Handbolti

Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson nýtti vítin vel fyrir Sporting í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson nýtti vítin vel fyrir Sporting í kvöld. Getty/Andrzej Iwanczuk

Íslendingaliðið Kolstad frá Noregi vann í kvöld einn óvæntasta sigur vetrarins í Meistaradeildinni í handbolta. Ungverska liðið Veszprém vann á sama tíma háspennuviðureign tveggja Íslendingaliða.

Landsliðshornamennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Bjarki Már Elíasson mættust með liðum sínum, Veszprém og Sporting. Orri sýndi að hann er með taugarnar í lagi en þurfti á endanum að sætta sig við eins marks tap, 32-21.

Sporting var komið tveimur mörkum yfir undir lokin þrátt fyrir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 19-14. Ungverjarnir voru hins vegar sterkari í bláklokin og skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Sporting átti síðasta skotið en það geigaði.

Orri var með átta mörk úr átta skotum og var markahæstur hjá portúgalska liðinu en Bjarki komst ekki á blað. Öll mörk Orra komu úr vítum. 100 prósent nýting úr vítum í háspennuleik.

Kolstad vann á sama tíma fjögurra marka sigur á þýsku meisturnum í Füchse Berlin 28-24 eftir að hafa verið 15-12 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsta tap þýska liðsins í Meistaradeildinni í vetur eftir níu sigra í röð.

Kolstad vann líka aðeins sinn annan leik og þessi úrslit voru því ein óvæntustu úrslit tímabilsins til þessa.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson var með eitt mark fyrir Kolstad. Benedikt var einnig með þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×