær bráðdeildum í því skyni að fjölga stöðugildum sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðings. Nú þegar hafi öldrunarteymi verið stofnað sem leggja eigi aukna áherslu á heildrænt öldrunarmat og létta á mönnun lyflækna. „Verkefnið er hins vegar afar umfangsmikið og flókið og mikið þarf til þess að settu markmiði sé náð - líkt og starfsfólk á lyflækningadeild hefur bent á í opnu bréfi sínu. Sjúkrahúsið stendur frammi fyrir mörgum áskorunum.“ Til að mynda sé húsnæði þess á Eyrarlandsvegi takmarkað vegna rakaskemmda og skortur á hjúkrunarrýmum á Akureyri hamli nauðsynlegum lausnum. Nýtt hjúkrunarheimili verður ekki tekið í notkun fyrr en árið 2028. Hildigunnur segir forsvarsmenn eiga í samtali við starfsfólkið og kanna hvort einhverjar mögulegar lausnir séu fyrir hendi. Ákvörðun um að flytja þá sem þurfa á daglegri sérhæfingu að halda á bráðalegudeild hafi verið tekin en í ljósi stöðunnar og umræðunnar hafi verið ákveðið að fara dýpra í málin. Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Sjá meira
Í gær lýstu hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar yfir verulegum áhyggjum þar sem loka eigi sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Á Kristnesspítala fer fram endurhæfing en að sögn starfsfólks verða þeir sem þurfa á daglegri aðstoð að halda fluttir á bráðalegudeild Sjúkrahússins á Akureyri. Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit um tíu kílómetra suður af Akureyri.Sjúkrahúsið á Akureyri Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk, segir í samtali við fréttastofu að til þess að halda óbreyttri starfsemi á Kristnesi þurfi að manna átta stöðugildi. „Það er mannekla sem knýr þetta áfram,“ segir hún. „Það er eins og ég hef sagt að mönnun úti á landi er stór áskorun og við erum að leita allra lausna.“ Í opnu bréfi starfsfólks á Kristnesi segja þau málið varða hagsmuni almennings þar sem ákvörðunin rýri gæði endurhæfingar þeirra sem séu í brýnni þörf fyrir sérhæfða endurhæfingu. Forsvarsmenn sjúkrahússins birtu í gær yfirlýsingu á vefsíðu hans vegna málsins. Þar segir að frá upphafi heimsfaraldursins árið 2020 hafi þurft að skerða endurhæfingarþjónustu á Kristnesi, einkum vegna manneklu. „Á sama tíma hefur vaxandi fráflæðisvandi á bráðadeildum SAk leitt til þess að sjúklingum hefur í auknum mæli verið beint í þjónustu endurhæfingardeildar á Kristnesi,“ segir í yfirlýsingunni. Mönnun tryggð yfir jólin Fjallað hefur verið um mönnunarvanda á Sjúkrahúsinu á Akureyri undanfarnar vikur. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags en dæmi séu um að læknar hafi verið á bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Hildigunnur staðfestir að mönnun á Sjúkrahúsinu hefur verið tryggð yfir jólin. Til að tryggja áframhaldandi mönnun er til dæmis verið að líta til fólks sem býr nú þegar á Akureyri, komið á samstarfi við Landspítalann og reynt að lokka lækna sem starfa erlendis heim. Athuga hvort aðrar lausnir séu fyrir hendi Í yfirlýsingu Sjúkrahússins segir að í haust hafi verið ljóst að horfa þyrfti til breytinga á þjónustu vegna mönnunarvandans. „Niðurstaðan var að hætta 7 daga endurhæfingu á Kristnesi og styrkja í staðinn 5 daga- og dagdeildarþjónustu fyrir fólk á öllum aldri. Frá því að ákvörðunin lá fyrir hefur verið unnið að fjölbreyttum lausnum,“ segir í yfirlýsingunni. Meðal lausna var að stofna sérhæft endurhæfingarteymi nær bráðdeildum í því skyni að fjölga stöðugildum sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðings. Nú þegar hafi öldrunarteymi verið stofnað sem leggja eigi aukna áherslu á heildrænt öldrunarmat og létta á mönnun lyflækna. „Verkefnið er hins vegar afar umfangsmikið og flókið og mikið þarf til þess að settu markmiði sé náð - líkt og starfsfólk á lyflækningadeild hefur bent á í opnu bréfi sínu. Sjúkrahúsið stendur frammi fyrir mörgum áskorunum.“ Til að mynda sé húsnæði þess á Eyrarlandsvegi takmarkað vegna rakaskemmda og skortur á hjúkrunarrýmum á Akureyri hamli nauðsynlegum lausnum. Nýtt hjúkrunarheimili verður ekki tekið í notkun fyrr en árið 2028. Hildigunnur segir forsvarsmenn eiga í samtali við starfsfólkið og kanna hvort einhverjar mögulegar lausnir séu fyrir hendi. Ákvörðun um að flytja þá sem þurfa á daglegri sérhæfingu að halda á bráðalegudeild hafi verið tekin en í ljósi stöðunnar og umræðunnar hafi verið ákveðið að fara dýpra í málin.
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Sjá meira