Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 06:30 nefúðar Otrivin, Otrivin Menthol og Nezeril:) Vísir/Anton Brink Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum. Inflúensan og aðrar pestir hafa herjað á landsmenn undanfarnar vikur auk hinna árlegu kvefpesta. Margir kannast eflaust við að leita í nefúðana til að losa verstu stíflurnar. Á Íslandi má kaupa nefdropa og -úða, hér eftir kallaðir nefúðar, í lausasölu sem innihalda virku efnin oxymetazolin eða xylometazolin, sem eru til að mynda Otrivin og Nezeril. Lyfjastofnun tók saman sölutölur fyrir lyfin sem innihalda áðurnefnd efni. Tölurnar ná yfir sölu heildsala til apóteka en ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um endanlega sölu til notenda. Í tölunum má sjá að fjöldi seldra nefúða til apóteka hefur rúmlega tvöfaldast á sjö árum. Árið 2024 seldust alls 417.535 nefúðar. Frá byrjun árs til október hafa heildsalar selt apótekum tæplega 330 þúsund nefúðar. Einn í mánuði sem glímir við nefúðafíkn Örnólfur Þorvarðsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, segist ekki hafa tekið eftir fjölgun tilfella sem leita til læknis vegna nefúðafíknar. Að meðaltali fái hann einn í mánuði sem glímir við nefúðafíkn. Eftir pestir líkt og hafa gengið undanfarnar vikur geti tilfellin aukist. „Hugsunin er að það megi nota þetta yfir erfiða pest en svo eru sumir sem ílengjast og nota þetta áfram eftir að pestinni lýkur og halda áfram að nota úðann,“ segir hann. Otrivin inniheldur virka efnið xylometazolin.Vísir/Anton Brink Vilborg Halldórsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju, segir nefúðana vera eitt vinsælasta lausasölulyfið á eftir hefðbundnum verkjalyfjum. Líkt og Örnólfur segist hún ekki hafa tekið eftir gríðarlegri aukningu undanfarið. „Það að fólk sé háð þessu er það algengt að við hjá Lyfju sáum ástæðu til að útbúa upplýsingablað, það er alveg það algengt,“ segir hún. Hún sér alltaf aukna sölu þegar kvefpestir gangi yfir landið, en sömu sögu megi segja almennt um verkjalyf. „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega.“ Ekki er hámark fjölda úða sem selja má einstaklingi í einu, þar sem ekki er mælt með að fleiri en einn noti hvern úða. Hins vegar segir Vilborg að starfsfólk í apóteki hennar taki alltaf fram að hámarksnotkun úðans séu tíu dagar, en tekur fram að í Bandaríkjunum sé mælt með að nota úðana í einungis þrjá til fimm daga. Geta farið að virka öfugt „Svo er vandamálið að þegar þú notar þau í lengri tíma þá fara þeir að virka öfugt. Þá verður nefið næmara og frekar stíflað,“ segir Örnólfur. Ef slíkir úðar eru notaðir til lengri tíma geta þeir þó farið að virka öfugt, nefið verður næmara og frekar stíflað. Æðarnar í nefslímhúðinni dragast saman og hún fær minni næringu. Stundum þurfi fólk að fara á steratöflukúr vegna áhrifanna. Örnólfur leggur til að þeir sem séu háðir spreyinu hætti alveg, það sé erfitt í nokkra daga en lögnunin hverfi á endanum. Vilborg mælir með því að trappa sig niður og blanda saman nefúðanum og steraspreyi. Fjölda nefúða má finna í hillum apóteka.Vísir/Anton Brink „Ef maður er orðinn þannig að maður verður að nota lyfið þá er hægt að byrja að nota bólgueyðandi sterasprey og trappa út yfir nokkurra daga tímabil yfir í hinn úðann,“ segir hún. „Þeir geta breytt slímhúðinni í nefinu til þess verra, haft áhrif á bifhárin og þykknun í slímhúð sem er slæmt því þetta er loftræstikerfið okkar. Það er ekki skaðlaust að vera háður þessu.“ Þau benda bæði á að aðrar orsakir geti verið orsakavaldurinn frekar en kvef. „Fólk finnur að það opnar nefið þegar það notar svona stíflur og þá er það kannski með undirliggjandi nefsjúkdóm eða langvarandi nefstíflur,“ segir Örnólfur. Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Inflúensan og aðrar pestir hafa herjað á landsmenn undanfarnar vikur auk hinna árlegu kvefpesta. Margir kannast eflaust við að leita í nefúðana til að losa verstu stíflurnar. Á Íslandi má kaupa nefdropa og -úða, hér eftir kallaðir nefúðar, í lausasölu sem innihalda virku efnin oxymetazolin eða xylometazolin, sem eru til að mynda Otrivin og Nezeril. Lyfjastofnun tók saman sölutölur fyrir lyfin sem innihalda áðurnefnd efni. Tölurnar ná yfir sölu heildsala til apóteka en ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um endanlega sölu til notenda. Í tölunum má sjá að fjöldi seldra nefúða til apóteka hefur rúmlega tvöfaldast á sjö árum. Árið 2024 seldust alls 417.535 nefúðar. Frá byrjun árs til október hafa heildsalar selt apótekum tæplega 330 þúsund nefúðar. Einn í mánuði sem glímir við nefúðafíkn Örnólfur Þorvarðsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, segist ekki hafa tekið eftir fjölgun tilfella sem leita til læknis vegna nefúðafíknar. Að meðaltali fái hann einn í mánuði sem glímir við nefúðafíkn. Eftir pestir líkt og hafa gengið undanfarnar vikur geti tilfellin aukist. „Hugsunin er að það megi nota þetta yfir erfiða pest en svo eru sumir sem ílengjast og nota þetta áfram eftir að pestinni lýkur og halda áfram að nota úðann,“ segir hann. Otrivin inniheldur virka efnið xylometazolin.Vísir/Anton Brink Vilborg Halldórsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju, segir nefúðana vera eitt vinsælasta lausasölulyfið á eftir hefðbundnum verkjalyfjum. Líkt og Örnólfur segist hún ekki hafa tekið eftir gríðarlegri aukningu undanfarið. „Það að fólk sé háð þessu er það algengt að við hjá Lyfju sáum ástæðu til að útbúa upplýsingablað, það er alveg það algengt,“ segir hún. Hún sér alltaf aukna sölu þegar kvefpestir gangi yfir landið, en sömu sögu megi segja almennt um verkjalyf. „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega.“ Ekki er hámark fjölda úða sem selja má einstaklingi í einu, þar sem ekki er mælt með að fleiri en einn noti hvern úða. Hins vegar segir Vilborg að starfsfólk í apóteki hennar taki alltaf fram að hámarksnotkun úðans séu tíu dagar, en tekur fram að í Bandaríkjunum sé mælt með að nota úðana í einungis þrjá til fimm daga. Geta farið að virka öfugt „Svo er vandamálið að þegar þú notar þau í lengri tíma þá fara þeir að virka öfugt. Þá verður nefið næmara og frekar stíflað,“ segir Örnólfur. Ef slíkir úðar eru notaðir til lengri tíma geta þeir þó farið að virka öfugt, nefið verður næmara og frekar stíflað. Æðarnar í nefslímhúðinni dragast saman og hún fær minni næringu. Stundum þurfi fólk að fara á steratöflukúr vegna áhrifanna. Örnólfur leggur til að þeir sem séu háðir spreyinu hætti alveg, það sé erfitt í nokkra daga en lögnunin hverfi á endanum. Vilborg mælir með því að trappa sig niður og blanda saman nefúðanum og steraspreyi. Fjölda nefúða má finna í hillum apóteka.Vísir/Anton Brink „Ef maður er orðinn þannig að maður verður að nota lyfið þá er hægt að byrja að nota bólgueyðandi sterasprey og trappa út yfir nokkurra daga tímabil yfir í hinn úðann,“ segir hún. „Þeir geta breytt slímhúðinni í nefinu til þess verra, haft áhrif á bifhárin og þykknun í slímhúð sem er slæmt því þetta er loftræstikerfið okkar. Það er ekki skaðlaust að vera háður þessu.“ Þau benda bæði á að aðrar orsakir geti verið orsakavaldurinn frekar en kvef. „Fólk finnur að það opnar nefið þegar það notar svona stíflur og þá er það kannski með undirliggjandi nefsjúkdóm eða langvarandi nefstíflur,“ segir Örnólfur.
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira